BETT 10 Innimálning
Lýsing
Bett 10 er vatnsþynnanleg akrýlmálning ætluð á veggi innanhúss. Málningin hentar þar sem óskað er eftir sterkri þvottheldinni og hálfmattri áferð. Bett inniheldur hágæða 100 % hreint akrýlbindiefni sem gefur málningunni afburða þvottheldni, litheldni og mótstöðu gegn gulnun og krítun.
Tæknilegar upplýsingar:
Litir: Ljósir litir
Gljástig: 10
Pakkningar: 1, 4 og 10 lítrar
Efnisnotkun: 8-10 m2/l
Eðlisþyngd: 1,33 kg/l
Þurrefni: 41 % (rúmmál)
Þynnir: Vatn (allt að 10%)
Áhaldahreinsir Vatn
Þurrktími 1 klst
Yfirmálun Lágmark: 3 klst
Hámark: Ekkert
Related products
Akrýl gólfmálning
Alhliða límspartl
Professional Allround
Professional Allround er alhliða léttspartl sem fyllir einstaklega vel og rýrnar lítið. Spartlið er hentugt til notkunar í nýbyggingum sem og eldra húsnæði. Það er notað við hvers konar spörtlun á byggingarplötum og steyptum flötum, ópússuðum sem pússuðum. Professional Allround hentar sérlega vel til spörtlunar á borða á gips- og veggfóðurssamskeytum en einnig á málaða, mattslípaða fleti í þurrum rýmum innanhúss.
Einangrunarmálning
Original Spärrvitt Isolerande
Original Spärrvitt Isolerande er bæði vatnsþynnanlegur hvítur einangrunargrunnur og þekjandi málning sem getur staðið ein og sér sem lokaumferð. Original Spärrvitt Isolerande er heppileg málning til yfirmálunar á loftum eða veggjum sem hafa mislitast vegna raka, sóts, nikótíns, kertanotkunar eða bruna innanhúss. Original Spärrvitt Isolerande inniheldur efni sem stoppar blæðingar frá undirlaginu.
Gifsspartl
Grófspartl
Professional Grov Professional Grov er afar fyllandi léttspartl, sérlega hentugt þar sem þörf er á efnismikilli fyllingu. Notist á samskeyti og til víðtækari spörtlunar á steypta fleti, ópússaða sem pússaða, og á byggingaplötur. Einnig má nota Professional Grov á mattslípaða málaða fleti í þurrum rýmum innanhúss o.fl.
Veggjamálning 7%
Ambiance Silkematt
Ambiance Silkematt er mött vatnsþynnanleg innimálning sem gefur veggjunum fallega silkimatta áferð. Efnið hefur sterkara yfirborð en önnur veggjamálning og er með góða þvottheldni. Ambiance Silkematt er innanhússmálning til notkunar á steypta veggi, pússaða sem ópússaða, gifsveggi, byggingarplötur o.fl.
Þiljulakk 10%
Original Panellack Matt Original Panellack Matt er glært og silkimatt, vatnsþynnanlegt lakk til notkunar innanhúss á viðarfleti, svo sem veggjaþiljur, loftaplötur, lista og karma. Original Panellack Matt er með innbyggða vörn sem kemur í veg fyrir gulnun í viðnum. Á álagsfleti eins og eldhúsbekki og borðplötur er fremur mælt með Original Möbellack. Ekki skal heldur nota Original Panellack Matt á dökka fleti, steinveggi, múraða veggi eða veggfóðraða. Mögulegt er að tóna lakkið með litarefnum og nota til að hvítta eða bæsa við.
Þiljulakk 70%
Original Panellack Blank
Original Panellack Blank er gljáandi, vatnsleysanlegt lakk til notkunar á viðarfleti innanhúss, svo sem lista og karma, panil og hverskonar veggjaplötur og loftaplötur úr viði. Original Panellack Blank þolir vel raka, bleytu, fitu og ýmiss konar hreinsiefni. Efnainnihald lakksins hindrar að það gulni. Við málun eldhúsinnréttinga er ráðlegt að nota frekar Original Möbellack. Mögulegt er að tóna lakkið með litarefnum og nota til að hvítta eða bæsa við.