Bett 10 er vatnsþynnanleg akrýlmálning ætluð á veggi innanhúss. Málningin hentar þar sem óskað er eftir sterkri þvottheldinni og hálfmattri áferð. Bett inniheldur hágæða 100 % hreint akrýlbindiefni sem gefur málningunni afburða þvottheldni, litheldni og mótstöðu gegn gulnun og krítun.
Tæknilegar upplýsingar:
Litir: Ljósir litir
Gljástig: 10
Pakkningar: 1, 4 og 10 lítrar
Efnisnotkun: 8-10 m2/l
Eðlisþyngd: 1,33 kg/l
Þurrefni: 41 % (rúmmál)
Þynnir: Vatn (allt að 10%)
Áhaldahreinsir Vatn
Þurrktími 1 klst
Yfirmálun Lágmark: 3 klst
Hámark: Ekkert
Original Häftgrund er vatnsþynnanlegur, akrýlbundinn viðloðunar- og slípigrunnur fyrir ómálaða fleti og sem undirlag fyrir yfirmálun. Original Häftgrund er fyrst og fremst ætlaður til innanhússnotkunar á viðarfleti. Vegna einstakra viðloðunareiginleika má einnig nota grunninn á flísar, límtré, krossvið, hart PVC plast, lakkað tréverk og fleira.
Original Snickerifärg Blank er gelað, vatnsþynnanlegt, gljáandi og mjög vel þekjandi akrýllakk sem er auðvelt í notkun og hentugt til málunar innanhúss, t.d. á hurðum, gluggum og listum. Lakkið hentar einnig á járn og stál innanhúss. Það rennur einkar vel út, þekur vel og myndar slitsterkt lag sem auðvelt er að þrífa. Original Snickerifärg Blank þolir ágætlega sterk hreinsiefni og gulnar ekki með tímanum.
Ambiance Xtramatt er vatnsþynnanleg innimálning sem hentar vel þegar óskað er eftir almattri áferð á veggjum. Ambiance Xtramatt er ætluð til notkunar á steypta veggi, pússaða sem ópússaða, gifsveggi, byggingarplötur o.fl. Málningin gefur djúpa og dempaða áferð, endurkastar ekki ljósi en dregur fram litinn. Þrátt fyrir að vera almött má strjúka af Ambiance Xtramatt og hentar hún því afar vel í svefnherbergjum og stofum.
Professional Grov Professional Grov er afar fyllandi léttspartl, sérlega hentugt þar sem þörf er á efnismikilli fyllingu. Notist á samskeyti og til víðtækari spörtlunar á steypta fleti, ópússaða sem pússaða, og á byggingaplötur. Einnig má nota Professional Grov á mattslípaða málaða fleti í þurrum rýmum innanhúss o.fl.
Professional Maskin er fyllandi alhliða léttspartl, hentugt til notkunar í nýbyggingum sem og eldra húsnæði. Notist við hvers konar spörtlun á byggingarplötum og steyptum flötum, ópússuðum sem pússuðum. Spartlið er einstaklega þægilegt til ásetningar með háþrýstisprautum, Bazooka sprautum og spartlboxi. Það má einnig nota á veggfóðurssamskeyti og málaða fleti í þurrum rýmum innanhúss. Vegna sérstakrar efnasamsetningar hentar Professional Maskin spartlið afar vel við lagningu borða í veggjasamskeyti samkvæmt stöðlum HusAMA 11.
Professional Medium/LS 104 er fyllandi alhliða léttspartl, sérstaklega þróað til notkunar við endurbætur á eldra húsnæði en hentar einnig vel í nýbyggingum. Notist við hvers konar spörtlun á byggingarplötum og steyptum flötum, ópússuðum sem pússuðum. Professional Medium/LS 104 má einnig nota á veggfóðurssamskeyti og málaða fleti í þurrum rýmum innanhúss o.fl. Vegna sérstakrar efnasamsetningar er spartlið hentugt við lagningu borða í veggjasamskeyti samkvæmt stöðlum HusAMA 11.
Professional Traditional Häftgrund er terpentínuþynnanlegur alkýðgrunnur með framúrskarandi viðloðun og góða þekju. Efnið er ætlað til innanhússnotkunar á ómálaða sem málaða fleti. Góð viðloðun Professional Traditional Häftgrund gerir það að verkum að aðeins þarf að léttpússa hála fleti áður en grunnað er. Það á við um flísar, lakkað tréverk, plastfilmuplötur og fleira.