Sveppaeyðandi hreinsiefni
Original Hustvätt Koncentrat
Original Hustvätt Koncentrat er áhrifaríkt óblandað sótthreinsiefni til notkunar utanhúss gegn myglu, óhreinindum og fitu.
Brand |
Sérefni |
---|
Sérefni ehf. voru stofnuð í apríl 2006 og hafa vaxið og dafnað jafnt og þétt og bjóða í dag upp á mjög breitt vöruúrval af málningarefnum, skrautefnum og verkfærum.
Frá upphafi hefur allt kapp verið lagt á góða þjónustu, faglega ráðgjöf og hágæðavörur sem skila árangri og endingu.
Tækniblöð frá Sérefni:
Related products
Grunnolía
Tinova Wood Base Oil
Tinova Wood Base Oil er fljótandi, glær viðarvörn sem notuð er gegn fúasveppi og grágeit á við. Efnið er borið á með pensli eða því úðað á viðinn. Tinova Wood Base Oil er grunnolía sem myndar ekki filmu, hún smýgur vel inn í viðinn, veitir mikla vernd gegn raka og kemur í veg fyrir sprungumyndun.
Kínaolía
Kínaolía
Kínaolía eða tungviðarolía er unnin úr fræjum tungtrésins. Örsmáar sameindirnar í olíunni gera henni mögulegt að ganga nægilega langt inn í viðinn og koma þannig í veg fyrir vatnsupptöku í honum. Olían hefur verið notuð um aldir á allar viðartegundir til að koma í veg fyrir sprungumyndun og upptöku vatns eða raka. Kínaolían er blanda af tungolíu, línolíu og leysiefni og má nota bæði innan- og utanhúss. Hún hentar á allan við, einnig á harðvið, s.s. tekk og mahóní. Hún er notuð jafnt á garðhúsgögn, palla, skjólveggi, kúptan panel, glugga, hurðir og báta.
Múrakrýl
Alphaliet
Alphaliet er terpentínuþynnanleg akrýlmálning ætluð til notkunar á múr utanhúss. Alphaliet málningin hefur einstaka öndunareiginleika; hún hleypir raka úr steininum auðveldlega í gegnum sig á sama tíma og hún er þétt gegn regni og slagveðri. Vegna þessara eiginleika er ekki nauðsynlegt að steypan sé fyllilega þornuð þegar málningin er borin á. Alphaliet má nota á margs konar steypta fleti, vatnsþynnanlega sementsgrunna, múrhúð, múrstein o.fl. Alphaliet er sjálfgrunnandi, hylur sérlega vel og má bera á múr við lágan lofthita.
Pallahreinsir
Pallaolía
Tinova Traditional Allround Oil
Tinova Traditional Allround Oil er pallaolía sem hefur einstaka eiginleika til að smjúga vel inn í við og hindrar þannig rakaupptöku, minnkar sprungumyndun og viðheldur náttúrulegu útliti viðarins. Tinova Traditional Allround Oil er ætluð til notkunar á mismunandi tegundir viðar utanhúss, fæst bæði glær og í fjölda lita.
Sílikatgrunnur
Terpentínuþynnanlegur trégrunnur
Þakmálning
Intersheen 579
Intersheen 579 er einþátta akrýlmálning með góða gljá- og litheldni. Efnið er hraðþornandi og hentar því vel íslenskum aðstæðum. Að mála þök