MUR-SILAN
MUR-SILAN
MUR-SILAN er vatnsfæla, 40% tær lausn af mónósílan, sem smýgur mjög vel inn í öll gljúp steinrík byggingarefni. MUR-SILAN binst steininum órjúfanlegum efnatengjum og gerir hann þannig mjög varanlega vatnsfælinn, án þess að hafa áhrif á rakaflutning í loftkenndu ástandi og truflar því ekki rakaskipti steinsins við umhverfið. Prófað af Rannsóknarstofnun Byggingariðnaðarins. Rannsókn Nr: H03/636.
Brand |
Sérefni |
---|
Sérefni ehf. voru stofnuð í apríl 2006 og hafa vaxið og dafnað jafnt og þétt og bjóða í dag upp á mjög breitt vöruúrval af málningarefnum, skrautefnum og verkfærum.
Frá upphafi hefur allt kapp verið lagt á góða þjónustu, faglega ráðgjöf og hágæðavörur sem skila árangri og endingu.
Tækniblöð frá Sérefni:
Related products
Akrýl vatnsbrettamálning
Alpha Topcoat
Alpha Topcoat er afar teygjanleg og endingargóð vatnsþynnanleg útiveggjamálning með silkimattri áferð. Alpha Topcoat hentar vel á steinsteypt vatnsbretti og lárétta steinfleti því hún er einkar veðurþolin, hleypir raka úr steininum í gegnum sig jafnframt því að hrinda frá sér yfirborðsvatni. Alpha Topcoat hindrar kolsýrumettun og þar með niðurbrot steypunnar. Hún sápast ekki, gulnar ekki og kemur í veg fyrir að óhreinindi festist í málningunni. Alpha Topcoat hentar einkar vel sem lokaumferð ofan á Alphacoat (mjög teygjanleg kvarsmálning), sérstaklega þar sem mikið álag er á steinflötum eða við sprunguviðgerðir.
Múrakrýl
Alphaliet
Alphaliet er terpentínuþynnanleg akrýlmálning ætluð til notkunar á múr utanhúss. Alphaliet málningin hefur einstaka öndunareiginleika; hún hleypir raka úr steininum auðveldlega í gegnum sig á sama tíma og hún er þétt gegn regni og slagveðri. Vegna þessara eiginleika er ekki nauðsynlegt að steypan sé fyllilega þornuð þegar málningin er borin á. Alphaliet má nota á margs konar steypta fleti, vatnsþynnanlega sementsgrunna, múrhúð, múrstein o.fl. Alphaliet er sjálfgrunnandi, hylur sérlega vel og má bera á múr við lágan lofthita.
Pallahreinsir
Teygjanleg síloxanmálning
Alphaloxan Flex
Alphaloxan Flex er teygjanleg síloxan akrýlmálning (steinsílan málning), ætluð til notkunar utanhúss. Í Alphaloxan Flex málningunni sameinast bestu eiginleikar steinefna- og plastmálningar; hún hleypir raka vel í gegnum sig en er regnheldin og afar teygjanleg, jafnvel við lágan lofthita. Hún hentar því afar vel á netsprungna múrklæðningar og steinsteypu. Alphaloxan Flex er ætluð til notkunar jafnt á slétta sem grófa fleti. Framleiðendur múrklæðningar mæla eindregið með síloxan málningu á öll múrkerfi, bæði við nýmálun og endurmálun.
Vatnsfæla
Murtex Waterproof
Murtex Waterproof er vatnsfæla af gerðinni sílan/síloxan í formi þykknis sem skal vatnsþynna með vatni fyrir notkun. Efnið hrindir frá sér óhreinindum og veitir vatnsvörn en hleypir engu að síður raka út úr múrnum. Murtex Waterproof notast á steypta fleti, pússaða og ópússaða, sem og múrsteinsveggi. Einnig má efnið standa eitt og sér á sjónsteypu, steiningar- og skeljasandsklæðningum o.fl.
Vatnsþynnanlegur trégrunnur
Viðarvörn – þekjandi og háfyllandi
Tinova VX 2 in 1 Exterior
Tinova VX 2 in 1 Exterior er samsett grunn- og þekjandi alkýðolíu-málning; hún er vatnsþynnanleg og hálfgljáandi, ætluð til málunar á við utanhúss. Tinova VX 2 in 1 Exterior er sérstaklega gerð fyrir kaldar og norðlægar aðstæður og inniheldur bindiefni sem Nordsjö hefur einkaleyfi fyrir, en það tryggir einstaka bindingu við undirlagið og myndar veðurþolna filmu sem ver viðinn sérlega vel. Mælt er með að nota grunnolíuna Tinova Wood Base Oil samhliða til að tryggja framúrskarandi endingu.
Þakgrunnur
Intertuf 203
Intertuf 203 viðloðunar- og ryðvarnargrunnurinn er alhliða grunnur fyrir málma og klæðningar. Hann er vinylbundinn og sápast ekki á alkalísku galvanundirlagi. Intertuf 203 inniheldur míkró-álflögur sem þétta og styrkja málningarfilmuna gegn tæringu. Grunnurinn er hraðþornandi og hentar því vel íslenskum aðstæðum. Að mála þök