Brand |
Sérefni |
---|
Vatnsfæla
Murtex Waterproof
Murtex Waterproof er vatnsfæla af gerðinni sílan/síloxan í formi þykknis sem skal vatnsþynna með vatni fyrir notkun. Efnið hrindir frá sér óhreinindum og veitir vatnsvörn en hleypir engu að síður raka út úr múrnum. Murtex Waterproof notast á steypta fleti, pússaða og ópússaða, sem og múrsteinsveggi. Einnig má efnið standa eitt og sér á sjónsteypu, steiningar- og skeljasandsklæðningum o.fl.
Fyrirspurn um vöru
Sérefni ehf. voru stofnuð í apríl 2006 og hafa vaxið og dafnað jafnt og þétt og bjóða í dag upp á mjög breitt vöruúrval af málningarefnum, skrautefnum og verkfærum.
Frá upphafi hefur allt kapp verið lagt á góða þjónustu, faglega ráðgjöf og hágæðavörur sem skila árangri og endingu.
Tækniblöð frá Sérefni:
Tengdar vörur
Viðarvörn – þekjandi og háfyllandi
Professional VX+ 2 in 1
Professional VX+ 2 in 1 er samsett grunn- og þekjandi alkýðolíumálning; hún er vatnsþynnanleg og hálfgljáandi, ætluð til málunar á við utanhúss. Professional VX+ 2 in 1 er sérstaklega gerð fyrir kaldar og norðlægar aðstæður og inniheldur bindiefni sem Nordsjö hefur einkaleyfi fyrir, en það tryggir einstaka bindingu við undirlagið og myndar veðurþolna filmu sem ver viðinn sérlega vel. Ef Professional VX+ 2 in 1 er notuð samhliða Tinova Wood Base Oil má gera ráð fyrir að málningin endist í allt að 12 ár sé rétt staðið að málun í byrjun.
Kínaolía
Kínaolía
Kínaolía eða tungviðarolía er unnin úr fræjum tungtrésins. Örsmáar sameindirnar í olíunni gera henni mögulegt að ganga nægilega langt inn í viðinn og koma þannig í veg fyrir vatnsupptöku í honum. Olían hefur verið notuð um aldir á allar viðartegundir til að koma í veg fyrir sprungumyndun og upptöku vatns eða raka. Kínaolían er blanda af tungolíu, línolíu og leysiefni og má nota bæði innan- og utanhúss. Hún hentar á allan við, einnig á harðvið, s.s. tekk og mahóní. Hún er notuð jafnt á garðhúsgögn, palla, skjólveggi, kúptan panel, glugga, hurðir og báta.
Pallaolía
Tinova Traditional Allround Oil
Tinova Traditional Allround Oil er pallaolía sem hefur einstaka eiginleika til að smjúga vel inn í við og hindrar þannig rakaupptöku, minnkar sprungumyndun og viðheldur náttúrulegu útliti viðarins. Tinova Traditional Allround Oil er ætluð til notkunar á mismunandi tegundir viðar utanhúss, fæst bæði glær og í fjölda lita.
Hvítur bindigrunnur
Alpha Aquafix Opaque
Alpha Aquafix Opaque er vatnsþynnanlegur, hvítur akrýlbindigrunnur, ætlaður til notkunar utanhúss á steinsteypu, múrklæðningar, múrstein o.fl. Alpha Aquafix Opaque bindur sig vel við gleypið undirlag og eykur viðloðun fyrir málningu. Grunnurinn þekur vel, sápast ekki og hleypir raka í gegnum sig. Hægt er að mála yfir Alpha Aquafix Opaque með hefðbundinni akrýlmálningu og steinsílanmálningu.
Terpentínuþynnanlegur trégrunnur
Akrýlmálning, innan- og utanhúss
Professional P6
Professional P6 er vatnsþynnanleg, slitsterk, mött akrýlmálning með góða öndunareiginleika og veðurþolið yfirborð. Hún er ætluð til notkunar innanhúss á grunnmálaða spartlaða fleti í nýbyggingum eða til almennrar endurmálunar. Professional P6 hentar einnig utanhúss á steinsteypta fleti (athugið að á múrklæðningar skal nota steinsílanmálningu, þ.e. Murtex Siloxane eða Alphaloxan Flex).
Viðarvörn – þekjandi og háfyllandi
Tinova VX 2 in 1 Exterior
Tinova VX 2 in 1 Exterior er samsett grunn- og þekjandi alkýðolíu-málning; hún er vatnsþynnanleg og hálfgljáandi, ætluð til málunar á við utanhúss. Tinova VX 2 in 1 Exterior er sérstaklega gerð fyrir kaldar og norðlægar aðstæður og inniheldur bindiefni sem Nordsjö hefur einkaleyfi fyrir, en það tryggir einstaka bindingu við undirlagið og myndar veðurþolna filmu sem ver viðinn sérlega vel. Mælt er með að nota grunnolíuna Tinova Wood Base Oil samhliða til að tryggja framúrskarandi endingu.
Sílikatmálning
Murtex Silicate
Murtex Silicate er einþátta steinefnamálning (e. mineral paint) sem byggir á vatnsglerbindiefni (e. silica waterglass). Hún er ætluð til málunar á steyptum flötum, pússuðum sem ópússuðum, og er einnig heppileg til málunar á múrsteini, gifsplötum og trefjaplötum. Sílíkatefnið í málningunni binst efnatengjum við steinefnaundirlagið og verður þannig órjúfanlegur hluti af yfirborðinu.