Sílikatmálning
Murtex Silicate
Murtex Silicate er einþátta steinefnamálning (e. mineral paint) sem byggir á vatnsglerbindiefni (e. silica waterglass). Hún er ætluð til málunar á steyptum flötum, pússuðum sem ópússuðum, og er einnig heppileg til málunar á múrsteini, gifsplötum og trefjaplötum. Sílíkatefnið í málningunni binst efnatengjum við steinefnaundirlagið og verður þannig órjúfanlegur hluti af yfirborðinu.
| Brand |
Sérefni |
|---|

Sérefni ehf. voru stofnuð í apríl 2006 og hafa vaxið og dafnað jafnt og þétt og bjóða í dag upp á mjög breitt vöruúrval af málningarefnum, skrautefnum og verkfærum.
Frá upphafi hefur allt kapp verið lagt á góða þjónustu, faglega ráðgjöf og hágæðavörur sem skila árangri og endingu.
Tækniblöð frá Sérefni:
Related products
Grunnolía
Tinova Wood Base Oil
Tinova Wood Base Oil er fljótandi, glær viðarvörn sem notuð er gegn fúasveppi og grágeit á við. Efnið er borið á með pensli eða því úðað á viðinn. Tinova Wood Base Oil er grunnolía sem myndar ekki filmu, hún smýgur vel inn í viðinn, veitir mikla vernd gegn raka og kemur í veg fyrir sprungumyndun. 
Hvítur bindigrunnur
Alpha Aquafix Opaque
Alpha Aquafix Opaque er vatnsþynnanlegur, hvítur akrýlbindigrunnur, ætlaður til notkunar utanhúss á steinsteypu, múrklæðningar, múrstein o.fl. Alpha Aquafix Opaque bindur sig vel við gleypið undirlag og eykur viðloðun fyrir málningu. Grunnurinn þekur vel, sápast ekki og hleypir raka í gegnum sig. Hægt er að mála yfir Alpha Aquafix Opaque með hefðbundinni akrýlmálningu og steinsílanmálningu.
Síloxanmálning
Murtex Siloxane
Murtex Siloxane er vatnsþynnanleg, almött síloxan akrýlmálning (steinsílan) til notkunar utanhúss á steypta fleti, pússaða sem ópússaða. Efnið hefur sérstaka öndunareiginleika og hentar þ.a.l. afar vel á múrklæðningar, þ.e.a.s. þegar útveggir eru einangraðir utanfrá. Við málun á pússaðri steypu er mikilvægt að flöturinn sé þéttur og vel bundinn. Í sumum tilfellum þarf að láta nýjar múrklæðningar standa í allt að eitt ár áður en málað er með Murtex Siloxane og er mikilvægt að fylgja fyrirmælum framleiðanda múrefna og viðgerðarefna um þornunartíma fyrir málun. Murtex Siloxane málningin er einnig ætluð til málunar á alla áður málaða fleti en þeir fletir sem málaðir hafa verið með snowcem eða sílíkatmálningu skal þó ætíð endurmála með sílikatmálningu.
Sveppaeyðandi hreinsiefni
Terpentínuþynnanlegur trégrunnur
Vatnsfæla
Murtex Waterproof
Murtex Waterproof er vatnsfæla af gerðinni sílan/síloxan í formi þykknis sem skal vatnsþynna með vatni fyrir notkun. Efnið hrindir frá sér óhreinindum og veitir vatnsvörn en hleypir engu að síður raka út úr múrnum. Murtex Waterproof notast á steypta fleti, pússaða og ópússaða, sem og múrsteinsveggi. Einnig má efnið standa eitt og sér á sjónsteypu, steiningar- og skeljasandsklæðningum o.fl.
Vatnsþynnanlegur trégrunnur
Þakmálning
Intersheen 579
Intersheen 579 er einþátta akrýlmálning með góða gljá- og litheldni. Efnið er hraðþornandi og hentar því vel íslenskum aðstæðum. Að mála þök
