VIÐAR PALLAOLÍA
Viðar pallaolía er ætluð til notkunar á við utanhúss, til þess að koma í veg fyrir vatnsupptöku.
Olían inniheldur efni til varnar sveppa- og gróðurmyndun.
Viðar pallolía frískar útlit viðarins, kemur í veg fyrir ofþornun og sprungumyndun.
Notkun:
Viðar pallaolía er ætluð til notkunar á þrýstivarinn við, furu, tekk, eik, harðvið o.fl. Olían hentar sérlega vel á sólpalla og viðarhúsgögn.
Related products
Ekta trétjara
Äkta Trätjära
Ekta trétjara er skógarafurð og þegar viðarflötur er meðhöndlaður með henni færast náttúruleg efni sem sjálft tréð notar sér til varnar yfir á viðarflötinn og hjálpar honum þar með að þola raka á sama tíma og viðurinn nær að anda. Tjaran hefur náttúrulega eiginleika til að smjúga djúpt inn í viðinn og verndar hann í mörg ár. Hún er grunnurinn í lituðu trétjöruefnunum frá Auson, í grámaefni (trétjörujárnsúlfati) og ljósu tréolíunni. Ekta trétjara er dökkbrún á lit en þar sem hún inniheldur engin litarefni verður hún ljós með tímanum. Ekta trétjara er hrein náttúruafurð ætluð til yfirborðsmeðferðar á timburhúsum, þakskífum, bátum, girðingum, staurum, o.fl. Hún hentar einnig við meðhöndlun á hófum og klaufum búfénaðs. Einnig er hún oft notuð á við í hesthúsum til að koma í veg fyrir að hestar nagi viðinn. Sérstakt notkunarsvið er kirkjuþök með þakskífum þar sem sóst er eftir tiltölulega dökkum lit.
Grunnolía
Tinova Wood Base Oil
Tinova Wood Base Oil er fljótandi, glær viðarvörn sem notuð er gegn fúasveppi og grágeit á við. Efnið er borið á með pensli eða því úðað á viðinn. Tinova Wood Base Oil er grunnolía sem myndar ekki filmu, hún smýgur vel inn í viðinn, veitir mikla vernd gegn raka og kemur í veg fyrir sprungumyndun.
Gultjara
Gultjara
Gultjara er lituð trétjara í fallegum okkurgulum lit og er ætluð til yfirborðsmeðferðar á við utanhúss. Gultjara hefur einstaklega verndandi eiginleika enda framleidd úr náttúrulegum efnum sem tréð sjálft notar gegn örverum. Tjaran hentar víða, m.a. við málun eldri og nútíma timburhúsa. Gultjara smýgur vel inn í viðinn og gula litarefnið verndar hann gegn UV-geislun sólarinnar ásamt því að gefa fletinum fallegan mattan lit.
Kínaolía
Kínaolía
Kínaolía eða tungviðarolía er unnin úr fræjum tungtrésins. Örsmáar sameindirnar í olíunni gera henni mögulegt að ganga nægilega langt inn í viðinn og koma þannig í veg fyrir vatnsupptöku í honum. Olían hefur verið notuð um aldir á allar viðartegundir til að koma í veg fyrir sprungumyndun og upptöku vatns eða raka. Kínaolían er blanda af tungolíu, línolíu og leysiefni og má nota bæði innan- og utanhúss. Hún hentar á allan við, einnig á harðvið, s.s. tekk og mahóní. Hún er notuð jafnt á garðhúsgögn, palla, skjólveggi, kúptan panel, glugga, hurðir og báta.
Pallaolía
Tinova Traditional Allround Oil
Tinova Traditional Allround Oil er pallaolía sem hefur einstaka eiginleika til að smjúga vel inn í við og hindrar þannig rakaupptöku, minnkar sprungumyndun og viðheldur náttúrulegu útliti viðarins. Tinova Traditional Allround Oil er ætluð til notkunar á mismunandi tegundir viðar utanhúss, fæst bæði glær og í fjölda lita.