Brand | Sérefni |
---|
Baðherbergjamálning
Perform+ Bathroom
Perform+ Bathroom er hálfgljáandi, vatnsþynnanleg málning til notkunar innanhúss á steypta veggi, gifs, byggingaplötur, o.fl. Málningin er ætluð á veggi og loft í eldhúsum, baðherbergjum, þvottahúsum, rýmum í sjúkrahúsum, matvælaiðnaði og öðrum þeim rýmum þar sem krafist er mikils slitstyrks, þvottheldni og góðrar endingar. Hún inniheldur mygluvörn og hentar því einstaklega vel í rökum rýmum. Perform+ Bathroom er viðurkennd málning samkvæmt viðmiðunarstaðli MVK fyrir rými sem eiga að þola raka.
Fyrirspurn um vöru
Sérefni ehf. voru stofnuð í apríl 2006 og hafa vaxið og dafnað jafnt og þétt og bjóða í dag upp á mjög breitt vöruúrval af málningarefnum, skrautefnum og verkfærum.
Frá upphafi hefur allt kapp verið lagt á góða þjónustu, faglega ráðgjöf og hágæðavörur sem skila árangri og endingu.
Tækniblöð frá Sérefni:
Tengdar vörur
Votrýmisspartl
Professional Våtrum
Professional Våtrum er fyllandi léttspartl, hentugt til spörtlunar á samskeyttum veggjum í nýbyggingum sem og eldra húsnæði. Það hentar við spörtlun á steyptum flötum, ópússuðum sem pússuðum, byggingarplötum og við lagningu borða í veggjasamskeyti. Efnið er sérstaklega framleitt til notkunar í blautum og rökum rýmum þar sem gerð er krafa um mikið rakaþol. Professional Våtrum er hluti af kerfi vatnsþolinna efna frá Nordsjö sem viðurkennt er í atvinnustétt málara og uppfyllir þeirra staðla.
Grófspartl
Professional Grov Professional Grov er afar fyllandi léttspartl, sérlega hentugt þar sem þörf er á efnismikilli fyllingu. Notist á samskeyti og til víðtækari spörtlunar á steypta fleti, ópússaða sem pússaða, og á byggingaplötur. Einnig má nota Professional Grov á mattslípaða málaða fleti í þurrum rýmum innanhúss o.fl.
S-sprautuspartl
Professional Sprutspackel Professional Sprutspackel er sprautuspartl ætlað á loft og veggi í þurrum rýmum innanhúss. Efnið er fyrst og fremst þróað fyrir víðtæka og mikla notkun á loft og veggi, hvort sem er í nýbyggingum eða eldra húsnæði. Spartlið hentar einnig til að hrauna yfirborð lofta.
Veggjamálning 7%
Ambiance Silkematt
Ambiance Silkematt er mött vatnsþynnanleg innimálning sem gefur veggjunum fallega silkimatta áferð. Efnið hefur sterkara yfirborð en önnur veggjamálning og er með góða þvottheldni. Ambiance Silkematt er innanhússmálning til notkunar á steypta veggi, pússaða sem ópússaða, gifsveggi, byggingarplötur o.fl.
Alhliða límspartl
Professional Allround
Professional Allround er alhliða léttspartl sem fyllir einstaklega vel og rýrnar lítið. Spartlið er hentugt til notkunar í nýbyggingum sem og eldra húsnæði. Það er notað við hvers konar spörtlun á byggingarplötum og steyptum flötum, ópússuðum sem pússuðum. Professional Allround hentar sérlega vel til spörtlunar á borða á gips- og veggfóðurssamskeytum en einnig á málaða, mattslípaða fleti í þurrum rýmum innanhúss.
Kvistalakk
Original Kvistlack
Original Kvistlack er glært, vatnsþynnanlegt, hraðþornandi og einangrandi lakk sem kemur í veg fyrir að vessar úr kvistum blæði í gegnum málningu á viði innanhúss.
Gifsspartl
Professional Gipsspackel
Professional Gipsspackel er sérstakt hraðþornandi gifsspartl til notkunar á veggi, til fyllingar á holum, á skemmd ytri horn og í samskeyti. Efnið er ætlað til notkunar í þurrum rýmum innanhúss.
Spartlgrunnur
Professional Grund +
Professional Grund+ er almattur, vatnsþynnanlegur grunnur til notkunar á veggi og loft innanhúss. Hann hefur hátt þurrefnainnihald, þekur vel og gefur sérlega góða viðloðun við ólíkt undirlag. Hin einstaka uppbygging efnisins stuðlar að minni notkun yfirmálningar og gefur henni jafnara yfirbragð, bæði í gljáa og áferð. Professional Grund+ er notað sem grunnur á spartlaða fleti, gifsveggi, steinveggi, byggingarplötur af ólíkri gerð o.fl.