Brand |
Sérefni |
---|
Brand |
Sérefni |
---|
Sérefni ehf. voru stofnuð í apríl 2006 og hafa vaxið og dafnað jafnt og þétt og bjóða í dag upp á mjög breitt vöruúrval af málningarefnum, skrautefnum og verkfærum.
Frá upphafi hefur allt kapp verið lagt á góða þjónustu, faglega ráðgjöf og hágæðavörur sem skila árangri og endingu.
Tækniblöð frá Sérefni:
Gultjara er lituð trétjara í fallegum okkurgulum lit og er ætluð til yfirborðsmeðferðar á við utanhúss. Gultjara hefur einstaklega verndandi eiginleika enda framleidd úr náttúrulegum efnum sem tréð sjálft notar gegn örverum. Tjaran hentar víða, m.a. við málun eldri og nútíma timburhúsa. Gultjara smýgur vel inn í viðinn og gula litarefnið verndar hann gegn UV-geislun sólarinnar ásamt því að gefa fletinum fallegan mattan lit.
Murtex Siloxane er vatnsþynnanleg, almött síloxan akrýlmálning (steinsílan) til notkunar utanhúss á steypta fleti, pússaða sem ópússaða. Efnið hefur sérstaka öndunareiginleika og hentar þ.a.l. afar vel á múrklæðningar, þ.e.a.s. þegar útveggir eru einangraðir utanfrá. Við málun á pússaðri steypu er mikilvægt að flöturinn sé þéttur og vel bundinn. Í sumum tilfellum þarf að láta nýjar múrklæðningar standa í allt að eitt ár áður en málað er með Murtex Siloxane og er mikilvægt að fylgja fyrirmælum framleiðanda múrefna og viðgerðarefna um þornunartíma fyrir málun. Murtex Siloxane málningin er einnig ætluð til málunar á alla áður málaða fleti en þeir fletir sem málaðir hafa verið með snowcem eða sílíkatmálningu skal þó ætíð endurmála með sílikatmálningu.
Alphaloxan Flex er teygjanleg síloxan akrýlmálning (steinsílan málning), ætluð til notkunar utanhúss. Í Alphaloxan Flex málningunni sameinast bestu eiginleikar steinefna- og plastmálningar; hún hleypir raka vel í gegnum sig en er regnheldin og afar teygjanleg, jafnvel við lágan lofthita. Hún hentar því afar vel á netsprungna múrklæðningar og steinsteypu. Alphaloxan Flex er ætluð til notkunar jafnt á slétta sem grófa fleti. Framleiðendur múrklæðningar mæla eindregið með síloxan málningu á öll múrkerfi, bæði við nýmálun og endurmálun.
Alphacoat er teygjanlegur, vatnsþynnanlegur fylligrunnur sem inniheldur kvarsefni og er ætlaður til notkunar utanhúss. Fínsendinn mattur grunnurinn hentar vel til fyllingar í netsprungur og víðari sprungur í steinsteypu, múrklæðningar, múrstein og við almennar steypuviðgerðir. Grunnurinn jafnar áferð á viðgerðum á máluðum flötum. Alphacoat sápast ekki, hleypir raka í gegnum sig, hylur einstaklega vel og gulnar ekki með tímanum.
Tinova Traditional Exterior Tinova Traditional Exterior er terpentínuþynnanleg alkýðolíumálning ætluð á við utanhúss. Olían dregur fram viðaræðarnar og gefur þekjandi og jafna áferð bæði á gamlan og nýjan við. Ef Tinova Traditional Exterior er notuð samhliða Tinova Wood Base Oil og Tinova Traditional Primer Exterior má búast við að ending málningarinnar verði allt að átta ár við eðlilegar aðstæður.