Brand |
Sérefni |
---|
Professional Microdispers er alkalíþolinn, vatnsþynnanlegur akrýlbindigrunnur, blátónaður og gelkenndur. Grunninn má nota innan- og utanhúss á pússaða og ópússaða steypta fleti, gifsplötur, steintrefjaplötur og spartlaða fleti. Hann bindur sig vel við gleypið undirlag og eykur viðloðun fyrir málningu. Professional Microdispers skal ætíð nota sem bindigrunn á kalkmálaða fleti við endurmálun með innimálningu.
Brand |
Sérefni |
---|
Sérefni ehf. voru stofnuð í apríl 2006 og hafa vaxið og dafnað jafnt og þétt og bjóða í dag upp á mjög breitt vöruúrval af málningarefnum, skrautefnum og verkfærum.
Frá upphafi hefur allt kapp verið lagt á góða þjónustu, faglega ráðgjöf og hágæðavörur sem skila árangri og endingu.
Tækniblöð frá Sérefni:
Original Häftgrund er vatnsþynnanlegur, akrýlbundinn viðloðunar- og slípigrunnur fyrir ómálaða fleti og sem undirlag fyrir yfirmálun. Original Häftgrund er fyrst og fremst ætlaður til innanhússnotkunar á viðarfleti. Vegna einstakra viðloðunareiginleika má einnig nota grunninn á flísar, límtré, krossvið, hart PVC plast, lakkað tréverk og fleira.
Original Snickerifärg Blank er gelað, vatnsþynnanlegt, gljáandi og mjög vel þekjandi akrýllakk sem er auðvelt í notkun og hentugt til málunar innanhúss, t.d. á hurðum, gluggum og listum. Lakkið hentar einnig á járn og stál innanhúss. Það rennur einkar vel út, þekur vel og myndar slitsterkt lag sem auðvelt er að þrífa. Original Snickerifärg Blank þolir ágætlega sterk hreinsiefni og gulnar ekki með tímanum.
Ambiance Xtramatt er vatnsþynnanleg innimálning sem hentar vel þegar óskað er eftir almattri áferð á veggjum. Ambiance Xtramatt er ætluð til notkunar á steypta veggi, pússaða sem ópússaða, gifsveggi, byggingarplötur o.fl. Málningin gefur djúpa og dempaða áferð, endurkastar ekki ljósi en dregur fram litinn. Þrátt fyrir að vera almött má strjúka af Ambiance Xtramatt og hentar hún því afar vel í svefnherbergjum og stofum.
Perform+ Bathroom er hálfgljáandi, vatnsþynnanleg málning til notkunar innanhúss á steypta veggi, gifs, byggingaplötur, o.fl. Málningin er ætluð á veggi og loft í eldhúsum, baðherbergjum, þvottahúsum, rýmum í sjúkrahúsum, matvælaiðnaði og öðrum þeim rýmum þar sem krafist er mikils slitstyrks, þvottheldni og góðrar endingar. Hún inniheldur mygluvörn og hentar því einstaklega vel í rökum rýmum. Perform+ Bathroom er viðurkennd málning samkvæmt viðmiðunarstaðli MVK fyrir rými sem eiga að þola raka.
Professional Grov Professional Grov er afar fyllandi léttspartl, sérlega hentugt þar sem þörf er á efnismikilli fyllingu. Notist á samskeyti og til víðtækari spörtlunar á steypta fleti, ópússaða sem pússaða, og á byggingaplötur. Einnig má nota Professional Grov á mattslípaða málaða fleti í þurrum rýmum innanhúss o.fl.