Brand |
Sérefni |
---|
Bakteríudrepandi málning fyrir heilbrigðisstofnanir
Alpha Sanocryl
Alpha Sanocryl er mött, vatnsþynnanleg akrýlmálning með virkum silfurjónum, sérhönnuð til að vinna gegn bakteríum, t.d. E.coli og ónæmum Staphylococcus aureus (MRSA/Mósa). Silfurjónirnar eru ekki skaðlegar heilsu manna en virkni þeirra er sérhæfð við það að bakteríur geta ekki fjölgað sér á yfirborði málningarinnar og drepast því á mjög skömmum tíma. Bakteríueyðandi virkni Alpha Sanocryl eykst við þvott og skrúbbun og hún heldur virkninni alveg jafnvel eftir endurtekinn þvott. Virkni silfurjónanna kemur jafnframt í veg fyrir að mygla þrífist í málningarfilmunni. Blóð, Iso-betadine og önnur sótthreinsiefni skilja ekki eftir sig bletti eftir hreinsun og eru einangruð eftir endurmálun. Auðvelt er að mála með Alpha Sanocryl og hún þekur sérlega vel. Hún hefur langan opnunartíma, er auðveld í viðhaldi og þolir þrif afar vel – uppfyllir hæsta staðal í þvottheldni og rispuþoli. Alpha Sanocryl er lyktarlítil, hraðþornandi og hefur fallega og jafna áferð. Alpha Sanocryl hentar á loft og veggi úr gifsi og steypu, á spartlaða fleti og glertrefjaefni. Mælt er með henni á húsnæði fyrir heilsugæsluþjónustu, opinberar byggingar og víðar þar sem óskað er eftir góðu hreinlæti og draga þarf úr sýkingarhættu. Alpha Sanocryl hentar jafnt við nýmálun sem á áður málaða fleti.
Fyrirspurn um vöru
Sérefni ehf. voru stofnuð í apríl 2006 og hafa vaxið og dafnað jafnt og þétt og bjóða í dag upp á mjög breitt vöruúrval af málningarefnum, skrautefnum og verkfærum.
Frá upphafi hefur allt kapp verið lagt á góða þjónustu, faglega ráðgjöf og hágæðavörur sem skila árangri og endingu.
Tækniblöð frá Sérefni:
Tengdar vörur
Olíugrunnur Nordsjö
Professional Traditional Häftgrund
Professional Traditional Häftgrund er terpentínuþynnanlegur alkýðgrunnur með framúrskarandi viðloðun og góða þekju. Efnið er ætlað til innanhússnotkunar á ómálaða sem málaða fleti. Góð viðloðun Professional Traditional Häftgrund gerir það að verkum að aðeins þarf að léttpússa hála fleti áður en grunnað er. Það á við um flísar, lakkað tréverk, plastfilmuplötur og fleira.
Límspartl
Professional Maskin
Professional Maskin er fyllandi alhliða léttspartl, hentugt til notkunar í nýbyggingum sem og eldra húsnæði. Notist við hvers konar spörtlun á byggingarplötum og steyptum flötum, ópússuðum sem pússuðum. Spartlið er einstaklega þægilegt til ásetningar með háþrýstisprautum, Bazooka sprautum og spartlboxi. Það má einnig nota á veggfóðurssamskeyti og málaða fleti í þurrum rýmum innanhúss. Vegna sérstakrar efnasamsetningar hentar Professional Maskin spartlið afar vel við lagningu borða í veggjasamskeyti samkvæmt stöðlum HusAMA 11.
Kvistalakk
Akrýllakk 40%
Original Snickerifärg Halvblank
Original Snickerifärg Halvblank er gelað, vatnsþynnanlegt, hálf-gljáandi og mjög vel þekjandi akrýllakk. Það er auðvelt í notkun og hentugt til málunar innanhúss, t.d. á dyrakörmum, sökklum og listum. Lakkið má einnig nota á járn og stál innanhúss. Original Snickerifärg Halvblank rennur einkar vel út, þekur vel og gulnar ekki með tímanum.
Gifsspartl
Einangrunarmálning
Original Spärrvitt Isolerande
Original Spärrvitt Isolerande er bæði vatnsþynnanlegur hvítur einangrunargrunnur og þekjandi málning sem getur staðið ein og sér sem lokaumferð. Original Spärrvitt Isolerande er heppileg málning til yfirmálunar á loftum eða veggjum sem hafa mislitast vegna raka, sóts, nikótíns, kertanotkunar eða bruna innanhúss. Original Spärrvitt Isolerande inniheldur efni sem stoppar blæðingar frá undirlaginu.
Parketlakk Nordsjö
Veggjamálning 7%
Ambiance Silkematt
Ambiance Silkematt er mött vatnsþynnanleg innimálning sem gefur veggjunum fallega silkimatta áferð. Efnið hefur sterkara yfirborð en önnur veggjamálning og er með góða þvottheldni. Ambiance Silkematt er innanhússmálning til notkunar á steypta veggi, pússaða sem ópússaða, gifsveggi, byggingarplötur o.fl.