Brand |
Sérefni |
---|
Almött veggjamálning
Ambiance Xtramatt
Ambiance Xtramatt er vatnsþynnanleg innimálning sem hentar vel þegar óskað er eftir almattri áferð á veggjum. Ambiance Xtramatt er ætluð til notkunar á steypta veggi, pússaða sem ópússaða, gifsveggi, byggingarplötur o.fl. Málningin gefur djúpa og dempaða áferð, endurkastar ekki ljósi en dregur fram litinn. Þrátt fyrir að vera almött má strjúka af Ambiance Xtramatt og hentar hún því afar vel í svefnherbergjum og stofum.
Fyrirspurn um vöru
Sérefni ehf. voru stofnuð í apríl 2006 og hafa vaxið og dafnað jafnt og þétt og bjóða í dag upp á mjög breitt vöruúrval af málningarefnum, skrautefnum og verkfærum.
Frá upphafi hefur allt kapp verið lagt á góða þjónustu, faglega ráðgjöf og hágæðavörur sem skila árangri og endingu.
Tækniblöð frá Sérefni:
Tengdar vörur
Akrýlmálning 25%
Professional P25
Professional P25 er afar slitsterk, vatnsþynnanleg, hálfgljáandi akrýlmálning sem þekur einstaklega vel og gefur nútímalegt útlit sem hentar vel í rýmum með mikilli náttúrulegri birtu frá stórum gluggum. P25 er einkar heppileg málning fyrir eldhúsveggi, veggi í forstofum og göngum, tómstunda- og skrifstofurýmum, skólum, sjúkrahúsum og í öðru húsnæði þar sem óskað er hálfmattrar áferðar og málningar sem auðvelt er að þrífa. Professional P25 er ætluð til notkunar á grunnmálaða spartlaða fleti í nýbyggingum eða til almennrar endurmálunar innanhúss á steypta fleti, pússaða sem ópússaða, klæðningar af ólíkri gerð, glertrefjavef o.fl.
Baðherbergjagrunnur
Perform+ Bathroom Primer
Perform+ Bathroom Primer er vatnsþynnanlegur, blátónaður, glær grunnur sem inniheldur mygluvörn. Hann notast sem viðloðunar- og þéttigrunnur í rökum rýmum en einnig sem límgrunnur fyrir glertrefjastriga. Grunnurinn binst undirlaginu vel og býr til heilt og varanlegt, vatns- og rakaþétt undirlag. Perform+ Bathroom Primer er viðurkenndur grunnur samkvæmt viðmiðunarstaðli MVK fyrir rými sem þola eiga raka.
Spartlgrunnur
Professional Grund +
Professional Grund+ er almattur, vatnsþynnanlegur grunnur til notkunar á veggi og loft innanhúss. Hann hefur hátt þurrefnainnihald, þekur vel og gefur sérlega góða viðloðun við ólíkt undirlag. Hin einstaka uppbygging efnisins stuðlar að minni notkun yfirmálningar og gefur henni jafnara yfirbragð, bæði í gljáa og áferð. Professional Grund+ er notað sem grunnur á spartlaða fleti, gifsveggi, steinveggi, byggingarplötur af ólíkri gerð o.fl.
Parketlakk Nordsjö
Baðherbergjamálning
Perform+ Bathroom
Perform+ Bathroom er hálfgljáandi, vatnsþynnanleg málning til notkunar innanhúss á steypta veggi, gifs, byggingaplötur, o.fl. Málningin er ætluð á veggi og loft í eldhúsum, baðherbergjum, þvottahúsum, rýmum í sjúkrahúsum, matvælaiðnaði og öðrum þeim rýmum þar sem krafist er mikils slitstyrks, þvottheldni og góðrar endingar. Hún inniheldur mygluvörn og hentar því einstaklega vel í rökum rýmum. Perform+ Bathroom er viðurkennd málning samkvæmt viðmiðunarstaðli MVK fyrir rými sem eiga að þola raka.
Akrýllakk 40%
Original Snickerifärg Halvblank
Original Snickerifärg Halvblank er gelað, vatnsþynnanlegt, hálf-gljáandi og mjög vel þekjandi akrýllakk. Það er auðvelt í notkun og hentugt til málunar innanhúss, t.d. á dyrakörmum, sökklum og listum. Lakkið má einnig nota á járn og stál innanhúss. Original Snickerifärg Halvblank rennur einkar vel út, þekur vel og gulnar ekki með tímanum.
Alhliða límspartl
Professional Allround
Professional Allround er alhliða léttspartl sem fyllir einstaklega vel og rýrnar lítið. Spartlið er hentugt til notkunar í nýbyggingum sem og eldra húsnæði. Það er notað við hvers konar spörtlun á byggingarplötum og steyptum flötum, ópússuðum sem pússuðum. Professional Allround hentar sérlega vel til spörtlunar á borða á gips- og veggfóðurssamskeytum en einnig á málaða, mattslípaða fleti í þurrum rýmum innanhúss.
Pólýúretan lakk 40%
Ambiance Superfinish Halvblank Ambiance Superfinish Halvblank er vatnsþynnanlegt akrýllakk, styrkt með pólýúretan. Lakkið hefur einstaklega fallega silkimatta áferð og er ætlað til málunar á eldhúskápum, hurðum, körmum, sökklum, listum o.fl. Það hentar einnig vel á ryðvarðar plötur og stálhluti innanhúss. Ambiance Superfinish Halvblank hefur afar gott flot, þekur vel og myndar mjög slitsterka og þvottheldna málningarfilmu sem gulnar ekki með tímanum.