Penslasápa
Penslasápa
Penslasápa er ætluð til að þvo olíumálningu úr penslum og öðrum málningaráhöldum. Sápan vinnur vel á olíu, fitu og tjöru og vinnur þar af leiðandi vel á óþornuðu límkítti svo sem Soudaflex, Sikaflex o.fl. tegundum. Einnig er vitað til að Undri penslasápa hefur verið notuð til þvotta á ullarfatnaði, gólfteppum og fatnaði sem hefur fengið í sig olíumálningu, tyggigúmmí, kertavax, harpix o.fl. Við þvott á málningaráhöldum, svo sem penslum, er pensilinn gegnvættur í efninu þannig að hann mettist allur og sápan látin vinna svolitla stund. Síðan er hann skolaður vel, helst undir rennandi vatni.
| Brand |
Sérefni |
|---|

Sérefni ehf. voru stofnuð í apríl 2006 og hafa vaxið og dafnað jafnt og þétt og bjóða í dag upp á mjög breitt vöruúrval af málningarefnum, skrautefnum og verkfærum.
Frá upphafi hefur allt kapp verið lagt á góða þjónustu, faglega ráðgjöf og hágæðavörur sem skila árangri og endingu.
Tækniblöð frá Sérefni:
Related products
Akrýlmálning 25%
Professional P25
Professional P25 er afar slitsterk, vatnsþynnanleg, hálfgljáandi akrýlmálning sem þekur einstaklega vel og gefur nútímalegt útlit sem hentar vel í rýmum með mikilli náttúrulegri birtu frá stórum gluggum. P25 er einkar heppileg málning fyrir eldhúsveggi, veggi í forstofum og göngum, tómstunda- og skrifstofurýmum, skólum, sjúkrahúsum og í öðru húsnæði þar sem óskað er hálfmattrar áferðar og málningar sem auðvelt er að þrífa. Professional P25 er ætluð til notkunar á grunnmálaða spartlaða fleti í nýbyggingum eða til almennrar endurmálunar innanhúss á steypta fleti, pússaða sem ópússaða, klæðningar af ólíkri gerð, glertrefjavef o.fl.
Gifsspartl
Kvistalakk
Límspartl
Professional Maskin
Professional Maskin er fyllandi alhliða léttspartl, hentugt til notkunar í nýbyggingum sem og eldra húsnæði. Notist við hvers konar spörtlun á byggingarplötum og steyptum flötum, ópússuðum sem pússuðum. Spartlið er einstaklega þægilegt til ásetningar með háþrýstisprautum, Bazooka sprautum og spartlboxi. Það má einnig nota á veggfóðurssamskeyti og málaða fleti í þurrum rýmum innanhúss. Vegna sérstakrar efnasamsetningar hentar Professional Maskin spartlið afar vel við lagningu borða í veggjasamskeyti samkvæmt stöðlum HusAMA 11.
Medium sprautuspartl
Professional Medium Sprutspackel
Professional Medium/LS 104 Sprutspackel er fyllandi alhliða léttspartl, hentugt til sprautunar jafnt í nýbyggingum sem eldra húsnæði. Notist við hverskonar spörtlun á byggingaplötum og steyptum flötum, ópússuðum sem pússuðum. Spartlið má einnig nota á veggfóðurssamskeyti og mattslípaða málaða fleti í þurrum rýmum innanhúss. Vegna sérstakrar efnasamsetningar hentar það vel við lagningu borða í veggjasamskeyti samkvæmt stöðlum HusAMA 11. 
Olíugrunnur Nordsjö
Professional Traditional Häftgrund
Professional Traditional Häftgrund er terpentínuþynnanlegur alkýðgrunnur með framúrskarandi viðloðun og góða þekju. Efnið er ætlað til innanhússnotkunar á ómálaða sem málaða fleti. Góð viðloðun Professional Traditional Häftgrund gerir það að verkum að aðeins þarf að léttpússa hála fleti áður en grunnað er. Það á við um flísar, lakkað tréverk, plastfilmuplötur og fleira.
Rúlluspartl
Professional Rullspackel
Professional Rullspackel er fyllandi alhliða léttspartl ætlað til rúlluspörtlunar innanhúss og er sérstaklega þróað til notkunar við endurbætur á eldra húsnæði en hentar einnig vel í nýbyggingum. Notist við hvers konar spörtlun á byggingaplötum og steyptum flötum, ópússuðum sem pússuðum. Professional Rullspackel má einnig nota á veggfóðurssamskeyti og málaða fleti í þurrum rýmum innanhúss o.fl. Vegna sérstakrar efnasamsetningar Professional Rullspackel er spartlið hentugt við lagningu borða í veggjasamskeyti samkvæmt stöðlum HusAMA 11. 
