Brand |
Sérefni |
---|
Votrýmisspartl
Professional Våtrum
Professional Våtrum er fyllandi léttspartl, hentugt til spörtlunar á samskeyttum veggjum í nýbyggingum sem og eldra húsnæði. Það hentar við spörtlun á steyptum flötum, ópússuðum sem pússuðum, byggingarplötum og við lagningu borða í veggjasamskeyti. Efnið er sérstaklega framleitt til notkunar í blautum og rökum rýmum þar sem gerð er krafa um mikið rakaþol. Professional Våtrum er hluti af kerfi vatnsþolinna efna frá Nordsjö sem viðurkennt er í atvinnustétt málara og uppfyllir þeirra staðla.
Product Enquiry
Sérefni ehf. voru stofnuð í apríl 2006 og hafa vaxið og dafnað jafnt og þétt og bjóða í dag upp á mjög breitt vöruúrval af málningarefnum, skrautefnum og verkfærum.
Frá upphafi hefur allt kapp verið lagt á góða þjónustu, faglega ráðgjöf og hágæðavörur sem skila árangri og endingu.
Tækniblöð frá Sérefni:
Related products
Akrýl gólfmálning
Akrýlgrunnur 2
Original Häftgrund Snickeri
Original Häftgrund er vatnsþynnanlegur, akrýlbundinn viðloðunar- og slípigrunnur fyrir ómálaða fleti og sem undirlag fyrir yfirmálun. Original Häftgrund er fyrst og fremst ætlaður til innanhússnotkunar á viðarfleti. Vegna einstakra viðloðunareiginleika má einnig nota grunninn á flísar, límtré, krossvið, hart PVC plast, lakkað tréverk og fleira.
Glær bindigrunnur
Professional Microdispers
Professional Microdispers er alkalíþolinn, vatnsþynnanlegur akrýlbindigrunnur, blátónaður og gelkenndur. Grunninn má nota innan- og utanhúss á pússaða og ópússaða steypta fleti, gifsplötur, steintrefjaplötur og spartlaða fleti. Hann bindur sig vel við gleypið undirlag og eykur viðloðun fyrir málningu. Professional Microdispers skal ætíð nota sem bindigrunn á kalkmálaða fleti við endurmálun með innimálningu.
Grófspartl
Professional Grov Professional Grov er afar fyllandi léttspartl, sérlega hentugt þar sem þörf er á efnismikilli fyllingu. Notist á samskeyti og til víðtækari spörtlunar á steypta fleti, ópússaða sem pússaða, og á byggingaplötur. Einnig má nota Professional Grov á mattslípaða málaða fleti í þurrum rýmum innanhúss o.fl.
Húsgagnalakk
Olíugrunnur Nordsjö
Professional Traditional Häftgrund
Professional Traditional Häftgrund er terpentínuþynnanlegur alkýðgrunnur með framúrskarandi viðloðun og góða þekju. Efnið er ætlað til innanhússnotkunar á ómálaða sem málaða fleti. Góð viðloðun Professional Traditional Häftgrund gerir það að verkum að aðeins þarf að léttpússa hála fleti áður en grunnað er. Það á við um flísar, lakkað tréverk, plastfilmuplötur og fleira.
Pólýúretan lakk 5%
Ambiance Superfinish Helmatt
Ambiance Superfinish Helmatt er almatt, vatnsþynnanlegt pólýúretan akrýllakk, með sérlega góðu floti. Lakkið er ætlað til málunar á eldhúskápum, hurðum, körmum, sökklum, listum o.fl. Það hentar einnig vel á ryðvarðar plötur og stálhluti innanhúss. Ambiance Superfinish Helmatt hefur einstaklega fallega almatta áferð, þekur vel og myndar mjög slitsterka og þvottheldna málningarfilmu sem gulnar ekki með tímanum.
Þiljulakk 10%
Original Panellack Matt Original Panellack Matt er glært og silkimatt, vatnsþynnanlegt lakk til notkunar innanhúss á viðarfleti, svo sem veggjaþiljur, loftaplötur, lista og karma. Original Panellack Matt er með innbyggða vörn sem kemur í veg fyrir gulnun í viðnum. Á álagsfleti eins og eldhúsbekki og borðplötur er fremur mælt með Original Möbellack. Ekki skal heldur nota Original Panellack Matt á dökka fleti, steinveggi, múraða veggi eða veggfóðraða. Mögulegt er að tóna lakkið með litarefnum og nota til að hvítta eða bæsa við.