Teygjanleg síloxanmálning
Alphaloxan Flex
Alphaloxan Flex er teygjanleg síloxan akrýlmálning (steinsílan málning), ætluð til notkunar utanhúss. Í Alphaloxan Flex málningunni sameinast bestu eiginleikar steinefna- og plastmálningar; hún hleypir raka vel í gegnum sig en er regnheldin og afar teygjanleg, jafnvel við lágan lofthita. Hún hentar því afar vel á netsprungna múrklæðningar og steinsteypu. Alphaloxan Flex er ætluð til notkunar jafnt á slétta sem grófa fleti. Framleiðendur múrklæðningar mæla eindregið með síloxan málningu á öll múrkerfi, bæði við nýmálun og endurmálun.
| Brand |
Sérefni |
|---|

Sérefni ehf. voru stofnuð í apríl 2006 og hafa vaxið og dafnað jafnt og þétt og bjóða í dag upp á mjög breitt vöruúrval af málningarefnum, skrautefnum og verkfærum.
Frá upphafi hefur allt kapp verið lagt á góða þjónustu, faglega ráðgjöf og hágæðavörur sem skila árangri og endingu.
Tækniblöð frá Sérefni:
Related products
Akrýl glugga- og hurðamálning
One Door & Window Tech
One Door & Window Tech er vatnsþynnanleg, hálfgljáandi akrýl-málning sem notast á ómálaða sem málaða gluggakarma, bæði innan- og utanhúss. One Door & Window Tech veitir hámarksvernd á slétta fleti gluggakarmanna, sem og kanta og horn. One Door & Window Tech er mjög fljótþornandi málning sem þýðir að hægt er að ljúka málun dyra og glugga á einum og sama degi. Einstök samsetning gefur mun betri gljáa og litheldni en hefðbundin gluggamálning.
Kínaolía
Kínaolía
Kínaolía eða tungviðarolía er unnin úr fræjum tungtrésins. Örsmáar sameindirnar í olíunni gera henni mögulegt að ganga nægilega langt inn í viðinn og koma þannig í veg fyrir vatnsupptöku í honum. Olían hefur verið notuð um aldir á allar viðartegundir til að koma í veg fyrir sprungumyndun og upptöku vatns eða raka. Kínaolían er blanda af tungolíu, línolíu og leysiefni og má nota bæði innan- og utanhúss. Hún hentar á allan við, einnig á harðvið, s.s. tekk og mahóní. Hún er notuð jafnt á garðhúsgögn, palla, skjólveggi, kúptan panel, glugga, hurðir og báta.
Olíulakk 90%
Rubbol Azura plus
Rubbol Azura plus er hágæða, hágljáandi terpentínuþynnanlegt alkýð pólýúretanlakk ætlað til notkunar innan- og utanhúss. Lakkið er auðvelt í notkun, hylur einstaklega vel, heldur gljáanum og gulnar ekki með tímanum. Rubbol Azura plus er ætlað á við, málm og harðplast og myndar einstaka háglansandi, ógagnsæja gæðafilmu þegar undirlagið hefur verið undirbúið á viðeigandi hátt með Rubbol Primer plus.
Pallaolía
Tinova Traditional Allround Oil
Tinova Traditional Allround Oil er pallaolía sem hefur einstaka eiginleika til að smjúga vel inn í við og hindrar þannig rakaupptöku, minnkar sprungumyndun og viðheldur náttúrulegu útliti viðarins. Tinova Traditional Allround Oil er ætluð til notkunar á mismunandi tegundir viðar utanhúss, fæst bæði glær og í fjölda lita. 
Síloxanmálning
Murtex Siloxane
Murtex Siloxane er vatnsþynnanleg, almött síloxan akrýlmálning (steinsílan) til notkunar utanhúss á steypta fleti, pússaða sem ópússaða. Efnið hefur sérstaka öndunareiginleika og hentar þ.a.l. afar vel á múrklæðningar, þ.e.a.s. þegar útveggir eru einangraðir utanfrá. Við málun á pússaðri steypu er mikilvægt að flöturinn sé þéttur og vel bundinn. Í sumum tilfellum þarf að láta nýjar múrklæðningar standa í allt að eitt ár áður en málað er með Murtex Siloxane og er mikilvægt að fylgja fyrirmælum framleiðanda múrefna og viðgerðarefna um þornunartíma fyrir málun. Murtex Siloxane málningin er einnig ætluð til málunar á alla áður málaða fleti en þeir fletir sem málaðir hafa verið með snowcem eða sílíkatmálningu skal þó ætíð endurmála með sílikatmálningu.
Vatnsfæla
Murtex Waterproof
Murtex Waterproof er vatnsfæla af gerðinni sílan/síloxan í formi þykknis sem skal vatnsþynna með vatni fyrir notkun. Efnið hrindir frá sér óhreinindum og veitir vatnsvörn en hleypir engu að síður raka út úr múrnum. Murtex Waterproof notast á steypta fleti, pússaða og ópússaða, sem og múrsteinsveggi. Einnig má efnið standa eitt og sér á sjónsteypu, steiningar- og skeljasandsklæðningum o.fl.
Vatnsþynnanlegur trégrunnur
Þakgrunnur
Intertuf 203
Intertuf 203 viðloðunar- og ryðvarnargrunnurinn er alhliða grunnur fyrir málma og klæðningar. Hann er vinylbundinn og sápast ekki á alkalísku galvanundirlagi. Intertuf 203 inniheldur míkró-álflögur sem þétta og styrkja málningarfilmuna gegn tæringu. Grunnurinn er hraðþornandi og hentar því vel íslenskum aðstæðum. Að mála þök
