Brand | Sérefni |
---|
Akrýl vatnsbrettamálning
Alpha Topcoat
Alpha Topcoat er afar teygjanleg og endingargóð vatnsþynnanleg útiveggjamálning með silkimattri áferð. Alpha Topcoat hentar vel á steinsteypt vatnsbretti og lárétta steinfleti því hún er einkar veðurþolin, hleypir raka úr steininum í gegnum sig jafnframt því að hrinda frá sér yfirborðsvatni. Alpha Topcoat hindrar kolsýrumettun og þar með niðurbrot steypunnar. Hún sápast ekki, gulnar ekki og kemur í veg fyrir að óhreinindi festist í málningunni. Alpha Topcoat hentar einkar vel sem lokaumferð ofan á Alphacoat (mjög teygjanleg kvarsmálning), sérstaklega þar sem mikið álag er á steinflötum eða við sprunguviðgerðir.
Fyrirspurn um vöru
Sérefni ehf. voru stofnuð í apríl 2006 og hafa vaxið og dafnað jafnt og þétt og bjóða í dag upp á mjög breitt vöruúrval af málningarefnum, skrautefnum og verkfærum.
Frá upphafi hefur allt kapp verið lagt á góða þjónustu, faglega ráðgjöf og hágæðavörur sem skila árangri og endingu.
Tækniblöð frá Sérefni:
Tengdar vörur
Sílikatgrunnur
Murtex Silicate Primer
Murtex Silicate Primer er glær einþátta vatnsglermálning (e. waterglass) ætluð til málunar á gljúpum steyptum flötum, pússuðum sem ópússuðum. Hún er einnig heppileg til málunar á múrstein, gifsplötur og trefjaplötur.
Pallahreinsir
Tinova Wood Cleaner
Tinova Wood Cleaner er afar áhrifaríkt, lútkennt hreinsiefni með bleikingareiginleika. Efnið er ætlað til notkunar á sólpöllum, útihúsgögnum og öðru tréverki utanhúss þar sem fjarlægja þarf óhreinindi, gamlar olíur eða gráma.
Þakgrunnur
Intertuf 203
Intertuf 203 viðloðunar- og ryðvarnargrunnurinn er alhliða grunnur fyrir málma og klæðningar. Hann er vinylbundinn og sápast ekki á alkalísku galvanundirlagi. Intertuf 203 inniheldur míkró-álflögur sem þétta og styrkja málningarfilmuna gegn tæringu. Grunnurinn er hraðþornandi og hentar því vel íslenskum aðstæðum. Að mála þök
Viðarvörn – þekjandi og háfyllandi
Professional VX+ 2 in 1
Professional VX+ 2 in 1 er samsett grunn- og þekjandi alkýðolíumálning; hún er vatnsþynnanleg og hálfgljáandi, ætluð til málunar á við utanhúss. Professional VX+ 2 in 1 er sérstaklega gerð fyrir kaldar og norðlægar aðstæður og inniheldur bindiefni sem Nordsjö hefur einkaleyfi fyrir, en það tryggir einstaka bindingu við undirlagið og myndar veðurþolna filmu sem ver viðinn sérlega vel. Ef Professional VX+ 2 in 1 er notuð samhliða Tinova Wood Base Oil má gera ráð fyrir að málningin endist í allt að 12 ár sé rétt staðið að málun í byrjun.
Gluggamálning
Tinova Traditional Window
Tinova Traditional Window er hálfglansandi, terpentínuþynnanleg alkýðolíumálning ætluð til nýmálunar eða yfirmálunar á gluggum utanhúss. Tinova Traditional Window veitir hámarksvernd á slétta fleti gluggakarmanna sem og kanta og horn.
Síloxanmálning
Murtex Siloxane
Murtex Siloxane er vatnsþynnanleg, almött síloxan akrýlmálning (steinsílan) til notkunar utanhúss á steypta fleti, pússaða sem ópússaða. Efnið hefur sérstaka öndunareiginleika og hentar þ.a.l. afar vel á múrklæðningar, þ.e.a.s. þegar útveggir eru einangraðir utanfrá. Við málun á pússaðri steypu er mikilvægt að flöturinn sé þéttur og vel bundinn. Í sumum tilfellum þarf að láta nýjar múrklæðningar standa í allt að eitt ár áður en málað er með Murtex Siloxane og er mikilvægt að fylgja fyrirmælum framleiðanda múrefna og viðgerðarefna um þornunartíma fyrir málun. Murtex Siloxane málningin er einnig ætluð til málunar á alla áður málaða fleti en þeir fletir sem málaðir hafa verið með snowcem eða sílíkatmálningu skal þó ætíð endurmála með sílikatmálningu.
Gultjara
Gultjara
Gultjara er lituð trétjara í fallegum okkurgulum lit og er ætluð til yfirborðsmeðferðar á við utanhúss. Gultjara hefur einstaklega verndandi eiginleika enda framleidd úr náttúrulegum efnum sem tréð sjálft notar gegn örverum. Tjaran hentar víða, m.a. við málun eldri og nútíma timburhúsa. Gultjara smýgur vel inn í viðinn og gula litarefnið verndar hann gegn UV-geislun sólarinnar ásamt því að gefa fletinum fallegan mattan lit.