Trétjörujárnsúlfat grámaefni
Trétjörujárnsúlfat – grámaefni
Trétjörujárnsúlfat (s. Tjärvitriol) er skógarafurð og þegar viðarflötur er meðhöndlaður með því færast náttúruleg efni sem sjálft tréð notar sér til varnar yfir á viðarflötinn og gerir honum þannig kleift að þola raka á sama tíma og hann nær að anda.Trétjörujárnsúlfat inniheldur einungis þrjú innihaldsefni: trétjöru, balsamterpentínu og grátt litarefni. Ætlað á greni og furu og hentar víða, m.a. við málun eldri og nútíma timburhúsa. Efnið er brúnleitt til að byrja með en þegar tjaran þrengir sér inn í viðinn til að verja það innanfrá, verður gráa litarefnið eftir utaná og gefur viðnum stílhreinan, hlýjan gráma. Ferlið getur tekið mislangan tíma eftir gerð og ástandi viðarins. Veggir sem eru í miklu sólarljósi mattast meira en þeir sem standa í skugga. Trétjörujárnsúlfat má nota á ómeðhöndlaðan við, við sem hefur þegar verið meðhöndlaður með efninu eða tjargaðan við.
Brand |
Sérefni |
---|
Sérefni ehf. voru stofnuð í apríl 2006 og hafa vaxið og dafnað jafnt og þétt og bjóða í dag upp á mjög breitt vöruúrval af málningarefnum, skrautefnum og verkfærum.
Frá upphafi hefur allt kapp verið lagt á góða þjónustu, faglega ráðgjöf og hágæðavörur sem skila árangri og endingu.
Tækniblöð frá Sérefni:
Related products
Gluggamálning
Grunnolía
Tinova Wood Base Oil
Tinova Wood Base Oil er fljótandi, glær viðarvörn sem notuð er gegn fúasveppi og grágeit á við. Efnið er borið á með pensli eða því úðað á viðinn. Tinova Wood Base Oil er grunnolía sem myndar ekki filmu, hún smýgur vel inn í viðinn, veitir mikla vernd gegn raka og kemur í veg fyrir sprungumyndun.
Olíulakk 90%
Rubbol Azura plus
Rubbol Azura plus er hágæða, hágljáandi terpentínuþynnanlegt alkýð pólýúretanlakk ætlað til notkunar innan- og utanhúss. Lakkið er auðvelt í notkun, hylur einstaklega vel, heldur gljáanum og gulnar ekki með tímanum. Rubbol Azura plus er ætlað á við, málm og harðplast og myndar einstaka háglansandi, ógagnsæja gæðafilmu þegar undirlagið hefur verið undirbúið á viðeigandi hátt með Rubbol Primer plus.
Sveppaeyðandi hreinsiefni
Teygjanleg síloxanmálning
Alphaloxan Flex
Alphaloxan Flex er teygjanleg síloxan akrýlmálning (steinsílan málning), ætluð til notkunar utanhúss. Í Alphaloxan Flex málningunni sameinast bestu eiginleikar steinefna- og plastmálningar; hún hleypir raka vel í gegnum sig en er regnheldin og afar teygjanleg, jafnvel við lágan lofthita. Hún hentar því afar vel á netsprungna múrklæðningar og steinsteypu. Alphaloxan Flex er ætluð til notkunar jafnt á slétta sem grófa fleti. Framleiðendur múrklæðningar mæla eindregið með síloxan málningu á öll múrkerfi, bæði við nýmálun og endurmálun.
Teygjanlegur fylligrunnur
Alphacoat
Alphacoat er teygjanlegur, vatnsþynnanlegur fylligrunnur sem inniheldur kvarsefni og er ætlaður til notkunar utanhúss. Fínsendinn mattur grunnurinn hentar vel til fyllingar í netsprungur og víðari sprungur í steinsteypu, múrklæðningar, múrstein og við almennar steypuviðgerðir. Grunnurinn jafnar áferð á viðgerðum á máluðum flötum. Alphacoat sápast ekki, hleypir raka í gegnum sig, hylur einstaklega vel og gulnar ekki með tímanum.
Vatnsþynnanlegur trégrunnur
Þakmálning
Intersheen 579
Intersheen 579 er einþátta akrýlmálning með góða gljá- og litheldni. Efnið er hraðþornandi og hentar því vel íslenskum aðstæðum. Að mála þök