Brand |
Sérefni |
---|
Svarttjara
Svarttjara Svarttjara er lituð trétjara ætluð til yfirborðsmeðferðar á við utanhúss. Hún hefur verndandi eiginleika og er betrumbætt svo hún hentar víða, m.a. í málun eldri og nútíma timburhúsa. Tjaran smýgur vel inn í viðinn og svarta litarefnið verndar gegn UV-geislun sólarinnar ásamt því að gefa fletinum fallegan lit. Svarttjara er notað við málun á nýtt timbur á húsveggjum, girðingastaura, útigeymslur o.fl.
Fyrirspurn um vöru
Sérefni ehf. voru stofnuð í apríl 2006 og hafa vaxið og dafnað jafnt og þétt og bjóða í dag upp á mjög breitt vöruúrval af málningarefnum, skrautefnum og verkfærum.
Frá upphafi hefur allt kapp verið lagt á góða þjónustu, faglega ráðgjöf og hágæðavörur sem skila árangri og endingu.
Tækniblöð frá Sérefni:
Tengdar vörur
Gluggamálning
Pallaolía
Tinova Traditional Allround Oil
Tinova Traditional Allround Oil er pallaolía sem hefur einstaka eiginleika til að smjúga vel inn í við og hindrar þannig rakaupptöku, minnkar sprungumyndun og viðheldur náttúrulegu útliti viðarins. Tinova Traditional Allround Oil er ætluð til notkunar á mismunandi tegundir viðar utanhúss, fæst bæði glær og í fjölda lita.
Akrýl glugga- og hurðamálning
One Door & Window Tech
One Door & Window Tech er vatnsþynnanleg, hálfgljáandi akrýl-málning sem notast á ómálaða sem málaða gluggakarma, bæði innan- og utanhúss. One Door & Window Tech veitir hámarksvernd á slétta fleti gluggakarmanna, sem og kanta og horn. One Door & Window Tech er mjög fljótþornandi málning sem þýðir að hægt er að ljúka málun dyra og glugga á einum og sama degi. Einstök samsetning gefur mun betri gljáa og litheldni en hefðbundin gluggamálning.
Þakgrunnur
Intertuf 203
Intertuf 203 viðloðunar- og ryðvarnargrunnurinn er alhliða grunnur fyrir málma og klæðningar. Hann er vinylbundinn og sápast ekki á alkalísku galvanundirlagi. Intertuf 203 inniheldur míkró-álflögur sem þétta og styrkja málningarfilmuna gegn tæringu. Grunnurinn er hraðþornandi og hentar því vel íslenskum aðstæðum. Að mála þök
Nanóakrýl
One Super Tech
One Super Tech er sjálfhreinsandi vatnsþynnanleg akrýlmálning til notkunar á tréverk. Vegna einstakra eiginleika málningarinnar, sem byggir á nanó-tækni, helst hinn málaði flötur hreinn þar sem regnvatn tekur með sér óhreinindi af honum. One Super Tech er afar vel þekjandi málning sem gefur jafnt yfirborð og heldur lit sínum vel. Ef One Super Tech málningin er notuð samhliða Tinova Wood Base Oil og Tinova Primer Exterior endist málningin upp undir 16 ár við eðlilegar aðstæður. One Super Tech hentar einnig á litaðar klæðningar, grunnmálað bárujárn og steinsteypta fleti utanhúss.
Þekjandi og lágfyllandi viðarvörn
Tinova Traditional Exterior Tinova Traditional Exterior er terpentínuþynnanleg alkýðolíumálning ætluð á við utanhúss. Olían dregur fram viðaræðarnar og gefur þekjandi og jafna áferð bæði á gamlan og nýjan við. Ef Tinova Traditional Exterior er notuð samhliða Tinova Wood Base Oil og Tinova Traditional Primer Exterior má búast við að ending málningarinnar verði allt að átta ár við eðlilegar aðstæður.
Sveppaeyðandi hreinsiefni
Gultjara
Gultjara
Gultjara er lituð trétjara í fallegum okkurgulum lit og er ætluð til yfirborðsmeðferðar á við utanhúss. Gultjara hefur einstaklega verndandi eiginleika enda framleidd úr náttúrulegum efnum sem tréð sjálft notar gegn örverum. Tjaran hentar víða, m.a. við málun eldri og nútíma timburhúsa. Gultjara smýgur vel inn í viðinn og gula litarefnið verndar hann gegn UV-geislun sólarinnar ásamt því að gefa fletinum fallegan mattan lit.