Showing 19–27 of 80 results

Einangrunargrunnur

Rubbol BL Isoprimer

Rubbol BL Isoprimer er vatnsþynnanlegur, hraðþornandi og einangrandi akrýlgrunnur, ætlaður til notkunar á við innan- og utanhúss. Rubbol BL Isoprimer kemur í veg fyrir að vessar úr kvistum flestra viðartegunda blæði í gegnum málningarfilmu og hleypir raka frá undirlagi í gegnum sig. Grunnurinn er auðveldur í notkun og hefur afar góða viðloðun við beran við sem og áður málaða fleti með akrýlefni. Mikilvægt er að hreinsa og slípa áður málaða fleti vel áður en Rubbol BL Isoprimer er borinn á.

Einangrunarmálning

Original Spärrvitt Isolerande

Original Spärrvitt Isolerande er bæði vatnsþynnanlegur hvítur einangrunargrunnur og þekjandi málning sem getur staðið ein og sér sem lokaumferð. Original Spärrvitt Isolerande er heppileg málning til yfirmálunar á loftum eða veggjum sem hafa mislitast vegna raka, sóts, nikótíns, kertanotkunar eða bruna innanhúss. Original Spärrvitt Isolerande inniheldur efni sem stoppar blæðingar frá undirlaginu.

Ekta trétjara

Äkta Trätjära

Ekta trétjara er skógarafurð og þegar viðarflötur er meðhöndlaður með henni færast náttúruleg efni sem sjálft tréð notar sér til varnar yfir á viðarflötinn og hjálpar honum þar með að þola raka á sama tíma og viðurinn nær að anda. Tjaran hefur náttúrulega eiginleika til að smjúga djúpt inn í viðinn og verndar hann í mörg ár. Hún er grunnurinn í lituðu trétjöruefnunum frá Auson, í grámaefni (trétjörujárnsúlfati) og ljósu tréolíunni. Ekta trétjara er dökkbrún á lit en þar sem hún inniheldur engin litarefni verður hún ljós með tímanum. Ekta trétjara er hrein náttúruafurð ætluð til yfirborðsmeðferðar á timbur­húsum, þakskífum, bátum, girðingum, staurum, o.fl.  Hún hentar einnig við meðhöndlun á hófum og klaufum búfénaðs. Einnig er hún oft notuð á við í hesthúsum til að koma í veg fyrir að hestar nagi viðinn. Sérstakt notkunarsvið er kirkjuþök með þakskífum þar sem sóst er eftir tiltölulega dökkum lit.

Gifsspartl

Professional Gipsspackel

Professional Gipsspackel er sérstakt hraðþornandi gifsspartl til notkunar á veggi, til fyllingar á holum, á skemmd ytri horn og í samskeyti. Efnið er ætlað til notkunar í þurrum rýmum innanhúss.

Glær bindigrunnur

Professional Microdispers

Professional Microdispers er alkalíþolinn, vatnsþynnanlegur akrýlbindigrunnur, blátónaður og gelkenndur. Grunninn má nota innan- og utanhúss á pússaða og ópússaða steypta fleti, gifsplötur, steintrefjaplötur og spartlaða fleti. Hann bindur sig vel við gleypið undirlag og eykur viðloðun fyrir málningu. Professional Microdispers skal ætíð nota sem bindigrunn á kalkmálaða fleti við endurmálun með innimálningu.

Gluggamálning

Tinova Traditional Window

Tinova Traditional Window er hálfglansandi, terpentínuþynnanleg alkýðolíumálning ætluð til nýmálunar eða yfirmálunar á gluggum utanhúss. Tinova Traditional Window veitir hámarksvernd á slétta fleti gluggakarmanna sem og kanta og horn.

Grófspartl

Professional Grov Professional Grov er afar fyllandi léttspartl, sérlega hentugt þar sem þörf er á efnismikilli fyllingu. Notist á samskeyti og til víðtækari spörtlunar á steypta fleti, ópússaða sem pússaða, og á byggingaplötur. Einnig má nota Professional Grov á mattslípaða málaða fleti í þurrum rýmum innanhúss o.fl. svanurinn

Grunnmálning undir vatnslökk

Rubbol BL Primer

Rubbol BL Primer er þekjandi, vatnsþynnanlegur pólýúretangrunnur, ætlaður til notkunar innanhúss. Hann er auðveldur í notkun, rennur einkar vel út og þornar og harðnar hratt. Hann sápast ekki, hleypir raka frá undirlagi í gegnum sig og hefur langan opinn tíma. Er ekki eldfimur. Rubbol BL Primer grunnurinn er ætlaður sem fyrsta lag á við, steypu, gifs og PVC (nema pólýolefín plastefni, t.d. PE og PP). Hann er einnig hentugur á fleti sem hafa áður verið málaðir með alkýðmálningu; þá er mikilvægt að hreinsa og slípa fletina fyrir málun. Grunnurinn hefur góða viðloðun við beran við, gifs, áður málaða fleti og ryðvarnargrunna.

Grunnolía

Tinova Wood Base Oil

Tinova Wood Base Oil er fljótandi, glær viðarvörn sem notuð er gegn fúasveppi og grágeit á við. Efnið er borið á með pensli eða því úðað á viðinn. Tinova Wood Base Oil er grunnolía sem myndar ekki filmu, hún smýgur vel inn í viðinn, veitir mikla vernd gegn raka og kemur í veg fyrir sprungumyndun. FSC