Terpentínuþynnanlegur trégrunnur
Tinova Traditional Primer Exterior Tinova Traditional Primer Exterior er terpentínuþynnanlegur alkýðolíugrunnur ætlaður á við utanhúss. Grunnurinn smýgur vel inn í viðinn og hefur góða viðloðun, bæði við nýtt og málað timbur. Tinova Traditional Primer Exterior hindrar rakaupptöku í viði.  
   
| Brand | Sérefni | 
|---|

Sérefni ehf. voru stofnuð í apríl 2006 og hafa vaxið og dafnað jafnt og þétt og bjóða í dag upp á mjög breitt vöruúrval af málningarefnum, skrautefnum og verkfærum.
Frá upphafi hefur allt kapp verið lagt á góða þjónustu, faglega ráðgjöf og hágæðavörur sem skila árangri og endingu.
Tækniblöð frá Sérefni:
Related products
Akrýlmálning, innan- og utanhúss
Professional P6
Professional P6 er vatnsþynnanleg, slitsterk, mött akrýlmálning með góða öndunareiginleika og veðurþolið yfirborð. Hún er ætluð til notkunar innanhúss á grunnmálaða spartlaða fleti í nýbyggingum eða til almennrar endurmálunar. Professional P6 hentar einnig utanhúss á steinsteypta fleti (athugið að á múrklæðningar skal nota steinsílanmálningu, þ.e. Murtex Siloxane eða Alphaloxan Flex). 
Gluggamálning
Nanóakrýl
One Super Tech
One Super Tech er sjálfhreinsandi vatnsþynnanleg akrýlmálning til notkunar á tréverk. Vegna einstakra eiginleika málningarinnar, sem byggir á nanó-tækni, helst hinn málaði flötur hreinn þar sem regnvatn tekur með sér óhreinindi af honum. One Super Tech er afar vel þekjandi málning sem gefur jafnt yfirborð og heldur lit sínum vel. Ef One Super Tech málningin er notuð samhliða Tinova Wood Base Oil og Tinova Primer Exterior endist málningin upp undir 16 ár við eðlilegar aðstæður. One Super Tech hentar einnig á litaðar klæðningar, grunnmálað bárujárn og steinsteypta fleti utanhúss.  
        
        
    
Olíulakk 90%
Rubbol Azura plus
Rubbol Azura plus er hágæða, hágljáandi terpentínuþynnanlegt alkýð pólýúretanlakk ætlað til notkunar innan- og utanhúss. Lakkið er auðvelt í notkun, hylur einstaklega vel, heldur gljáanum og gulnar ekki með tímanum. Rubbol Azura plus er ætlað á við, málm og harðplast og myndar einstaka háglansandi, ógagnsæja gæðafilmu þegar undirlagið hefur verið undirbúið á viðeigandi hátt með Rubbol Primer plus.
Sveppaeyðandi hreinsiefni
Teygjanlegur fylligrunnur
Alphacoat
Alphacoat er teygjanlegur, vatnsþynnanlegur fylligrunnur sem inniheldur kvarsefni og er ætlaður til notkunar utanhúss. Fínsendinn mattur grunnurinn hentar vel til fyllingar í netsprungur og víðari sprungur í steinsteypu, múrklæðningar, múrstein og við almennar steypuviðgerðir. Grunnurinn jafnar áferð á viðgerðum á máluðum flötum. Alphacoat sápast ekki, hleypir raka í gegnum sig, hylur einstaklega vel og gulnar ekki með tímanum.
Viðarvörn – þekjandi og háfyllandi
Tinova VX 2 in 1 Exterior
Tinova VX 2 in 1 Exterior er samsett grunn- og þekjandi alkýðolíu-málning; hún er vatnsþynnanleg og hálfgljáandi, ætluð til málunar á við utanhúss. Tinova VX 2 in 1 Exterior er sérstaklega gerð fyrir kaldar og norðlægar aðstæður og inniheldur bindiefni sem Nordsjö hefur einkaleyfi fyrir, en það tryggir einstaka bindingu við undirlagið og myndar veðurþolna filmu sem ver viðinn sérlega vel. Mælt er með að nota grunnolíuna Tinova Wood Base Oil samhliða til að tryggja framúrskarandi endingu. 
Þakmálning
Intersheen 579
Intersheen 579 er einþátta akrýlmálning með góða gljá- og litheldni. Efnið er hraðþornandi og hentar því vel íslenskum aðstæðum. Að mála þök
 
	
 
				 
				 
		 
		 
		 
		 
		 
		 
		