TILBOÐSVÖRUR

Showing 1–12 of 80 results

Akrýl glugga- og hurðamálning

One Door & Window Tech

One Door & Window Tech er vatnsþynnanleg, hálfgljáandi akrýl-málning sem notast á ómálaða sem málaða gluggakarma, bæði innan- og utanhúss. One Door & Window Tech veitir hámarksvernd á slétta fleti gluggakarmanna, sem og kanta og horn. One Door & Window Tech er mjög fljótþornandi málning sem þýðir að hægt er að ljúka málun dyra og glugga á einum og sama degi. Einstök samsetning gefur mun betri gljáa og litheldni en hefðbundin gluggamálning. svanurinn       evropublomid1        FSC       

Akrýl gólfmálning

Original Golvfärg

Original Golvfärg er vatnsþynnanleg, hálfgljáandi gólfmálning til innanhússnota á viðargólf og steypta fleti með léttu til meðal slitálagi. Original Golvfärg er ekki ætlað í rými með stöðugri bleytu eða á bílskúrsgólf.  

Akrýl vatnsbrettamálning

Alpha Topcoat

Alpha Topcoat er afar teygjanleg og endingargóð vatnsþynnanleg útiveggjamálning með silkimattri áferð. Alpha Topcoat hentar vel á steinsteypt vatnsbretti og lárétta steinfleti því hún er einkar veðurþolin, hleypir raka úr steininum í gegnum sig jafnframt því að hrinda frá sér yfirborðsvatni. Alpha Topcoat hindrar kolsýrumettun og þar með niðurbrot steypunnar. Hún sápast ekki, gulnar ekki og kemur í veg fyrir að óhreinindi festist í málningunni. Alpha Topcoat hentar einkar vel sem lokaumferð ofan á Alphacoat (mjög teygjanleg kvarsmálning), sérstaklega þar sem mikið álag er á steinflötum eða við sprunguviðgerðir.  

Akrýlgrunnur 2

Original Häftgrund Snickeri

Original Häftgrund er vatnsþynnanlegur, akrýlbundinn viðloðunar- og slípigrunnur fyrir ómálaða fleti og sem undirlag fyrir yfirmálun. Original Häftgrund er fyrst og fremst ætlaður til innanhússnotkunar á viðarfleti. Vegna einstakra viðloðunareiginleika má einnig nota grunninn á flísar, límtré, krossvið, hart PVC plast, lakkað tréverk og fleira. svanurinn       evropublomid1   

Akrýllakk 40%

Original Snickerifärg Halvblank

Original Snickerifärg Halvblank er gelað, vatnsþynnanlegt, hálf-gljáandi og mjög vel þekjandi akrýllakk. Það er auðvelt í notkun og hentugt til málunar innanhúss, t.d. á dyrakörmum, sökklum og listum. Lakkið má einnig nota á járn og stál innanhúss. Original Snickerifärg Halvblank rennur einkar vel út, þekur vel og gulnar ekki með tímanum.

Akrýllakk 70%

Original Snickerifärg Blank

Original Snickerifärg Blank er gelað, vatnsþynnanlegt, gljáandi og mjög vel þekjandi akrýllakk sem er auðvelt í notkun og hentugt til málunar innanhúss, t.d. á hurðum, gluggum og listum. Lakkið hentar einnig á járn og stál innanhúss. Það rennur einkar vel út, þekur vel og myndar slitsterkt lag sem auðvelt er að þrífa. Original Snickerifärg Blank þolir ágætlega sterk hreinsiefni og gulnar ekki með tímanum.  

Akrýlmálning 25%

Professional P25

Professional P25 er afar slitsterk, vatnsþynnanleg, hálfgljáandi akrýlmálning sem þekur einstaklega vel og gefur nútímalegt útlit sem hentar vel í rýmum með mikilli náttúrulegri birtu frá stórum gluggum. P25 er einkar heppileg málning fyrir eldhúsveggi, veggi í forstofum og göngum, tómstunda- og skrifstofurýmum, skólum, sjúkrahúsum og í öðru húsnæði þar sem óskað er hálfmattrar áferðar og málningar sem auðvelt er að þrífa. Professional P25 er ætluð til notkunar á grunnmálaða spartlaða fleti í nýbyggingum eða til almennrar endurmálunar innanhúss á steypta fleti, pússaða sem ópússaða, klæðningar af ólíkri gerð, glertrefjavef o.fl.

Akrýlmálning, innan- og utanhúss

Professional P6

Professional P6 er vatnsþynnanleg, slitsterk, mött akrýlmálning með góða öndunareiginleika og veðurþolið yfirborð. Hún er ætluð til notkunar innanhúss á grunnmálaða spartlaða fleti í nýbyggingum eða til almennrar endurmálunar. Professional P6 hentar einnig utanhúss á steinsteypta fleti (athugið að á múrklæðningar skal nota steinsílanmálningu, þ.e. Murtex Siloxane eða Alphaloxan Flex). svanurinn

Alhliða hreinsiefni

Original Målartvätt

Original Målartvätt er hreinsi- og affitunarefni sem notast á alla fleti sem mála skal. Original Målartvätt fjarlægir fitu, olíusmit og önnur óhreinindi og gefur með því góða viðloðun málningar við flötinn. Við yfirmálun skal ávallt þvo fleti með Original Målartvätt.

Alhliða límspartl

Professional Allround

Professional Allround er alhliða léttspartl sem fyllir einstaklega vel og rýrnar lítið. Spartlið er hentugt til notkunar í nýbyggingum sem og eldra húsnæði. Það er notað við hvers konar spörtlun á byggingarplötum og steyptum flötum, ópússuðum sem pússuðum. Professional Allround hentar sérlega vel til spörtlunar á borða á gips- og veggfóðurssamskeytum en einnig á málaða, mattslípaða fleti í þurrum rýmum innanhúss.

Almött veggjamálning

Ambiance Xtramatt

Ambiance Xtramatt er vatnsþynnanleg innimálning sem hentar vel þegar óskað er eftir almattri áferð á veggjum. Ambiance Xtramatt er ætluð til notkunar á steypta veggi, pússaða sem ópússaða, gifsveggi, byggingarplötur o.fl. Málningin gefur djúpa og dempaða áferð, endurkastar ekki ljósi en dregur fram litinn. Þrátt fyrir að vera almött má strjúka af Ambiance Xtramatt og hentar hún því afar vel í svefnherbergjum og stofum. svanurinn     evropublomid1     Astma-och-Allergi-förbundet      

Almött veggjamálning

Alphacryl Pure Mat SF

Alphacryl Pure Mat SF er almött, vatnsþynnanleg, pólýúretan-styrkt akrýlmálning til notkunar innanhúss. Hún hefur einkar fallega og silkimjúka áferð, endurkastar ekki ljósi en dregur fram dýpt í litum. Alphacryl Pure Mat SF hentar á nær alla gerðir undirlags innandyra. Hún hefur ágætt rispuþol, er slitsterk og auðveld að bera á. Hún hefur einstaka einangrunareiginleika og kemur í veg fyrir að erfiðir blettir, (nikótín, kvistir, sót o.s.frv.) nái að blæða í gegn. Leysiefnalaus og umhverfisvottuð. evropublomid1