VIÐAR ÞEKJANDI
VIÐAR ÞEKJANDI er þekjandi viðarmálning byggð upp af alkýð/línolíu bindiefnum. Málningin er létt í vinnslu, flýtur vel og myndar þekjandi filmu án þess að viðarmynstrið tapist. Málningin hefur mjög góða smýgni og vætieiginleika á viðarfleti, ásamt því að mynda vatnsfráhrindandi og veðurþolna filmu og henta því íslenskum aðstæðum sérstaklega vel. VIÐAR ÞEKJANDI inniheldur efni sem vernda viðinn gegn niðurbrotsáhrifum sólarinnar og efni til varnar gegn sveppa- og gróðurmyndun.
Notkun:
VIÐAR ÞEKJANDI er ætluð til málunar á nýjan við utanhúss, en er einnig hentug til endurmálunar á fleti málaða með hálfþekjandi eða þekjandi viðarvörn.
Tengdar vörur
Hálfþekjandi viðarvörn
Tinova Transparent Exterior
Tinova Transparent Exterior er hálfmött, hálfþekjandi hátækniviðarvörn með mikla endingu fyrir tréverk utanhúss. Tinova Transparent Exterior dregur fram viðaræðarnar og færir líf í áferð viðarins. Efnið er sérstaklega framleitt fyrir kaldar og norðlægar aðstæður og inniheldur einstakt bindiefni með einkaleyfi sem tryggir betri vörn gegn ágangi veðurs.
Vatnsþynnanlegur trégrunnur
Gultjara
Gultjara
Gultjara er lituð trétjara í fallegum okkurgulum lit og er ætluð til yfirborðsmeðferðar á við utanhúss. Gultjara hefur einstaklega verndandi eiginleika enda framleidd úr náttúrulegum efnum sem tréð sjálft notar gegn örverum. Tjaran hentar víða, m.a. við málun eldri og nútíma timburhúsa. Gultjara smýgur vel inn í viðinn og gula litarefnið verndar hann gegn UV-geislun sólarinnar ásamt því að gefa fletinum fallegan mattan lit.
VIÐAR PALLAOLÍA
Þekjandi og lágfyllandi viðarvörn
Tinova Traditional Exterior Tinova Traditional Exterior er terpentínuþynnanleg alkýðolíumálning ætluð á við utanhúss. Olían dregur fram viðaræðarnar og gefur þekjandi og jafna áferð bæði á gamlan og nýjan við. Ef Tinova Traditional Exterior er notuð samhliða Tinova Wood Base Oil og Tinova Traditional Primer Exterior má búast við að ending málningarinnar verði allt að átta ár við eðlilegar aðstæður.
Viðarvörn – þekjandi og háfyllandi
Tinova VX 2 in 1 Exterior
Tinova VX 2 in 1 Exterior er samsett grunn- og þekjandi alkýðolíu-málning; hún er vatnsþynnanleg og hálfgljáandi, ætluð til málunar á við utanhúss. Tinova VX 2 in 1 Exterior er sérstaklega gerð fyrir kaldar og norðlægar aðstæður og inniheldur bindiefni sem Nordsjö hefur einkaleyfi fyrir, en það tryggir einstaka bindingu við undirlagið og myndar veðurþolna filmu sem ver viðinn sérlega vel. Mælt er með að nota grunnolíuna Tinova Wood Base Oil samhliða til að tryggja framúrskarandi endingu.
Viðarvörn – þekjandi og háfyllandi
Professional VX+ 2 in 1
Professional VX+ 2 in 1 er samsett grunn- og þekjandi alkýðolíumálning; hún er vatnsþynnanleg og hálfgljáandi, ætluð til málunar á við utanhúss. Professional VX+ 2 in 1 er sérstaklega gerð fyrir kaldar og norðlægar aðstæður og inniheldur bindiefni sem Nordsjö hefur einkaleyfi fyrir, en það tryggir einstaka bindingu við undirlagið og myndar veðurþolna filmu sem ver viðinn sérlega vel. Ef Professional VX+ 2 in 1 er notuð samhliða Tinova Wood Base Oil má gera ráð fyrir að málningin endist í allt að 12 ár sé rétt staðið að málun í byrjun.
Rauðtjara
Rauðtjara Rauðtjara er lituð trétjara í klassíska sænska koparrauða litnum og er ætluð til yfirborðsmeðferðar á við utanhúss. Rauðtjaran hefur einstaklega verndandi eiginleika enda framleidd úr náttúrulegum efnum sem tréð sjálft notar gegn örverum. Tjaran hentar víða, m.a. við málun eldri og nútíma timburhúsa. Rauðtjaran smýgur vel inn í viðinn og rauða litarefnið verndar hann gegn UV-geislun sólarinnar ásamt því að gefa fletinum fallegan mattan lit.