Showing 19–27 of 40 results

Pallaolía

Tinova Traditional Allround Oil

Tinova Traditional Allround Oil er pallaolía sem hefur einstaka eiginleika til að smjúga vel inn í við og hindrar þannig rakaupptöku, minnkar sprungumyndun og viðheldur náttúrulegu útliti viðarins. Tinova Traditional Allround Oil er ætluð til notkunar á mismunandi tegundir viðar utanhúss, fæst bæði glær og í fjölda lita.  FSC

Rauðtjara

Rauðtjara Rauðtjara er lituð trétjara í klassíska sænska koparrauða litnum og er ætluð til yfirborðsmeðferðar á við utanhúss. Rauðtjaran hefur einstaklega verndandi eiginleika enda framleidd úr náttúrulegum efnum sem tréð sjálft notar gegn örverum. Tjaran hentar víða, m.a. við málun eldri og nútíma timburhúsa. Rauðtjaran smýgur vel inn í viðinn og rauða litarefnið verndar hann gegn UV-geislun sólarinnar ásamt því að gefa fletinum fallegan mattan lit.

Sílikatgrunnur

Murtex Silicate Primer

Murtex Silicate Primer er glær einþátta vatnsglermálning (e. waterglass) ætluð til málunar á gljúpum steyptum flötum, pússuðum sem ópússuðum. Hún er einnig heppileg til málunar á múrstein, gifsplötur og trefjaplötur.

Sílikatmálning

Murtex Silicate

Murtex Silicate er einþátta steinefnamálning (e. mineral paint) sem byggir á vatnsglerbindiefni (e. silica waterglass). Hún er ætluð til málunar á steyptum flötum, pússuðum sem ópússuðum, og er einnig heppileg til málunar á múrsteini, gifsplötum og trefjaplötum. Sílíkatefnið í málningunni binst efnatengjum við steinefnaundirlagið og verður þannig órjúfanlegur hluti af yfirborðinu.

Síloxanmálning

Murtex Siloxane

Murtex Siloxane er vatnsþynnanleg, almött síloxan akrýlmálning (steinsílan) til notkunar utanhúss á steypta fleti, pússaða sem ópússaða. Efnið hefur sérstaka öndunareiginleika og hentar þ.a.l. afar vel á múrklæðningar, þ.e.a.s. þegar útveggir eru einangraðir utanfrá. Við málun á pússaðri steypu er mikilvægt að flöturinn sé þéttur og vel bundinn. Í sumum tilfellum þarf að láta nýjar múrklæðningar standa í allt að eitt ár áður en málað er með Murtex Siloxane og er mikilvægt að fylgja fyrirmælum framleiðanda múrefna og viðgerðarefna um þornunartíma fyrir málun. Murtex Siloxane málningin er einnig ætluð til málunar á alla áður málaða fleti en þeir fletir sem málaðir hafa verið með snowcem eða sílíkatmálningu skal þó ætíð endurmála með sílikatmálningu.

Svarttjara

Svarttjara Svarttjara er lituð trétjara ætluð til yfirborðsmeðferðar á við utanhúss. Hún hefur verndandi eiginleika og er betrumbætt svo hún hentar víða, m.a. í málun eldri og nútíma timburhúsa. Tjaran smýgur vel inn í viðinn og svarta litarefnið verndar gegn UV-geislun sólarinnar ásamt því að gefa fletinum fallegan lit. Svarttjara er notað við málun á nýtt timbur á húsveggjum, girðingastaura, útigeymslur o.fl.

Sveppaeyðandi hreinsiefni

Original Hustvätt Koncentrat

Original Hustvätt Koncentrat er áhrifaríkt óblandað sótthreinsiefni til notkunar utanhúss gegn myglu, óhreinindum og fitu.

Terpentínuþynnanlegur trégrunnur

Tinova Traditional Primer Exterior Tinova Traditional Primer Exterior er terpentínuþynnanlegur alkýðolíugrunnur ætlaður á við utanhúss. Grunnurinn smýgur vel inn í viðinn og hefur góða viðloðun, bæði við nýtt og málað timbur. Tinova Traditional Primer Exterior hindrar rakaupptöku í viði. FSC   

Teygjanleg síloxanmálning

Alphaloxan Flex

Alphaloxan Flex er teygjanleg síloxan akrýlmálning (steinsílan málning), ætluð til notkunar utanhúss. Í Alphaloxan Flex málningunni sameinast bestu eiginleikar steinefna- og plastmálningar; hún hleypir raka vel í gegnum sig en er regnheldin og afar teygjanleg, jafnvel við lágan lofthita. Hún hentar því afar vel á netsprungna múrklæðningar og steinsteypu. Alphaloxan Flex er ætluð til notkunar jafnt á slétta sem grófa fleti. Framleiðendur múrklæðningar mæla eindregið með síloxan málningu á öll múrkerfi, bæði við nýmálun og endurmálun.