Brand |
Sérefni |
---|
Almött viðarvörn
Supermatt
Supermatt er almött heilþekjandi málning til notkunar utanhúss á timburveggi, glugga og þakkanta. Hún þekur mjög vel og er létt að bera á viðinn. Það er því auðvelt að fá fram fallega áferð. Supermatt er byggð á akrýl/alkýð tækni með sérstöku fyllingarefni sem saman gefa endingargott, slitsterkt og almatt yfirborð. Ef Supermatt er notað samhliða Tinova Wood Base Oil og Tinova Primer Exterior endist málningin í allt að 10 ár við eðlilegar aðstæður.
Product Enquiry
Sérefni ehf. voru stofnuð í apríl 2006 og hafa vaxið og dafnað jafnt og þétt og bjóða í dag upp á mjög breitt vöruúrval af málningarefnum, skrautefnum og verkfærum.
Frá upphafi hefur allt kapp verið lagt á góða þjónustu, faglega ráðgjöf og hágæðavörur sem skila árangri og endingu.
Tækniblöð frá Sérefni:
Related products
Pallahreinsir
Viðarvörn – þekjandi og háfyllandi
Tinova VX 2 in 1 Exterior
Tinova VX 2 in 1 Exterior er samsett grunn- og þekjandi alkýðolíu-málning; hún er vatnsþynnanleg og hálfgljáandi, ætluð til málunar á við utanhúss. Tinova VX 2 in 1 Exterior er sérstaklega gerð fyrir kaldar og norðlægar aðstæður og inniheldur bindiefni sem Nordsjö hefur einkaleyfi fyrir, en það tryggir einstaka bindingu við undirlagið og myndar veðurþolna filmu sem ver viðinn sérlega vel. Mælt er með að nota grunnolíuna Tinova Wood Base Oil samhliða til að tryggja framúrskarandi endingu.
Ekta trétjara
Äkta Trätjära
Ekta trétjara er skógarafurð og þegar viðarflötur er meðhöndlaður með henni færast náttúruleg efni sem sjálft tréð notar sér til varnar yfir á viðarflötinn og hjálpar honum þar með að þola raka á sama tíma og viðurinn nær að anda. Tjaran hefur náttúrulega eiginleika til að smjúga djúpt inn í viðinn og verndar hann í mörg ár. Hún er grunnurinn í lituðu trétjöruefnunum frá Auson, í grámaefni (trétjörujárnsúlfati) og ljósu tréolíunni. Ekta trétjara er dökkbrún á lit en þar sem hún inniheldur engin litarefni verður hún ljós með tímanum. Ekta trétjara er hrein náttúruafurð ætluð til yfirborðsmeðferðar á timburhúsum, þakskífum, bátum, girðingum, staurum, o.fl. Hún hentar einnig við meðhöndlun á hófum og klaufum búfénaðs. Einnig er hún oft notuð á við í hesthúsum til að koma í veg fyrir að hestar nagi viðinn. Sérstakt notkunarsvið er kirkjuþök með þakskífum þar sem sóst er eftir tiltölulega dökkum lit.
Þakmálning
Intersheen 579
Intersheen 579 er einþátta akrýlmálning með góða gljá- og litheldni. Efnið er hraðþornandi og hentar því vel íslenskum aðstæðum. Að mála þök
Teygjanlegur fylligrunnur
Alphacoat
Alphacoat er teygjanlegur, vatnsþynnanlegur fylligrunnur sem inniheldur kvarsefni og er ætlaður til notkunar utanhúss. Fínsendinn mattur grunnurinn hentar vel til fyllingar í netsprungur og víðari sprungur í steinsteypu, múrklæðningar, múrstein og við almennar steypuviðgerðir. Grunnurinn jafnar áferð á viðgerðum á máluðum flötum. Alphacoat sápast ekki, hleypir raka í gegnum sig, hylur einstaklega vel og gulnar ekki með tímanum.
Olíulakk 90%
Rubbol Azura plus
Rubbol Azura plus er hágæða, hágljáandi terpentínuþynnanlegt alkýð pólýúretanlakk ætlað til notkunar innan- og utanhúss. Lakkið er auðvelt í notkun, hylur einstaklega vel, heldur gljáanum og gulnar ekki með tímanum. Rubbol Azura plus er ætlað á við, málm og harðplast og myndar einstaka háglansandi, ógagnsæja gæðafilmu þegar undirlagið hefur verið undirbúið á viðeigandi hátt með Rubbol Primer plus.
Grunnolía
Tinova Wood Base Oil
Tinova Wood Base Oil er fljótandi, glær viðarvörn sem notuð er gegn fúasveppi og grágeit á við. Efnið er borið á með pensli eða því úðað á viðinn. Tinova Wood Base Oil er grunnolía sem myndar ekki filmu, hún smýgur vel inn í viðinn, veitir mikla vernd gegn raka og kemur í veg fyrir sprungumyndun.
Múrakrýl
Alphaliet
Alphaliet er terpentínuþynnanleg akrýlmálning ætluð til notkunar á múr utanhúss. Alphaliet málningin hefur einstaka öndunareiginleika; hún hleypir raka úr steininum auðveldlega í gegnum sig á sama tíma og hún er þétt gegn regni og slagveðri. Vegna þessara eiginleika er ekki nauðsynlegt að steypan sé fyllilega þornuð þegar málningin er borin á. Alphaliet má nota á margs konar steypta fleti, vatnsþynnanlega sementsgrunna, múrhúð, múrstein o.fl. Alphaliet er sjálfgrunnandi, hylur sérlega vel og má bera á múr við lágan lofthita.