Brand |
Sérefni |
---|
Almött veggjamálning
Alphacryl Pure Mat SF
Alphacryl Pure Mat SF er almött, vatnsþynnanleg, pólýúretan-styrkt akrýlmálning til notkunar innanhúss. Hún hefur einkar fallega og silkimjúka áferð, endurkastar ekki ljósi en dregur fram dýpt í litum. Alphacryl Pure Mat SF hentar á nær alla gerðir undirlags innandyra. Hún hefur ágætt rispuþol, er slitsterk og auðveld að bera á. Hún hefur einstaka einangrunareiginleika og kemur í veg fyrir að erfiðir blettir, (nikótín, kvistir, sót o.s.frv.) nái að blæða í gegn. Leysiefnalaus og umhverfisvottuð.
Fyrirspurn um vöru
Sérefni ehf. voru stofnuð í apríl 2006 og hafa vaxið og dafnað jafnt og þétt og bjóða í dag upp á mjög breitt vöruúrval af málningarefnum, skrautefnum og verkfærum.
Frá upphafi hefur allt kapp verið lagt á góða þjónustu, faglega ráðgjöf og hágæðavörur sem skila árangri og endingu.
Tækniblöð frá Sérefni:
Tengdar vörur
Glær bindigrunnur
Professional Microdispers
Professional Microdispers er alkalíþolinn, vatnsþynnanlegur akrýlbindigrunnur, blátónaður og gelkenndur. Grunninn má nota innan- og utanhúss á pússaða og ópússaða steypta fleti, gifsplötur, steintrefjaplötur og spartlaða fleti. Hann bindur sig vel við gleypið undirlag og eykur viðloðun fyrir málningu. Professional Microdispers skal ætíð nota sem bindigrunn á kalkmálaða fleti við endurmálun með innimálningu.
Akrýllakk 40%
Original Snickerifärg Halvblank
Original Snickerifärg Halvblank er gelað, vatnsþynnanlegt, hálf-gljáandi og mjög vel þekjandi akrýllakk. Það er auðvelt í notkun og hentugt til málunar innanhúss, t.d. á dyrakörmum, sökklum og listum. Lakkið má einnig nota á járn og stál innanhúss. Original Snickerifärg Halvblank rennur einkar vel út, þekur vel og gulnar ekki með tímanum.
Akrýl gólfmálning
Baðherbergjamálning
Perform+ Bathroom
Perform+ Bathroom er hálfgljáandi, vatnsþynnanleg málning til notkunar innanhúss á steypta veggi, gifs, byggingaplötur, o.fl. Málningin er ætluð á veggi og loft í eldhúsum, baðherbergjum, þvottahúsum, rýmum í sjúkrahúsum, matvælaiðnaði og öðrum þeim rýmum þar sem krafist er mikils slitstyrks, þvottheldni og góðrar endingar. Hún inniheldur mygluvörn og hentar því einstaklega vel í rökum rýmum. Perform+ Bathroom er viðurkennd málning samkvæmt viðmiðunarstaðli MVK fyrir rými sem eiga að þola raka.
S-sprautuspartl
Akrýlgrunnur 2
Original Häftgrund Snickeri
Original Häftgrund er vatnsþynnanlegur, akrýlbundinn viðloðunar- og slípigrunnur fyrir ómálaða fleti og sem undirlag fyrir yfirmálun. Original Häftgrund er fyrst og fremst ætlaður til innanhússnotkunar á viðarfleti. Vegna einstakra viðloðunareiginleika má einnig nota grunninn á flísar, límtré, krossvið, hart PVC plast, lakkað tréverk og fleira.
Gifsspartl
Pólýúretan lakk 40%
Ambiance Superfinish Halvblank Ambiance Superfinish Halvblank er vatnsþynnanlegt akrýllakk, styrkt með pólýúretan. Lakkið hefur einstaklega fallega silkimatta áferð og er ætlað til málunar á eldhúskápum, hurðum, körmum, sökklum, listum o.fl. Það hentar einnig vel á ryðvarðar plötur og stálhluti innanhúss. Ambiance Superfinish Halvblank hefur afar gott flot, þekur vel og myndar mjög slitsterka og þvottheldna málningarfilmu sem gulnar ekki með tímanum.