Mött vatnsþynnanleg epoxýmálning
Wapex 660 Mat
Wapex 660 Mat er tveggja þátta vatnsþynnanleg epoxýmálning, ætluð til málunar á steypta fleti innanhúss, s.s. veggi og gólf. Wapex 660 Mat hefur einnig góða viðloðun við flísar. Hún er auðveld í notkun, þolir bleytu og kemísk efni vel, er höggþolin og slitsterk. Málningin er létt í þrifum, lyktarlítil, óeldfim og hentar sérlega vel í rýmum þar sem leysiefnamálning er ekki leyfð.
Brand |
Sérefni |
---|
Sérefni ehf. voru stofnuð í apríl 2006 og hafa vaxið og dafnað jafnt og þétt og bjóða í dag upp á mjög breitt vöruúrval af málningarefnum, skrautefnum og verkfærum.
Frá upphafi hefur allt kapp verið lagt á góða þjónustu, faglega ráðgjöf og hágæðavörur sem skila árangri og endingu.
Tækniblöð frá Sérefni:
Related products
Alhliða límspartl
Professional Allround
Professional Allround er alhliða léttspartl sem fyllir einstaklega vel og rýrnar lítið. Spartlið er hentugt til notkunar í nýbyggingum sem og eldra húsnæði. Það er notað við hvers konar spörtlun á byggingarplötum og steyptum flötum, ópússuðum sem pússuðum. Professional Allround hentar sérlega vel til spörtlunar á borða á gips- og veggfóðurssamskeytum en einnig á málaða, mattslípaða fleti í þurrum rýmum innanhúss.
Baðherbergjamálning
Perform+ Bathroom
Perform+ Bathroom er hálfgljáandi, vatnsþynnanleg málning til notkunar innanhúss á steypta veggi, gifs, byggingaplötur, o.fl. Málningin er ætluð á veggi og loft í eldhúsum, baðherbergjum, þvottahúsum, rýmum í sjúkrahúsum, matvælaiðnaði og öðrum þeim rýmum þar sem krafist er mikils slitstyrks, þvottheldni og góðrar endingar. Hún inniheldur mygluvörn og hentar því einstaklega vel í rökum rýmum. Perform+ Bathroom er viðurkennd málning samkvæmt viðmiðunarstaðli MVK fyrir rými sem eiga að þola raka.
Einangrunarmálning
Original Spärrvitt Isolerande
Original Spärrvitt Isolerande er bæði vatnsþynnanlegur hvítur einangrunargrunnur og þekjandi málning sem getur staðið ein og sér sem lokaumferð. Original Spärrvitt Isolerande er heppileg málning til yfirmálunar á loftum eða veggjum sem hafa mislitast vegna raka, sóts, nikótíns, kertanotkunar eða bruna innanhúss. Original Spärrvitt Isolerande inniheldur efni sem stoppar blæðingar frá undirlaginu.
Grófspartl
Professional Grov Professional Grov er afar fyllandi léttspartl, sérlega hentugt þar sem þörf er á efnismikilli fyllingu. Notist á samskeyti og til víðtækari spörtlunar á steypta fleti, ópússaða sem pússaða, og á byggingaplötur. Einnig má nota Professional Grov á mattslípaða málaða fleti í þurrum rýmum innanhúss o.fl.
Límspartl
Professional Maskin
Professional Maskin er fyllandi alhliða léttspartl, hentugt til notkunar í nýbyggingum sem og eldra húsnæði. Notist við hvers konar spörtlun á byggingarplötum og steyptum flötum, ópússuðum sem pússuðum. Spartlið er einstaklega þægilegt til ásetningar með háþrýstisprautum, Bazooka sprautum og spartlboxi. Það má einnig nota á veggfóðurssamskeyti og málaða fleti í þurrum rýmum innanhúss. Vegna sérstakrar efnasamsetningar hentar Professional Maskin spartlið afar vel við lagningu borða í veggjasamskeyti samkvæmt stöðlum HusAMA 11.
Medium spartl
Professional Medium
Professional Medium/LS 104 er fyllandi alhliða léttspartl, sérstaklega þróað til notkunar við endurbætur á eldra húsnæði en hentar einnig vel í nýbyggingum. Notist við hvers konar spörtlun á byggingarplötum og steyptum flötum, ópússuðum sem pússuðum. Professional Medium/LS 104 má einnig nota á veggfóðurssamskeyti og málaða fleti í þurrum rýmum innanhúss o.fl. Vegna sérstakrar efnasamsetningar er spartlið hentugt við lagningu borða í veggjasamskeyti samkvæmt stöðlum HusAMA 11.
S-sprautuspartl
Veggjamálning 7%
Ambiance Silkematt
Ambiance Silkematt er mött vatnsþynnanleg innimálning sem gefur veggjunum fallega silkimatta áferð. Efnið hefur sterkara yfirborð en önnur veggjamálning og er með góða þvottheldni. Ambiance Silkematt er innanhússmálning til notkunar á steypta veggi, pússaða sem ópússaða, gifsveggi, byggingarplötur o.fl.