Brand |
Sérefni |
---|
Rubbol BL Isoprimer er vatnsþynnanlegur, hraðþornandi og einangrandi akrýlgrunnur, ætlaður til notkunar á við innan- og utanhúss. Rubbol BL Isoprimer kemur í veg fyrir að vessar úr kvistum flestra viðartegunda blæði í gegnum málningarfilmu og hleypir raka frá undirlagi í gegnum sig. Grunnurinn er auðveldur í notkun og hefur afar góða viðloðun við beran við sem og áður málaða fleti með akrýlefni. Mikilvægt er að hreinsa og slípa áður málaða fleti vel áður en Rubbol BL Isoprimer er borinn á.
Brand |
Sérefni |
---|
Sérefni ehf. voru stofnuð í apríl 2006 og hafa vaxið og dafnað jafnt og þétt og bjóða í dag upp á mjög breitt vöruúrval af málningarefnum, skrautefnum og verkfærum.
Frá upphafi hefur allt kapp verið lagt á góða þjónustu, faglega ráðgjöf og hágæðavörur sem skila árangri og endingu.
Tækniblöð frá Sérefni:
Professional Allround er alhliða léttspartl sem fyllir einstaklega vel og rýrnar lítið. Spartlið er hentugt til notkunar í nýbyggingum sem og eldra húsnæði. Það er notað við hvers konar spörtlun á byggingarplötum og steyptum flötum, ópússuðum sem pússuðum. Professional Allround hentar sérlega vel til spörtlunar á borða á gips- og veggfóðurssamskeytum en einnig á málaða, mattslípaða fleti í þurrum rýmum innanhúss.
Ambiance Xtramatt er vatnsþynnanleg innimálning sem hentar vel þegar óskað er eftir almattri áferð á veggjum. Ambiance Xtramatt er ætluð til notkunar á steypta veggi, pússaða sem ópússaða, gifsveggi, byggingarplötur o.fl. Málningin gefur djúpa og dempaða áferð, endurkastar ekki ljósi en dregur fram litinn. Þrátt fyrir að vera almött má strjúka af Ambiance Xtramatt og hentar hún því afar vel í svefnherbergjum og stofum.
Professional Microdispers er alkalíþolinn, vatnsþynnanlegur akrýlbindigrunnur, blátónaður og gelkenndur. Grunninn má nota innan- og utanhúss á pússaða og ópússaða steypta fleti, gifsplötur, steintrefjaplötur og spartlaða fleti. Hann bindur sig vel við gleypið undirlag og eykur viðloðun fyrir málningu. Professional Microdispers skal ætíð nota sem bindigrunn á kalkmálaða fleti við endurmálun með innimálningu.
Professional Grov Professional Grov er afar fyllandi léttspartl, sérlega hentugt þar sem þörf er á efnismikilli fyllingu. Notist á samskeyti og til víðtækari spörtlunar á steypta fleti, ópússaða sem pússaða, og á byggingaplötur. Einnig má nota Professional Grov á mattslípaða málaða fleti í þurrum rýmum innanhúss o.fl.
Professional Maskin er fyllandi alhliða léttspartl, hentugt til notkunar í nýbyggingum sem og eldra húsnæði. Notist við hvers konar spörtlun á byggingarplötum og steyptum flötum, ópússuðum sem pússuðum. Spartlið er einstaklega þægilegt til ásetningar með háþrýstisprautum, Bazooka sprautum og spartlboxi. Það má einnig nota á veggfóðurssamskeyti og málaða fleti í þurrum rýmum innanhúss. Vegna sérstakrar efnasamsetningar hentar Professional Maskin spartlið afar vel við lagningu borða í veggjasamskeyti samkvæmt stöðlum HusAMA 11.
Professional Rullspackel er fyllandi alhliða léttspartl ætlað til rúlluspörtlunar innanhúss og er sérstaklega þróað til notkunar við endurbætur á eldra húsnæði en hentar einnig vel í nýbyggingum. Notist við hvers konar spörtlun á byggingaplötum og steyptum flötum, ópússuðum sem pússuðum. Professional Rullspackel má einnig nota á veggfóðurssamskeyti og málaða fleti í þurrum rýmum innanhúss o.fl. Vegna sérstakrar efnasamsetningar Professional Rullspackel er spartlið hentugt við lagningu borða í veggjasamskeyti samkvæmt stöðlum HusAMA 11.