Pólýúretan lakk 90%
Rubbol BL Azura
Rubbol BL Azura er hágæða, hágljáandi, vatnsþynnanlegt pólýúretan lakk, ætlað til notkunar innan- og utanhúss. Rubbol BL Azura er auðvelt í notkun, rennur einkar vel út, þornar og harðnar hratt, hefur langan opinn tíma og er afar slitsterkt. Lakkið fyllir vel, er lyktarlítið, hefur góða litheldni og er ekki eldfimt. Rubbol BL Azura er ætlað sem ysta lag á við, PVC harðplast, steypu og gifs og er borið ofan á undirlag af vatnsþynnanlegum grunni. Einnig er það hentugt á hreina og slípaða alkýðgrunna. Notið alltaf vatnsþynnanlega grunna utandyra.
Brand |
Sérefni |
---|
Sérefni ehf. voru stofnuð í apríl 2006 og hafa vaxið og dafnað jafnt og þétt og bjóða í dag upp á mjög breitt vöruúrval af málningarefnum, skrautefnum og verkfærum.
Frá upphafi hefur allt kapp verið lagt á góða þjónustu, faglega ráðgjöf og hágæðavörur sem skila árangri og endingu.
Tækniblöð frá Sérefni:
Related products
Akrýl gólfmálning
Akrýllakk 70%
Original Snickerifärg Blank
Original Snickerifärg Blank er gelað, vatnsþynnanlegt, gljáandi og mjög vel þekjandi akrýllakk sem er auðvelt í notkun og hentugt til málunar innanhúss, t.d. á hurðum, gluggum og listum. Lakkið hentar einnig á járn og stál innanhúss. Það rennur einkar vel út, þekur vel og myndar slitsterkt lag sem auðvelt er að þrífa. Original Snickerifärg Blank þolir ágætlega sterk hreinsiefni og gulnar ekki með tímanum.
Gifsspartl
Kvistalakk
Pólýúretan lakk 5%
Ambiance Superfinish Helmatt
Ambiance Superfinish Helmatt er almatt, vatnsþynnanlegt pólýúretan akrýllakk, með sérlega góðu floti. Lakkið er ætlað til málunar á eldhúskápum, hurðum, körmum, sökklum, listum o.fl. Það hentar einnig vel á ryðvarðar plötur og stálhluti innanhúss. Ambiance Superfinish Helmatt hefur einstaklega fallega almatta áferð, þekur vel og myndar mjög slitsterka og þvottheldna málningarfilmu sem gulnar ekki með tímanum.
Rúlluspartl
Professional Rullspackel
Professional Rullspackel er fyllandi alhliða léttspartl ætlað til rúlluspörtlunar innanhúss og er sérstaklega þróað til notkunar við endurbætur á eldra húsnæði en hentar einnig vel í nýbyggingum. Notist við hvers konar spörtlun á byggingaplötum og steyptum flötum, ópússuðum sem pússuðum. Professional Rullspackel má einnig nota á veggfóðurssamskeyti og málaða fleti í þurrum rýmum innanhúss o.fl. Vegna sérstakrar efnasamsetningar Professional Rullspackel er spartlið hentugt við lagningu borða í veggjasamskeyti samkvæmt stöðlum HusAMA 11.
Veggjamálning 7%
Ambiance Silkematt
Ambiance Silkematt er mött vatnsþynnanleg innimálning sem gefur veggjunum fallega silkimatta áferð. Efnið hefur sterkara yfirborð en önnur veggjamálning og er með góða þvottheldni. Ambiance Silkematt er innanhússmálning til notkunar á steypta veggi, pússaða sem ópússaða, gifsveggi, byggingarplötur o.fl.
Þiljulakk 70%
Original Panellack Blank
Original Panellack Blank er gljáandi, vatnsleysanlegt lakk til notkunar á viðarfleti innanhúss, svo sem lista og karma, panil og hverskonar veggjaplötur og loftaplötur úr viði. Original Panellack Blank þolir vel raka, bleytu, fitu og ýmiss konar hreinsiefni. Efnainnihald lakksins hindrar að það gulni. Við málun eldhúsinnréttinga er ráðlegt að nota frekar Original Möbellack. Mögulegt er að tóna lakkið með litarefnum og nota til að hvítta eða bæsa við.