Akrýlgrunnur 2
Original Häftgrund Snickeri
Original Häftgrund er vatnsþynnanlegur, akrýlbundinn viðloðunar- og slípigrunnur fyrir ómálaða fleti og sem undirlag fyrir yfirmálun. Original Häftgrund er fyrst og fremst ætlaður til innanhússnotkunar á viðarfleti. Vegna einstakra viðloðunareiginleika má einnig nota grunninn á flísar, límtré, krossvið, hart PVC plast, lakkað tréverk og fleira.
Brand |
Sérefni |
---|
Sérefni ehf. voru stofnuð í apríl 2006 og hafa vaxið og dafnað jafnt og þétt og bjóða í dag upp á mjög breitt vöruúrval af málningarefnum, skrautefnum og verkfærum.
Frá upphafi hefur allt kapp verið lagt á góða þjónustu, faglega ráðgjöf og hágæðavörur sem skila árangri og endingu.
Tækniblöð frá Sérefni:
Related products
Akrýl gólfmálning
Akrýllakk 70%
Original Snickerifärg Blank
Original Snickerifärg Blank er gelað, vatnsþynnanlegt, gljáandi og mjög vel þekjandi akrýllakk sem er auðvelt í notkun og hentugt til málunar innanhúss, t.d. á hurðum, gluggum og listum. Lakkið hentar einnig á járn og stál innanhúss. Það rennur einkar vel út, þekur vel og myndar slitsterkt lag sem auðvelt er að þrífa. Original Snickerifärg Blank þolir ágætlega sterk hreinsiefni og gulnar ekki með tímanum.
Gifsspartl
Húsgagnalakk
Límspartl
Professional Maskin
Professional Maskin er fyllandi alhliða léttspartl, hentugt til notkunar í nýbyggingum sem og eldra húsnæði. Notist við hvers konar spörtlun á byggingarplötum og steyptum flötum, ópússuðum sem pússuðum. Spartlið er einstaklega þægilegt til ásetningar með háþrýstisprautum, Bazooka sprautum og spartlboxi. Það má einnig nota á veggfóðurssamskeyti og málaða fleti í þurrum rýmum innanhúss. Vegna sérstakrar efnasamsetningar hentar Professional Maskin spartlið afar vel við lagningu borða í veggjasamskeyti samkvæmt stöðlum HusAMA 11.
S-sprautuspartl
Þiljulakk 10%
Original Panellack Matt Original Panellack Matt er glært og silkimatt, vatnsþynnanlegt lakk til notkunar innanhúss á viðarfleti, svo sem veggjaþiljur, loftaplötur, lista og karma. Original Panellack Matt er með innbyggða vörn sem kemur í veg fyrir gulnun í viðnum. Á álagsfleti eins og eldhúsbekki og borðplötur er fremur mælt með Original Möbellack. Ekki skal heldur nota Original Panellack Matt á dökka fleti, steinveggi, múraða veggi eða veggfóðraða. Mögulegt er að tóna lakkið með litarefnum og nota til að hvítta eða bæsa við.
Þiljulakk 70%
Original Panellack Blank
Original Panellack Blank er gljáandi, vatnsleysanlegt lakk til notkunar á viðarfleti innanhúss, svo sem lista og karma, panil og hverskonar veggjaplötur og loftaplötur úr viði. Original Panellack Blank þolir vel raka, bleytu, fitu og ýmiss konar hreinsiefni. Efnainnihald lakksins hindrar að það gulni. Við málun eldhúsinnréttinga er ráðlegt að nota frekar Original Möbellack. Mögulegt er að tóna lakkið með litarefnum og nota til að hvítta eða bæsa við.