BETT 10 Innimálning
Lýsing
Bett 10 er vatnsþynnanleg akrýlmálning ætluð á veggi innanhúss. Málningin hentar þar sem óskað er eftir sterkri þvottheldinni og hálfmattri áferð. Bett inniheldur hágæða 100 % hreint akrýlbindiefni sem gefur málningunni afburða þvottheldni, litheldni og mótstöðu gegn gulnun og krítun.
Tæknilegar upplýsingar:
Litir: Ljósir litir
Gljástig: 10
Pakkningar: 1, 4 og 10 lítrar
Efnisnotkun: 8-10 m2/l
Eðlisþyngd: 1,33 kg/l
Þurrefni: 41 % (rúmmál)
Þynnir: Vatn (allt að 10%)
Áhaldahreinsir Vatn
Þurrktími 1 klst
Yfirmálun Lágmark: 3 klst
Hámark: Ekkert
Related products
Baðherbergjagrunnur
Perform+ Bathroom Primer
Perform+ Bathroom Primer er vatnsþynnanlegur, blátónaður, glær grunnur sem inniheldur mygluvörn. Hann notast sem viðloðunar- og þéttigrunnur í rökum rýmum en einnig sem límgrunnur fyrir glertrefjastriga. Grunnurinn binst undirlaginu vel og býr til heilt og varanlegt, vatns- og rakaþétt undirlag. Perform+ Bathroom Primer er viðurkenndur grunnur samkvæmt viðmiðunarstaðli MVK fyrir rými sem þola eiga raka.
Einangrunarmálning
Original Spärrvitt Isolerande
Original Spärrvitt Isolerande er bæði vatnsþynnanlegur hvítur einangrunargrunnur og þekjandi málning sem getur staðið ein og sér sem lokaumferð. Original Spärrvitt Isolerande er heppileg málning til yfirmálunar á loftum eða veggjum sem hafa mislitast vegna raka, sóts, nikótíns, kertanotkunar eða bruna innanhúss. Original Spärrvitt Isolerande inniheldur efni sem stoppar blæðingar frá undirlaginu.
Gifsspartl
Húsgagnalakk
Medium sprautuspartl
Professional Medium Sprutspackel
Professional Medium/LS 104 Sprutspackel er fyllandi alhliða léttspartl, hentugt til sprautunar jafnt í nýbyggingum sem eldra húsnæði. Notist við hverskonar spörtlun á byggingaplötum og steyptum flötum, ópússuðum sem pússuðum. Spartlið má einnig nota á veggfóðurssamskeyti og mattslípaða málaða fleti í þurrum rýmum innanhúss. Vegna sérstakrar efnasamsetningar hentar það vel við lagningu borða í veggjasamskeyti samkvæmt stöðlum HusAMA 11.
Pólýúretan lakk 40%
Ambiance Superfinish Halvblank Ambiance Superfinish Halvblank er vatnsþynnanlegt akrýllakk, styrkt með pólýúretan. Lakkið hefur einstaklega fallega silkimatta áferð og er ætlað til málunar á eldhúskápum, hurðum, körmum, sökklum, listum o.fl. Það hentar einnig vel á ryðvarðar plötur og stálhluti innanhúss. Ambiance Superfinish Halvblank hefur afar gott flot, þekur vel og myndar mjög slitsterka og þvottheldna málningarfilmu sem gulnar ekki með tímanum.
Rúlluspartl
Professional Rullspackel
Professional Rullspackel er fyllandi alhliða léttspartl ætlað til rúlluspörtlunar innanhúss og er sérstaklega þróað til notkunar við endurbætur á eldra húsnæði en hentar einnig vel í nýbyggingum. Notist við hvers konar spörtlun á byggingaplötum og steyptum flötum, ópússuðum sem pússuðum. Professional Rullspackel má einnig nota á veggfóðurssamskeyti og málaða fleti í þurrum rýmum innanhúss o.fl. Vegna sérstakrar efnasamsetningar Professional Rullspackel er spartlið hentugt við lagningu borða í veggjasamskeyti samkvæmt stöðlum HusAMA 11.