VIÐAR HÁLFÞEKJANDI
VIÐAR HÁLFÞEKJANDI er seigfljótandi viðarvörn sem er létt í vinnslu, slettist ekki og dregur fram viðarmynstur. Hefur góða smýgni- og vætieiginleika, ásamt því að mynda hálfglansandi, sterka, vatnsfráhrindandi og veðurþolna filmu. Inniheldur efni til varnar sveppa- og gróðurmyndun.
Litaður VIÐAR HÁLFÞEKJANDI ver viðinn gegn niðurbrotsáhrifum sólarinnar.
VIÐAR HÁLFÞEKJANDI hentar íslenskum aðstæðum sérlega vel.
VIÐAR HÁLFÞEKJANDI er ætlaður til nota utanhúss, á nýjan við og við með hálþekjandi viðarvörn.
Tengdar vörur
VIÐAR PALLAOLÍA
Pallaolía
Tinova Traditional Allround Oil
Tinova Traditional Allround Oil er pallaolía sem hefur einstaka eiginleika til að smjúga vel inn í við og hindrar þannig rakaupptöku, minnkar sprungumyndun og viðheldur náttúrulegu útliti viðarins. Tinova Traditional Allround Oil er ætluð til notkunar á mismunandi tegundir viðar utanhúss, fæst bæði glær og í fjölda lita.
VIÐAR ÞEKJANDI
Hálfþekjandi viðarvörn
Tinova Transparent Exterior
Tinova Transparent Exterior er hálfmött, hálfþekjandi hátækniviðarvörn með mikla endingu fyrir tréverk utanhúss. Tinova Transparent Exterior dregur fram viðaræðarnar og færir líf í áferð viðarins. Efnið er sérstaklega framleitt fyrir kaldar og norðlægar aðstæður og inniheldur einstakt bindiefni með einkaleyfi sem tryggir betri vörn gegn ágangi veðurs.
Viðarvörn – þekjandi og háfyllandi
Tinova VX 2 in 1 Exterior
Tinova VX 2 in 1 Exterior er samsett grunn- og þekjandi alkýðolíu-málning; hún er vatnsþynnanleg og hálfgljáandi, ætluð til málunar á við utanhúss. Tinova VX 2 in 1 Exterior er sérstaklega gerð fyrir kaldar og norðlægar aðstæður og inniheldur bindiefni sem Nordsjö hefur einkaleyfi fyrir, en það tryggir einstaka bindingu við undirlagið og myndar veðurþolna filmu sem ver viðinn sérlega vel. Mælt er með að nota grunnolíuna Tinova Wood Base Oil samhliða til að tryggja framúrskarandi endingu.
Þekjandi og lágfyllandi viðarvörn
Tinova Traditional Exterior Tinova Traditional Exterior er terpentínuþynnanleg alkýðolíumálning ætluð á við utanhúss. Olían dregur fram viðaræðarnar og gefur þekjandi og jafna áferð bæði á gamlan og nýjan við. Ef Tinova Traditional Exterior er notuð samhliða Tinova Wood Base Oil og Tinova Traditional Primer Exterior má búast við að ending málningarinnar verði allt að átta ár við eðlilegar aðstæður.
Ekta trétjara
Äkta Trätjära
Ekta trétjara er skógarafurð og þegar viðarflötur er meðhöndlaður með henni færast náttúruleg efni sem sjálft tréð notar sér til varnar yfir á viðarflötinn og hjálpar honum þar með að þola raka á sama tíma og viðurinn nær að anda. Tjaran hefur náttúrulega eiginleika til að smjúga djúpt inn í viðinn og verndar hann í mörg ár. Hún er grunnurinn í lituðu trétjöruefnunum frá Auson, í grámaefni (trétjörujárnsúlfati) og ljósu tréolíunni. Ekta trétjara er dökkbrún á lit en þar sem hún inniheldur engin litarefni verður hún ljós með tímanum. Ekta trétjara er hrein náttúruafurð ætluð til yfirborðsmeðferðar á timburhúsum, þakskífum, bátum, girðingum, staurum, o.fl. Hún hentar einnig við meðhöndlun á hófum og klaufum búfénaðs. Einnig er hún oft notuð á við í hesthúsum til að koma í veg fyrir að hestar nagi viðinn. Sérstakt notkunarsvið er kirkjuþök með þakskífum þar sem sóst er eftir tiltölulega dökkum lit.
Svarttjara
Svarttjara Svarttjara er lituð trétjara ætluð til yfirborðsmeðferðar á við utanhúss. Hún hefur verndandi eiginleika og er betrumbætt svo hún hentar víða, m.a. í málun eldri og nútíma timburhúsa. Tjaran smýgur vel inn í viðinn og svarta litarefnið verndar gegn UV-geislun sólarinnar ásamt því að gefa fletinum fallegan lit. Svarttjara er notað við málun á nýtt timbur á húsveggjum, girðingastaura, útigeymslur o.fl.