Showing all 4 results

Akrýl vatnsbrettamálning

Alpha Topcoat

Alpha Topcoat er afar teygjanleg og endingargóð vatnsþynnanleg útiveggjamálning með silkimattri áferð. Alpha Topcoat hentar vel á steinsteypt vatnsbretti og lárétta steinfleti því hún er einkar veðurþolin, hleypir raka úr steininum í gegnum sig jafnframt því að hrinda frá sér yfirborðsvatni. Alpha Topcoat hindrar kolsýrumettun og þar með niðurbrot steypunnar. Hún sápast ekki, gulnar ekki og kemur í veg fyrir að óhreinindi festist í málningunni. Alpha Topcoat hentar einkar vel sem lokaumferð ofan á Alphacoat (mjög teygjanleg kvarsmálning), sérstaklega þar sem mikið álag er á steinflötum eða við sprunguviðgerðir.  

Sílikatmálning

Murtex Silicate

Murtex Silicate er einþátta steinefnamálning (e. mineral paint) sem byggir á vatnsglerbindiefni (e. silica waterglass). Hún er ætluð til málunar á steyptum flötum, pússuðum sem ópússuðum, og er einnig heppileg til málunar á múrsteini, gifsplötum og trefjaplötum. Sílíkatefnið í málningunni binst efnatengjum við steinefnaundirlagið og verður þannig órjúfanlegur hluti af yfirborðinu.

Síloxanmálning

Murtex Siloxane

Murtex Siloxane er vatnsþynnanleg, almött síloxan akrýlmálning (steinsílan) til notkunar utanhúss á steypta fleti, pússaða sem ópússaða. Efnið hefur sérstaka öndunareiginleika og hentar þ.a.l. afar vel á múrklæðningar, þ.e.a.s. þegar útveggir eru einangraðir utanfrá. Við málun á pússaðri steypu er mikilvægt að flöturinn sé þéttur og vel bundinn. Í sumum tilfellum þarf að láta nýjar múrklæðningar standa í allt að eitt ár áður en málað er með Murtex Siloxane og er mikilvægt að fylgja fyrirmælum framleiðanda múrefna og viðgerðarefna um þornunartíma fyrir málun. Murtex Siloxane málningin er einnig ætluð til málunar á alla áður málaða fleti en þeir fletir sem málaðir hafa verið með snowcem eða sílíkatmálningu skal þó ætíð endurmála með sílikatmálningu.

Teygjanleg síloxanmálning

Alphaloxan Flex

Alphaloxan Flex er teygjanleg síloxan akrýlmálning (steinsílan málning), ætluð til notkunar utanhúss. Í Alphaloxan Flex málningunni sameinast bestu eiginleikar steinefna- og plastmálningar; hún hleypir raka vel í gegnum sig en er regnheldin og afar teygjanleg, jafnvel við lágan lofthita. Hún hentar því afar vel á netsprungna múrklæðningar og steinsteypu. Alphaloxan Flex er ætluð til notkunar jafnt á slétta sem grófa fleti. Framleiðendur múrklæðningar mæla eindregið með síloxan málningu á öll múrkerfi, bæði við nýmálun og endurmálun.