Brand |
Sérefni |
---|
Almött veggjamálning
Alphacryl Pure Mat SF
Alphacryl Pure Mat SF er almött, vatnsþynnanleg, pólýúretan-styrkt akrýlmálning til notkunar innanhúss. Hún hefur einkar fallega og silkimjúka áferð, endurkastar ekki ljósi en dregur fram dýpt í litum. Alphacryl Pure Mat SF hentar á nær alla gerðir undirlags innandyra. Hún hefur ágætt rispuþol, er slitsterk og auðveld að bera á. Hún hefur einstaka einangrunareiginleika og kemur í veg fyrir að erfiðir blettir, (nikótín, kvistir, sót o.s.frv.) nái að blæða í gegn. Leysiefnalaus og umhverfisvottuð.
Fyrirspurn um vöru
Sérefni ehf. voru stofnuð í apríl 2006 og hafa vaxið og dafnað jafnt og þétt og bjóða í dag upp á mjög breitt vöruúrval af málningarefnum, skrautefnum og verkfærum.
Frá upphafi hefur allt kapp verið lagt á góða þjónustu, faglega ráðgjöf og hágæðavörur sem skila árangri og endingu.
Tækniblöð frá Sérefni:
Tengdar vörur
Þiljulakk 70%
Original Panellack Blank
Original Panellack Blank er gljáandi, vatnsleysanlegt lakk til notkunar á viðarfleti innanhúss, svo sem lista og karma, panil og hverskonar veggjaplötur og loftaplötur úr viði. Original Panellack Blank þolir vel raka, bleytu, fitu og ýmiss konar hreinsiefni. Efnainnihald lakksins hindrar að það gulni. Við málun eldhúsinnréttinga er ráðlegt að nota frekar Original Möbellack. Mögulegt er að tóna lakkið með litarefnum og nota til að hvítta eða bæsa við.
Baðherbergjamálning
Perform+ Bathroom
Perform+ Bathroom er hálfgljáandi, vatnsþynnanleg málning til notkunar innanhúss á steypta veggi, gifs, byggingaplötur, o.fl. Málningin er ætluð á veggi og loft í eldhúsum, baðherbergjum, þvottahúsum, rýmum í sjúkrahúsum, matvælaiðnaði og öðrum þeim rýmum þar sem krafist er mikils slitstyrks, þvottheldni og góðrar endingar. Hún inniheldur mygluvörn og hentar því einstaklega vel í rökum rýmum. Perform+ Bathroom er viðurkennd málning samkvæmt viðmiðunarstaðli MVK fyrir rými sem eiga að þola raka.
Baðherbergjagrunnur
Perform+ Bathroom Primer
Perform+ Bathroom Primer er vatnsþynnanlegur, blátónaður, glær grunnur sem inniheldur mygluvörn. Hann notast sem viðloðunar- og þéttigrunnur í rökum rýmum en einnig sem límgrunnur fyrir glertrefjastriga. Grunnurinn binst undirlaginu vel og býr til heilt og varanlegt, vatns- og rakaþétt undirlag. Perform+ Bathroom Primer er viðurkenndur grunnur samkvæmt viðmiðunarstaðli MVK fyrir rými sem þola eiga raka.
Parketlakk Nordsjö
Þiljulakk 10%
Original Panellack Matt Original Panellack Matt er glært og silkimatt, vatnsþynnanlegt lakk til notkunar innanhúss á viðarfleti, svo sem veggjaþiljur, loftaplötur, lista og karma. Original Panellack Matt er með innbyggða vörn sem kemur í veg fyrir gulnun í viðnum. Á álagsfleti eins og eldhúsbekki og borðplötur er fremur mælt með Original Möbellack. Ekki skal heldur nota Original Panellack Matt á dökka fleti, steinveggi, múraða veggi eða veggfóðraða. Mögulegt er að tóna lakkið með litarefnum og nota til að hvítta eða bæsa við.
Límspartl
Professional Maskin
Professional Maskin er fyllandi alhliða léttspartl, hentugt til notkunar í nýbyggingum sem og eldra húsnæði. Notist við hvers konar spörtlun á byggingarplötum og steyptum flötum, ópússuðum sem pússuðum. Spartlið er einstaklega þægilegt til ásetningar með háþrýstisprautum, Bazooka sprautum og spartlboxi. Það má einnig nota á veggfóðurssamskeyti og málaða fleti í þurrum rýmum innanhúss. Vegna sérstakrar efnasamsetningar hentar Professional Maskin spartlið afar vel við lagningu borða í veggjasamskeyti samkvæmt stöðlum HusAMA 11.
Glær bindigrunnur
Professional Microdispers
Professional Microdispers er alkalíþolinn, vatnsþynnanlegur akrýlbindigrunnur, blátónaður og gelkenndur. Grunninn má nota innan- og utanhúss á pússaða og ópússaða steypta fleti, gifsplötur, steintrefjaplötur og spartlaða fleti. Hann bindur sig vel við gleypið undirlag og eykur viðloðun fyrir málningu. Professional Microdispers skal ætíð nota sem bindigrunn á kalkmálaða fleti við endurmálun með innimálningu.