Showing 13–24 of 80 results

Almött viðarvörn

Supermatt

Supermatt er almött heilþekjandi málning til notkunar utanhúss á timburveggi, glugga og þakkanta. Hún þekur mjög vel og er létt að bera á viðinn. Það er því auðvelt að fá fram fallega áferð. Supermatt er byggð á akrýl/alkýð tækni með sérstöku fyllingarefni sem saman gefa endingargott, slitsterkt og almatt yfirborð. Ef Supermatt er notað samhliða Tinova Wood Base Oil og Tinova Primer Exterior endist málningin í allt að 10 ár við eðlilegar aðstæður.

Auðþrifin veggjamálning

Perform+ Easy2Clean

Perform+ Easy2Clean er mött vatnsþynnanleg akrýlmálning sem er afar létt og einfalt að þrífa. Hún hentar vel þar sem þörf er á sérlega slitsterku yfirborði, t.d. í eldhúsi, gangi, forstofu og barnaherbergjum. Málningin þekur vel, hefur gott flot og því auðvelt að mála með henni. Perform+ Easy2Clean er ætluð til notkunar á steypta veggi (pússaða sem ópússaða), gifsveggi, byggingarplötur o.fl. svanurinn  

Baðherbergjagrunnur

Perform+ Bathroom Primer

Perform+ Bathroom Primer er vatnsþynnanlegur, blátónaður, glær grunnur sem inniheldur mygluvörn. Hann notast sem viðloð­unar- og þéttigrunnur í rökum rýmum en einnig sem límgrunnur fyrir glertrefjastriga. Grunnurinn binst undirlaginu vel og býr til heilt og varanlegt, vatns- og rakaþétt undirlag. Perform+ Bathroom Primer er viðurkenndur grunnur samkvæmt viðmiðunarstaðli MVK fyrir rými sem þola eiga raka.  

Baðherbergjamálning

Perform+ Bathroom

Perform+ Bathroom er hálfgljáandi, vatnsþynnanleg málning til notkunar innanhúss á steypta veggi, gifs, byggingaplötur, o.fl. Málningin er ætluð á veggi og loft í eldhúsum, baðherbergjum, þvottahúsum, rýmum í sjúkrahúsum, matvæla­iðnaði og öðrum þeim rýmum þar sem krafist er mikils slitstyrks, þvottheldni og góðrar endingar. Hún inniheldur mygluvörn og hentar því einstaklega vel í rökum rýmum. Perform+ Bathroom er viðurkennd málning samkvæmt viðmiðunarstaðli MVK fyrir rými sem eiga að þola raka.

Bakteríudrepandi málning fyrir heilbrigðisstofnanir

Alpha Sanocryl

Alpha Sanocryl er mött, vatnsþynnanleg akrýlmálning með virkum silfurjónum, sérhönnuð til að vinna gegn bakteríum, t.d. E.coli og ónæmum Staphylococcus aureus (MRSA/Mósa). Silfurjónirnar eru ekki skaðlegar heilsu manna en virkni þeirra er sérhæfð við það að bakteríur geta ekki fjölgað sér á yfirborði málningarinnar og drepast því á mjög skömmum tíma. Bakteríueyðandi virkni Alpha Sanocryl eykst við þvott og skrúbbun og hún heldur virkninni alveg jafnvel eftir endurtekinn þvott. Virkni silfurjónanna kemur jafnframt í veg fyrir að mygla þrífist í málningarfilmunni. Blóð, Iso-betadine og önnur sótthreinsiefni skilja ekki eftir sig bletti eftir hreinsun og eru einangruð eftir endurmálun. Auðvelt er að mála með Alpha Sanocryl og hún þekur sérlega vel. Hún hefur langan opnunartíma, er auðveld í viðhaldi og þolir þrif afar vel – uppfyllir hæsta staðal í þvottheldni og rispuþoli. Alpha Sanocryl er lyktarlítil, hraðþornandi og hefur fallega og jafna áferð. Alpha Sanocryl hentar á loft og veggi úr gifsi og steypu, á spartlaða fleti og glertrefjaefni. Mælt er með henni á húsnæði fyrir heilsugæsluþjónustu, opinberar byggingar og víðar þar sem óskað er eftir góðu hreinlæti og draga þarf úr sýkingarhættu. Alpha Sanocryl hentar jafnt við nýmálun sem á áður málaða fleti.

