Penslasápa

Penslasápa

Penslasápa er ætluð til að þvo olíumálningu úr penslum og öðrum málningaráhöldum. Sápan vinnur vel á olíu, fitu og tjöru og vinnur þar af leiðandi vel á óþornuðu límkítti svo sem Soudaflex, Sikaflex o.fl. tegundum. Einnig er vitað til að Undri penslasápa hefur verið notuð til þvotta á ullarfatnaði, gólfteppum og fatnaði sem hefur fengið í sig olíumálningu, tyggigúmmí, kertavax, harpix o.fl. Við þvott á málningaráhöldum, svo sem penslum, er pensilinn gegnvættur í efninu þannig að hann mettist allur og sápan látin vinna svolitla stund. Síðan er hann skolaður vel, helst undir rennandi vatni. svanurinn   

Additional information
Brand

Sérefni

About brand

Sérefni ehf. voru stofnuð í apríl 2006 og hafa vaxið og dafnað jafnt og þétt og bjóða í dag upp á mjög breitt vöruúrval af málningarefnum, skrautefnum og verkfærum.

Frá upphafi hefur allt kapp verið lagt á góða þjónustu, faglega ráðgjöf og hágæðavörur sem skila árangri og endingu.

Tækniblöð frá Sérefni: