Brand |
Sérefni |
---|
Vatnsþynnanleg epoxýmálning
Wapex 660
Wapex 660 er tveggja þátta vatnsþynnanleg epoxýmálning, ætluð til málunar á steypta fleti innanhúss, s.s. veggi og gólf. Wapex 660 hefur einnig góða viðloðun við flísar. Hún er auðveld í notkun, þolir bleytu og kemísk efni vel, er höggþolin og slitsterk. Málningin er létt í þrifum, lyktarlítil, óeldfim og hentar sérlega vel í rýmum þar sem leysiefnamálning er ekki leyfð.
Fyrirspurn um vöru
Sérefni ehf. voru stofnuð í apríl 2006 og hafa vaxið og dafnað jafnt og þétt og bjóða í dag upp á mjög breitt vöruúrval af málningarefnum, skrautefnum og verkfærum.
Frá upphafi hefur allt kapp verið lagt á góða þjónustu, faglega ráðgjöf og hágæðavörur sem skila árangri og endingu.
Tækniblöð frá Sérefni:
Tengdar vörur
Medium spartl
Professional Medium
Professional Medium/LS 104 er fyllandi alhliða léttspartl, sérstaklega þróað til notkunar við endurbætur á eldra húsnæði en hentar einnig vel í nýbyggingum. Notist við hvers konar spörtlun á byggingarplötum og steyptum flötum, ópússuðum sem pússuðum. Professional Medium/LS 104 má einnig nota á veggfóðurssamskeyti og málaða fleti í þurrum rýmum innanhúss o.fl. Vegna sérstakrar efnasamsetningar er spartlið hentugt við lagningu borða í veggjasamskeyti samkvæmt stöðlum HusAMA 11.
Parketlakk Nordsjö
Akrýl gólfmálning
Grófspartl
Professional Grov Professional Grov er afar fyllandi léttspartl, sérlega hentugt þar sem þörf er á efnismikilli fyllingu. Notist á samskeyti og til víðtækari spörtlunar á steypta fleti, ópússaða sem pússaða, og á byggingaplötur. Einnig má nota Professional Grov á mattslípaða málaða fleti í þurrum rýmum innanhúss o.fl.
S-sprautuspartl
Pólýúretan lakk 5%
Ambiance Superfinish Helmatt
Ambiance Superfinish Helmatt er almatt, vatnsþynnanlegt pólýúretan akrýllakk, með sérlega góðu floti. Lakkið er ætlað til málunar á eldhúskápum, hurðum, körmum, sökklum, listum o.fl. Það hentar einnig vel á ryðvarðar plötur og stálhluti innanhúss. Ambiance Superfinish Helmatt hefur einstaklega fallega almatta áferð, þekur vel og myndar mjög slitsterka og þvottheldna málningarfilmu sem gulnar ekki með tímanum.
Baðherbergjagrunnur
Perform+ Bathroom Primer
Perform+ Bathroom Primer er vatnsþynnanlegur, blátónaður, glær grunnur sem inniheldur mygluvörn. Hann notast sem viðloðunar- og þéttigrunnur í rökum rýmum en einnig sem límgrunnur fyrir glertrefjastriga. Grunnurinn binst undirlaginu vel og býr til heilt og varanlegt, vatns- og rakaþétt undirlag. Perform+ Bathroom Primer er viðurkenndur grunnur samkvæmt viðmiðunarstaðli MVK fyrir rými sem þola eiga raka.
Akrýllakk 40%
Original Snickerifärg Halvblank
Original Snickerifärg Halvblank er gelað, vatnsþynnanlegt, hálf-gljáandi og mjög vel þekjandi akrýllakk. Það er auðvelt í notkun og hentugt til málunar innanhúss, t.d. á dyrakörmum, sökklum og listum. Lakkið má einnig nota á járn og stál innanhúss. Original Snickerifärg Halvblank rennur einkar vel út, þekur vel og gulnar ekki með tímanum.