Brand |
Sérefni |
---|
Alphaliet er terpentínuþynnanleg akrýlmálning ætluð til notkunar á múr utanhúss. Alphaliet málningin hefur einstaka öndunareiginleika; hún hleypir raka úr steininum auðveldlega í gegnum sig á sama tíma og hún er þétt gegn regni og slagveðri. Vegna þessara eiginleika er ekki nauðsynlegt að steypan sé fyllilega þornuð þegar málningin er borin á. Alphaliet má nota á margs konar steypta fleti, vatnsþynnanlega sementsgrunna, múrhúð, múrstein o.fl. Alphaliet er sjálfgrunnandi, hylur sérlega vel og má bera á múr við lágan lofthita.
Brand |
Sérefni |
---|
Sérefni ehf. voru stofnuð í apríl 2006 og hafa vaxið og dafnað jafnt og þétt og bjóða í dag upp á mjög breitt vöruúrval af málningarefnum, skrautefnum og verkfærum.
Frá upphafi hefur allt kapp verið lagt á góða þjónustu, faglega ráðgjöf og hágæðavörur sem skila árangri og endingu.
Tækniblöð frá Sérefni:
One Door & Window Tech er vatnsþynnanleg, hálfgljáandi akrýl-málning sem notast á ómálaða sem málaða gluggakarma, bæði innan- og utanhúss. One Door & Window Tech veitir hámarksvernd á slétta fleti gluggakarmanna, sem og kanta og horn. One Door & Window Tech er mjög fljótþornandi málning sem þýðir að hægt er að ljúka málun dyra og glugga á einum og sama degi. Einstök samsetning gefur mun betri gljáa og litheldni en hefðbundin gluggamálning.
Alpha Topcoat er afar teygjanleg og endingargóð vatnsþynnanleg útiveggjamálning með silkimattri áferð. Alpha Topcoat hentar vel á steinsteypt vatnsbretti og lárétta steinfleti því hún er einkar veðurþolin, hleypir raka úr steininum í gegnum sig jafnframt því að hrinda frá sér yfirborðsvatni. Alpha Topcoat hindrar kolsýrumettun og þar með niðurbrot steypunnar. Hún sápast ekki, gulnar ekki og kemur í veg fyrir að óhreinindi festist í málningunni. Alpha Topcoat hentar einkar vel sem lokaumferð ofan á Alphacoat (mjög teygjanleg kvarsmálning), sérstaklega þar sem mikið álag er á steinflötum eða við sprunguviðgerðir.
Gultjara er lituð trétjara í fallegum okkurgulum lit og er ætluð til yfirborðsmeðferðar á við utanhúss. Gultjara hefur einstaklega verndandi eiginleika enda framleidd úr náttúrulegum efnum sem tréð sjálft notar gegn örverum. Tjaran hentar víða, m.a. við málun eldri og nútíma timburhúsa. Gultjara smýgur vel inn í viðinn og gula litarefnið verndar hann gegn UV-geislun sólarinnar ásamt því að gefa fletinum fallegan mattan lit.
One Super Tech er sjálfhreinsandi vatnsþynnanleg akrýlmálning til notkunar á tréverk. Vegna einstakra eiginleika málningarinnar, sem byggir á nanó-tækni, helst hinn málaði flötur hreinn þar sem regnvatn tekur með sér óhreinindi af honum. One Super Tech er afar vel þekjandi málning sem gefur jafnt yfirborð og heldur lit sínum vel. Ef One Super Tech málningin er notuð samhliða Tinova Wood Base Oil og Tinova Primer Exterior endist málningin upp undir 16 ár við eðlilegar aðstæður. One Super Tech hentar einnig á litaðar klæðningar, grunnmálað bárujárn og steinsteypta fleti utanhúss.
Alphacoat er teygjanlegur, vatnsþynnanlegur fylligrunnur sem inniheldur kvarsefni og er ætlaður til notkunar utanhúss. Fínsendinn mattur grunnurinn hentar vel til fyllingar í netsprungur og víðari sprungur í steinsteypu, múrklæðningar, múrstein og við almennar steypuviðgerðir. Grunnurinn jafnar áferð á viðgerðum á máluðum flötum. Alphacoat sápast ekki, hleypir raka í gegnum sig, hylur einstaklega vel og gulnar ekki með tímanum.
Murtex Waterproof er vatnsfæla af gerðinni sílan/síloxan í formi þykknis sem skal vatnsþynna með vatni fyrir notkun. Efnið hrindir frá sér óhreinindum og veitir vatnsvörn en hleypir engu að síður raka út úr múrnum. Murtex Waterproof notast á steypta fleti, pússaða og ópússaða, sem og múrsteinsveggi. Einnig má efnið standa eitt og sér á sjónsteypu, steiningar- og skeljasandsklæðningum o.fl.