Brand |
Sérefni |
---|
Hvítur bindigrunnur
Alpha Aquafix Opaque
Alpha Aquafix Opaque er vatnsþynnanlegur, hvítur akrýlbindigrunnur, ætlaður til notkunar utanhúss á steinsteypu, múrklæðningar, múrstein o.fl. Alpha Aquafix Opaque bindur sig vel við gleypið undirlag og eykur viðloðun fyrir málningu. Grunnurinn þekur vel, sápast ekki og hleypir raka í gegnum sig. Hægt er að mála yfir Alpha Aquafix Opaque með hefðbundinni akrýlmálningu og steinsílanmálningu.
Product Enquiry
Sérefni ehf. voru stofnuð í apríl 2006 og hafa vaxið og dafnað jafnt og þétt og bjóða í dag upp á mjög breitt vöruúrval af málningarefnum, skrautefnum og verkfærum.
Frá upphafi hefur allt kapp verið lagt á góða þjónustu, faglega ráðgjöf og hágæðavörur sem skila árangri og endingu.
Tækniblöð frá Sérefni:
Related products
Akrýl vatnsbrettamálning
Alpha Topcoat
Alpha Topcoat er afar teygjanleg og endingargóð vatnsþynnanleg útiveggjamálning með silkimattri áferð. Alpha Topcoat hentar vel á steinsteypt vatnsbretti og lárétta steinfleti því hún er einkar veðurþolin, hleypir raka úr steininum í gegnum sig jafnframt því að hrinda frá sér yfirborðsvatni. Alpha Topcoat hindrar kolsýrumettun og þar með niðurbrot steypunnar. Hún sápast ekki, gulnar ekki og kemur í veg fyrir að óhreinindi festist í málningunni. Alpha Topcoat hentar einkar vel sem lokaumferð ofan á Alphacoat (mjög teygjanleg kvarsmálning), sérstaklega þar sem mikið álag er á steinflötum eða við sprunguviðgerðir.
Akrýlmálning, innan- og utanhúss
Professional P6
Professional P6 er vatnsþynnanleg, slitsterk, mött akrýlmálning með góða öndunareiginleika og veðurþolið yfirborð. Hún er ætluð til notkunar innanhúss á grunnmálaða spartlaða fleti í nýbyggingum eða til almennrar endurmálunar. Professional P6 hentar einnig utanhúss á steinsteypta fleti (athugið að á múrklæðningar skal nota steinsílanmálningu, þ.e. Murtex Siloxane eða Alphaloxan Flex).
Nanóakrýl
One Super Tech
One Super Tech er sjálfhreinsandi vatnsþynnanleg akrýlmálning til notkunar á tréverk. Vegna einstakra eiginleika málningarinnar, sem byggir á nanó-tækni, helst hinn málaði flötur hreinn þar sem regnvatn tekur með sér óhreinindi af honum. One Super Tech er afar vel þekjandi málning sem gefur jafnt yfirborð og heldur lit sínum vel. Ef One Super Tech málningin er notuð samhliða Tinova Wood Base Oil og Tinova Primer Exterior endist málningin upp undir 16 ár við eðlilegar aðstæður. One Super Tech hentar einnig á litaðar klæðningar, grunnmálað bárujárn og steinsteypta fleti utanhúss.
Pallaolía
Tinova Traditional Allround Oil
Tinova Traditional Allround Oil er pallaolía sem hefur einstaka eiginleika til að smjúga vel inn í við og hindrar þannig rakaupptöku, minnkar sprungumyndun og viðheldur náttúrulegu útliti viðarins. Tinova Traditional Allround Oil er ætluð til notkunar á mismunandi tegundir viðar utanhúss, fæst bæði glær og í fjölda lita.
Sílikatmálning
Murtex Silicate
Murtex Silicate er einþátta steinefnamálning (e. mineral paint) sem byggir á vatnsglerbindiefni (e. silica waterglass). Hún er ætluð til málunar á steyptum flötum, pússuðum sem ópússuðum, og er einnig heppileg til málunar á múrsteini, gifsplötum og trefjaplötum. Sílíkatefnið í málningunni binst efnatengjum við steinefnaundirlagið og verður þannig órjúfanlegur hluti af yfirborðinu.
Síloxanmálning
Murtex Siloxane
Murtex Siloxane er vatnsþynnanleg, almött síloxan akrýlmálning (steinsílan) til notkunar utanhúss á steypta fleti, pússaða sem ópússaða. Efnið hefur sérstaka öndunareiginleika og hentar þ.a.l. afar vel á múrklæðningar, þ.e.a.s. þegar útveggir eru einangraðir utanfrá. Við málun á pússaðri steypu er mikilvægt að flöturinn sé þéttur og vel bundinn. Í sumum tilfellum þarf að láta nýjar múrklæðningar standa í allt að eitt ár áður en málað er með Murtex Siloxane og er mikilvægt að fylgja fyrirmælum framleiðanda múrefna og viðgerðarefna um þornunartíma fyrir málun. Murtex Siloxane málningin er einnig ætluð til málunar á alla áður málaða fleti en þeir fletir sem málaðir hafa verið með snowcem eða sílíkatmálningu skal þó ætíð endurmála með sílikatmálningu.
Vatnsþynnanlegur trégrunnur
Viðarvörn – þekjandi og háfyllandi
Professional VX+ 2 in 1
Professional VX+ 2 in 1 er samsett grunn- og þekjandi alkýðolíumálning; hún er vatnsþynnanleg og hálfgljáandi, ætluð til málunar á við utanhúss. Professional VX+ 2 in 1 er sérstaklega gerð fyrir kaldar og norðlægar aðstæður og inniheldur bindiefni sem Nordsjö hefur einkaleyfi fyrir, en það tryggir einstaka bindingu við undirlagið og myndar veðurþolna filmu sem ver viðinn sérlega vel. Ef Professional VX+ 2 in 1 er notuð samhliða Tinova Wood Base Oil má gera ráð fyrir að málningin endist í allt að 12 ár sé rétt staðið að málun í byrjun.