Brand |
Sérefni |
---|
Gifsspartl
Professional Gipsspackel
Professional Gipsspackel er sérstakt hraðþornandi gifsspartl til notkunar á veggi, til fyllingar á holum, á skemmd ytri horn og í samskeyti. Efnið er ætlað til notkunar í þurrum rýmum innanhúss.
Product Enquiry
Sérefni ehf. voru stofnuð í apríl 2006 og hafa vaxið og dafnað jafnt og þétt og bjóða í dag upp á mjög breitt vöruúrval af málningarefnum, skrautefnum og verkfærum.
Frá upphafi hefur allt kapp verið lagt á góða þjónustu, faglega ráðgjöf og hágæðavörur sem skila árangri og endingu.
Tækniblöð frá Sérefni:
Related products
Akrýllakk 40%
Original Snickerifärg Halvblank
Original Snickerifärg Halvblank er gelað, vatnsþynnanlegt, hálf-gljáandi og mjög vel þekjandi akrýllakk. Það er auðvelt í notkun og hentugt til málunar innanhúss, t.d. á dyrakörmum, sökklum og listum. Lakkið má einnig nota á járn og stál innanhúss. Original Snickerifärg Halvblank rennur einkar vel út, þekur vel og gulnar ekki með tímanum.
Glær bindigrunnur
Professional Microdispers
Professional Microdispers er alkalíþolinn, vatnsþynnanlegur akrýlbindigrunnur, blátónaður og gelkenndur. Grunninn má nota innan- og utanhúss á pússaða og ópússaða steypta fleti, gifsplötur, steintrefjaplötur og spartlaða fleti. Hann bindur sig vel við gleypið undirlag og eykur viðloðun fyrir málningu. Professional Microdispers skal ætíð nota sem bindigrunn á kalkmálaða fleti við endurmálun með innimálningu.
Grófspartl
Professional Grov Professional Grov er afar fyllandi léttspartl, sérlega hentugt þar sem þörf er á efnismikilli fyllingu. Notist á samskeyti og til víðtækari spörtlunar á steypta fleti, ópússaða sem pússaða, og á byggingaplötur. Einnig má nota Professional Grov á mattslípaða málaða fleti í þurrum rýmum innanhúss o.fl.
Kvistalakk
Olíugrunnur Nordsjö
Professional Traditional Häftgrund
Professional Traditional Häftgrund er terpentínuþynnanlegur alkýðgrunnur með framúrskarandi viðloðun og góða þekju. Efnið er ætlað til innanhússnotkunar á ómálaða sem málaða fleti. Góð viðloðun Professional Traditional Häftgrund gerir það að verkum að aðeins þarf að léttpússa hála fleti áður en grunnað er. Það á við um flísar, lakkað tréverk, plastfilmuplötur og fleira.
Parketlakk Nordsjö
Pólýúretan lakk 40%
Ambiance Superfinish Halvblank Ambiance Superfinish Halvblank er vatnsþynnanlegt akrýllakk, styrkt með pólýúretan. Lakkið hefur einstaklega fallega silkimatta áferð og er ætlað til málunar á eldhúskápum, hurðum, körmum, sökklum, listum o.fl. Það hentar einnig vel á ryðvarðar plötur og stálhluti innanhúss. Ambiance Superfinish Halvblank hefur afar gott flot, þekur vel og myndar mjög slitsterka og þvottheldna málningarfilmu sem gulnar ekki með tímanum.
Votrýmisspartl
Professional Våtrum
Professional Våtrum er fyllandi léttspartl, hentugt til spörtlunar á samskeyttum veggjum í nýbyggingum sem og eldra húsnæði. Það hentar við spörtlun á steyptum flötum, ópússuðum sem pússuðum, byggingarplötum og við lagningu borða í veggjasamskeyti. Efnið er sérstaklega framleitt til notkunar í blautum og rökum rýmum þar sem gerð er krafa um mikið rakaþol. Professional Våtrum er hluti af kerfi vatnsþolinna efna frá Nordsjö sem viðurkennt er í atvinnustétt málara og uppfyllir þeirra staðla.