VIĐAR HÁLFŢEKJANDI

LÝSING:

VIÐAR HÁLFÞEKJANDI er seigfljótandi viðarvörn sem er létt í vinnslu, slettist ekki og dregur fram viðarmynstur.  Hefur góða smýgni- og vætieiginleika, ásamt því að mynda hálfglansandi, sterka, vatnsfráhrindandi og veðurþolna filmu.  Inniheldur efni til varnar sveppa- og gróðurmyndun.

Litaður VIÐAR HÁLFÞEKJANDI ver viðinn gegn niðurbrotsáhrifum sólarinnar.  

VIÐAR HÁLFÞEKJANDI hentar íslenskum aðstæðum sérlega vel.

VIÐAR HÁLFÞEKJANDI er ætlaður til nota utanhúss, á nýjan við og við með hálþekjandi viðarvörn.


VIĐAR ŢEKJANDI

Lýsing:

VIÐAR ÞEKJANDI er þekjandi viðarmálning byggð upp af alkýð/línolíu bindiefnum.  Málningin er létt í vinnslu, flýtur vel og myndar þekjandi filmu án þess að viðarmynstrið tapist.  Málningin hefur mjög góða smýgni og vætieiginleika á viðarfleti, ásamt því að mynda vatnsfráhrindandi og veðurþolna filmu og henta því íslenskum aðstæðum sérstaklega vel.  VIÐAR ÞEKJANDI inniheldur efni sem vernda viðinn gegn niðurbrotsáhrifum sólarinnar og efni til varnar gegn sveppa- og gróðurmyndun.

Notkun:

VIÐAR ÞEKJANDI er ætluð til málunar á nýjan við utanhúss, en er einnig hentug til endurmálunar á fleti málaða með hálfþekjandi eða þekjandi viðarvörn.

Málningarbúđin
á Facebook

Vörur

Vefumsjón