Balsamterpentína

Balsamterpentína

Balsamterpentína er rokgörn kjarnaolía unnin úr barrtrjám. Hún er leysiefni sem brotnar niður í náttúrunni og er notuð til að þynna trétjöru, línolíu, málningu o.fl. Hún leysir líka fitu og óhreinindi af flötum sem á að mála. Balsamterpentína þrífur vel og er sótthreinsandi, en hún er laus við vatn og útfellingar.

Einangrunargrunnur

Rubbol BL Isoprimer

Rubbol BL Isoprimer er vatnsþynnanlegur, hraðþornandi og einangrandi akrýlgrunnur, ætlaður til notkunar á við innan- og utanhúss. Rubbol BL Isoprimer kemur í veg fyrir að vessar úr kvistum flestra viðartegunda blæði í gegnum málningarfilmu og hleypir raka frá undirlagi í gegnum sig. Grunnurinn er auðveldur í notkun og hefur afar góða viðloðun við beran við sem og áður málaða fleti með akrýlefni. Mikilvægt er að hreinsa og slípa áður málaða fleti vel áður en Rubbol BL Isoprimer er borinn á.

Einangrunarmálning

Original Spärrvitt Isolerande

Original Spärrvitt Isolerande er bæði vatnsþynnanlegur hvítur einangrunargrunnur og þekjandi málning sem getur staðið ein og sér sem lokaumferð. Original Spärrvitt Isolerande er heppileg málning til yfirmálunar á loftum eða veggjum sem hafa mislitast vegna raka, sóts, nikótíns, kertanotkunar eða bruna innanhúss. Original Spärrvitt Isolerande inniheldur efni sem stoppar blæðingar frá undirlaginu.

Ekta trétjara

Äkta Trätjära

Ekta trétjara er skógarafurð og þegar viðarflötur er meðhöndlaður með henni færast náttúruleg efni sem sjálft tréð notar sér til varnar yfir á viðarflötinn og hjálpar honum þar með að þola raka á sama tíma og viðurinn nær að anda. Tjaran hefur náttúrulega eiginleika til að smjúga djúpt inn í viðinn og verndar hann í mörg ár. Hún er grunnurinn í lituðu trétjöruefnunum frá Auson, í grámaefni (trétjörujárnsúlfati) og ljósu tréolíunni. Ekta trétjara er dökkbrún á lit en þar sem hún inniheldur engin litarefni verður hún ljós með tímanum. Ekta trétjara er hrein náttúruafurð ætluð til yfirborðsmeðferðar á timbur­húsum, þakskífum, bátum, girðingum, staurum, o.fl.  Hún hentar einnig við meðhöndlun á hófum og klaufum búfénaðs. Einnig er hún oft notuð á við í hesthúsum til að koma í veg fyrir að hestar nagi viðinn. Sérstakt notkunarsvið er kirkjuþök með þakskífum þar sem sóst er eftir tiltölulega dökkum lit.

Gifsspartl

Professional Gipsspackel

Professional Gipsspackel er sérstakt hraðþornandi gifsspartl til notkunar á veggi, til fyllingar á holum, á skemmd ytri horn og í samskeyti. Efnið er ætlað til notkunar í þurrum rýmum innanhúss.

Glær bindigrunnur

Professional Microdispers

Professional Microdispers er alkalíþolinn, vatnsþynnanlegur akrýlbindigrunnur, blátónaður og gelkenndur. Grunninn má nota innan- og utanhúss á pússaða og ópússaða steypta fleti, gifsplötur, steintrefjaplötur og spartlaða fleti. Hann bindur sig vel við gleypið undirlag og eykur viðloðun fyrir málningu. Professional Microdispers skal ætíð nota sem bindigrunn á kalkmálaða fleti við endurmálun með innimálningu.

Gluggamálning

Tinova Traditional Window

Tinova Traditional Window er hálfglansandi, terpentínuþynnanleg alkýðolíumálning ætluð til nýmálunar eða yfirmálunar á gluggum utanhúss. Tinova Traditional Window veitir hámarksvernd á slétta fleti gluggakarmanna sem og kanta og horn.