Almött veggjamálning

Alphacryl Pure Mat SF

Alphacryl Pure Mat SF er almött, vatnsþynnanleg, pólýúretan-styrkt akrýlmálning til notkunar innanhúss. Hún hefur einkar fallega og silkimjúka áferð, endurkastar ekki ljósi en dregur fram dýpt í litum. Alphacryl Pure Mat SF hentar á nær alla gerðir undirlags innandyra. Hún hefur ágætt rispuþol, er slitsterk og auðveld að bera á. Hún hefur einstaka einangrunareiginleika og kemur í veg fyrir að erfiðir blettir, (nikótín, kvistir, sót o.s.frv.) nái að blæða í gegn. Leysiefnalaus og umhverfisvottuð. evropublomid1

Samskeytaspartl

Professional Rems- & Skarv

Professional Rems- och Skarvspackel er háfyllandi, meðalgróft og umhverfisvænt léttspartl sem er sérstaklega þróað til spörtlunar og styrkingar á gifsplötusamskeytum með pappírsborðum. Vegna sérstakrar efnasamsetningar er þetta spartl einstaklega hentugt við lagningu borða í samskeyti samkvæmt stöðlum HusAMA 14. Rems- och Skarvspackel má einnig nota til bletta- og alspörtlunar á veggi og loft úr gifsi og steypu, sem og á trétrefja- og spónaplötur og lík byggingarefni. svanurinn   

Auðþrifin veggjamálning

Perform+ Easy2Clean

Perform+ Easy2Clean er mött vatnsþynnanleg akrýlmálning sem er afar létt og einfalt að þrífa. Hún hentar vel þar sem þörf er á sérlega slitsterku yfirborði, t.d. í eldhúsi, gangi, forstofu og barnaherbergjum. Málningin þekur vel, hefur gott flot og því auðvelt að mála með henni. Perform+ Easy2Clean er ætluð til notkunar á steypta veggi (pússaða sem ópússaða), gifsveggi, byggingarplötur o.fl. svanurinn  

Alhliða hreinsiefni

Original Målartvätt

Original Målartvätt er hreinsi- og affitunarefni sem notast á alla fleti sem mála skal. Original Målartvätt fjarlægir fitu, olíusmit og önnur óhreinindi og gefur með því góða viðloðun málningar við flötinn. Við yfirmálun skal ávallt þvo fleti með Original Målartvätt.

Ofnalakk

Original Elementfärg

Original Elementfärg er vatnsþynnanlegt, hálfgljáandi akrýllakk ætlað til málunar á heitum lögnum, vatnsleiðslum og ofnum. Það er mjög fljótþornandi og gulnar ekki. Original Elementfärg lakkið þekur mjög vel og myndar sterka yfirborðshúð sem þolir mikið álag og hnjask. Létt að þrífa. svanurinn             

Votrýmisspartl

Professional Våtrum

Professional Våtrum er fyllandi léttspartl, hentugt til spörtlunar á samskeyttum veggjum í nýbyggingum sem og eldra húsnæði. Það hentar við spörtlun á steyptum flötum, ópússuðum sem pússuðum, byggingarplötum og við lagningu borða í veggjasamskeyti. Efnið er sérstaklega framleitt til notkunar í blautum og rökum rýmum þar sem gerð er krafa um mikið rakaþol. Professional Våtrum er hluti af kerfi vatnsþolinna efna frá Nordsjö sem viðurkennt er í atvinnustétt málara og uppfyllir þeirra staðla.

S-sprautuspartl

Professional Sprutspackel Professional Sprutspackel er sprautuspartl ætlað á loft og veggi í þurrum rýmum innanhúss. Efnið er fyrst og fremst þróað fyrir víðtæka og mikla notkun á loft og veggi, hvort sem er í nýbyggingum eða eldra húsnæði. Spartlið hentar einnig til að hrauna yfirborð lofta.

Rúlluspartl

Professional Rullspackel

Professional Rullspackel er fyllandi alhliða léttspartl ætlað til rúlluspörtlunar innanhúss og er sérstaklega þróað til notkunar við endurbætur á eldra húsnæði en hentar einnig vel í nýbyggingum. Notist við hvers konar spörtlun á byggingaplötum og steyptum flötum, ópússuðum sem pússuðum. Professional Rullspackel má einnig nota á veggfóðurssamskeyti og málaða fleti í þurrum rýmum innanhúss o.fl. Vegna sérstakrar efnasamsetningar Professional Rullspackel er spartlið hentugt við lagningu borða í veggjasamskeyti samkvæmt stöðlum HusAMA 11. svanurinn

Medium sprautuspartl

Professional Medium Sprutspackel

Professional Medium/LS 104 Sprutspackel er fyllandi alhliða léttspartl, hentugt til sprautunar jafnt í nýbyggingum sem eldra húsnæði. Notist við hverskonar spörtlun á byggingaplötum og steyptum flötum, ópússuðum sem pússuðum. Spartlið má einnig nota á veggfóðurssamskeyti og mattslípaða málaða fleti í þurrum rýmum innanhúss. Vegna sérstakrar efnasamsetningar hentar það vel við lagningu borða í veggjasamskeyti samkvæmt stöðlum HusAMA 11. svanurinn

Medium spartl

Professional Medium

Professional Medium/LS 104 er fyllandi alhliða léttspartl, sérstaklega þróað til notkunar við endurbætur á eldra húsnæði en hentar einnig vel í nýbyggingum. Notist við hvers konar spörtlun á byggingarplötum og steyptum flötum, ópússuðum sem pússuðum. Professional Medium/LS 104 má einnig nota á veggfóðurssamskeyti og málaða fleti í þurrum rýmum innanhúss o.fl. Vegna sérstakrar efnasamsetningar er spartlið hentugt við lagningu borða í veggjasamskeyti samkvæmt stöðlum HusAMA 11. svanurinn

Límspartl

Professional Maskin

Professional Maskin er fyllandi alhliða léttspartl, hentugt til notkunar í nýbyggingum sem og eldra húsnæði. Notist við hvers konar spörtlun á byggingarplötum og steyptum flötum, ópússuðum sem pússuðum. Spartlið er einstaklega þægilegt til ásetningar með háþrýstisprautum, Bazooka sprautum og spartlboxi. Það má einnig nota á veggfóðurssamskeyti og málaða fleti í þurrum rýmum innanhúss. Vegna sérstakrar efnasamsetningar hentar Professional Maskin spartlið afar vel við lagningu borða í veggjasamskeyti samkvæmt stöðlum HusAMA 11.

Grófspartl

Professional Grov Professional Grov er afar fyllandi léttspartl, sérlega hentugt þar sem þörf er á efnismikilli fyllingu. Notist á samskeyti og til víðtækari spörtlunar á steypta fleti, ópússaða sem pússaða, og á byggingaplötur. Einnig má nota Professional Grov á mattslípaða málaða fleti í þurrum rýmum innanhúss o.fl. svanurinn