VIÐAR ÞEKJANDI
VIÐAR ÞEKJANDI er þekjandi viðarmálning byggð upp af alkýð/línolíu bindiefnum. Málningin er létt í vinnslu, flýtur vel og myndar þekjandi filmu án þess að viðarmynstrið tapist. Málningin hefur mjög góða smýgni og vætieiginleika á viðarfleti, ásamt því að mynda vatnsfráhrindandi og veðurþolna filmu og henta því íslenskum aðstæðum sérstaklega vel. VIÐAR ÞEKJANDI inniheldur efni sem vernda viðinn gegn niðurbrotsáhrifum sólarinnar og efni til varnar gegn sveppa- og gróðurmyndun.
Notkun:
VIÐAR ÞEKJANDI er ætluð til málunar á nýjan við utanhúss, en er einnig hentug til endurmálunar á fleti málaða með hálfþekjandi eða þekjandi viðarvörn.
Related products
Hálfþekjandi viðarvörn
Tinova Transparent Exterior
Tinova Transparent Exterior er hálfmött, hálfþekjandi hátækniviðarvörn með mikla endingu fyrir tréverk utanhúss. Tinova Transparent Exterior dregur fram viðaræðarnar og færir líf í áferð viðarins. Efnið er sérstaklega framleitt fyrir kaldar og norðlægar aðstæður og inniheldur einstakt bindiefni með einkaleyfi sem tryggir betri vörn gegn ágangi veðurs.
Kínaolía
Kínaolía
Kínaolía eða tungviðarolía er unnin úr fræjum tungtrésins. Örsmáar sameindirnar í olíunni gera henni mögulegt að ganga nægilega langt inn í viðinn og koma þannig í veg fyrir vatnsupptöku í honum. Olían hefur verið notuð um aldir á allar viðartegundir til að koma í veg fyrir sprungumyndun og upptöku vatns eða raka. Kínaolían er blanda af tungolíu, línolíu og leysiefni og má nota bæði innan- og utanhúss. Hún hentar á allan við, einnig á harðvið, s.s. tekk og mahóní. Hún er notuð jafnt á garðhúsgögn, palla, skjólveggi, kúptan panel, glugga, hurðir og báta.
Rauðtjara
Rauðtjara Rauðtjara er lituð trétjara í klassíska sænska koparrauða litnum og er ætluð til yfirborðsmeðferðar á við utanhúss. Rauðtjaran hefur einstaklega verndandi eiginleika enda framleidd úr náttúrulegum efnum sem tréð sjálft notar gegn örverum. Tjaran hentar víða, m.a. við málun eldri og nútíma timburhúsa. Rauðtjaran smýgur vel inn í viðinn og rauða litarefnið verndar hann gegn UV-geislun sólarinnar ásamt því að gefa fletinum fallegan mattan lit.
Terpentínuþynnanlegur trégrunnur
Trétjörujárnsúlfat grámaefni
Trétjörujárnsúlfat - grámaefni
Trétjörujárnsúlfat (s. Tjärvitriol) er skógarafurð og þegar viðarflötur er meðhöndlaður með því færast náttúruleg efni sem sjálft tréð notar sér til varnar yfir á viðarflötinn og gerir honum þannig kleift að þola raka á sama tíma og hann nær að anda.Trétjörujárnsúlfat inniheldur einungis þrjú innihaldsefni: trétjöru, balsamterpentínu og grátt litarefni. Ætlað á greni og furu og hentar víða, m.a. við málun eldri og nútíma timburhúsa. Efnið er brúnleitt til að byrja með en þegar tjaran þrengir sér inn í viðinn til að verja það innanfrá, verður gráa litarefnið eftir utaná og gefur viðnum stílhreinan, hlýjan gráma. Ferlið getur tekið mislangan tíma eftir gerð og ástandi viðarins. Veggir sem eru í miklu sólarljósi mattast meira en þeir sem standa í skugga. Trétjörujárnsúlfat má nota á ómeðhöndlaðan við, við sem hefur þegar verið meðhöndlaður með efninu eða tjargaðan við.