VITRETEX
Vitretex er mött og vatnsþynnanleg akrýlmálning með frábært alkalí-, vatns- og veðrunarþol og hentar því íslenskum aðstæðum sérlega vel.
Vitretex inniheldur hágæða 100% hreint akrýlbindiefni sem gefur málningunni afburða mikla mótstöðu gegn gulnun og krítun. Einnig myndar hún sveigjanlega filmu sem minnkar líkur á sprungumyndun.
Vitretex andar og hindrar því ekki eðlilegt rakaútstreymi frá fletinum. Einnig hreinsar hún sig sérlega vel og safnar ekki í sig óhreinindum.
Vitretex er létt í vinnslu og þekur vel.
Tengdar vörur
Sveppaeyðandi hreinsiefni
Þekjandi og lágfyllandi viðarvörn
Tinova Traditional Exterior Tinova Traditional Exterior er terpentínuþynnanleg alkýðolíumálning ætluð á við utanhúss. Olían dregur fram viðaræðarnar og gefur þekjandi og jafna áferð bæði á gamlan og nýjan við. Ef Tinova Traditional Exterior er notuð samhliða Tinova Wood Base Oil og Tinova Traditional Primer Exterior má búast við að ending málningarinnar verði allt að átta ár við eðlilegar aðstæður.
Akrýl vatnsbrettamálning
Alpha Topcoat
Alpha Topcoat er afar teygjanleg og endingargóð vatnsþynnanleg útiveggjamálning með silkimattri áferð. Alpha Topcoat hentar vel á steinsteypt vatnsbretti og lárétta steinfleti því hún er einkar veðurþolin, hleypir raka úr steininum í gegnum sig jafnframt því að hrinda frá sér yfirborðsvatni. Alpha Topcoat hindrar kolsýrumettun og þar með niðurbrot steypunnar. Hún sápast ekki, gulnar ekki og kemur í veg fyrir að óhreinindi festist í málningunni. Alpha Topcoat hentar einkar vel sem lokaumferð ofan á Alphacoat (mjög teygjanleg kvarsmálning), sérstaklega þar sem mikið álag er á steinflötum eða við sprunguviðgerðir.
Þakgrunnur
Intertuf 203
Intertuf 203 viðloðunar- og ryðvarnargrunnurinn er alhliða grunnur fyrir málma og klæðningar. Hann er vinylbundinn og sápast ekki á alkalísku galvanundirlagi. Intertuf 203 inniheldur míkró-álflögur sem þétta og styrkja málningarfilmuna gegn tæringu. Grunnurinn er hraðþornandi og hentar því vel íslenskum aðstæðum. Að mála þök
Múrakrýl
Alphaliet
Alphaliet er terpentínuþynnanleg akrýlmálning ætluð til notkunar á múr utanhúss. Alphaliet málningin hefur einstaka öndunareiginleika; hún hleypir raka úr steininum auðveldlega í gegnum sig á sama tíma og hún er þétt gegn regni og slagveðri. Vegna þessara eiginleika er ekki nauðsynlegt að steypan sé fyllilega þornuð þegar málningin er borin á. Alphaliet má nota á margs konar steypta fleti, vatnsþynnanlega sementsgrunna, múrhúð, múrstein o.fl. Alphaliet er sjálfgrunnandi, hylur sérlega vel og má bera á múr við lágan lofthita.
Gultjara
Gultjara
Gultjara er lituð trétjara í fallegum okkurgulum lit og er ætluð til yfirborðsmeðferðar á við utanhúss. Gultjara hefur einstaklega verndandi eiginleika enda framleidd úr náttúrulegum efnum sem tréð sjálft notar gegn örverum. Tjaran hentar víða, m.a. við málun eldri og nútíma timburhúsa. Gultjara smýgur vel inn í viðinn og gula litarefnið verndar hann gegn UV-geislun sólarinnar ásamt því að gefa fletinum fallegan mattan lit.
Sílikatgrunnur
Teygjanleg síloxanmálning
Alphaloxan Flex
Alphaloxan Flex er teygjanleg síloxan akrýlmálning (steinsílan málning), ætluð til notkunar utanhúss. Í Alphaloxan Flex málningunni sameinast bestu eiginleikar steinefna- og plastmálningar; hún hleypir raka vel í gegnum sig en er regnheldin og afar teygjanleg, jafnvel við lágan lofthita. Hún hentar því afar vel á netsprungna múrklæðningar og steinsteypu. Alphaloxan Flex er ætluð til notkunar jafnt á slétta sem grófa fleti. Framleiðendur múrklæðningar mæla eindregið með síloxan málningu á öll múrkerfi, bæði við nýmálun og endurmálun.