Showing 25–36 of 92 results

Show sidebar
Loka

Einnar umferðar sprautulakk

Rubbol BL Easy Spray Semi-Gloss

Rubbol BL Easy Spray Semi-Gloss er hálfmatt, vatnsþynnanlegt akrýllakk, sérhannað fyrir málningarsprautur og ætlað til notkunar innanhúss. Lakkið er mjög auðvelt í sprautun og er hannað til að þekja flötinn í einni umferð við sprautun (hylur kanta einstaklega vel). Það þornar hratt og gulnar ekki með tímanum, hefur gott flot og hægt að leggja þykkt upp. Myndar nær engan úða eða yfirsprey við sprautun. Rubbol BL Easy Spray Semi-Gloss er hannað fyrir málningar-sprautu og er ætlað á viðarglugga, hurðir og viðarklæðningar, en einnig á málm og plastefni (ekki PP eða PE) eftir undirbúning með viðeigandi grunni fyrir lökkun. Lakkið má einnig nota á áður málaða fleti eftir hreinsun og pússun á gamla málningarlaginu. Rubbol BL Easy Spray Semi-Gloss er sérstaklega hentugt og sparar gríðarlegan tíma þegar mála þarf t.d. glugga í nýbyggingu.

Loka

Einnar umferðar veggja- og loftamálning

Alphacryl Easy Spray

Alphacryl Easy Spray er mött, vatnsþynnanleg akrýlmálning, sérhönnuð fyrir málningarsprautur og ætluð til notkunar á veggi og loft innanhúss. Málningin er mjög auðveld í sprautun og er hönnuð til að þekja flötinn í einni umferð. Alphacryl Easy Spray hefur gott flot og langan opnunartíma og er hægt að leggja hana þykkt upp. Hún er lyktarlítil og má nota rýmin strax eftir sprautun. Hún myndar nær engan úða og afar lítil úðaskil á fletinum. Gulnar ekki með tímanum. Alphacryl Easy Spray málningin er hönnuð fyrir málningarsprautu. Hún hentar á steypu, pússaða steinfleti, múr, spartlaða fleti, gifs og spónaplötur, sementstrefjaplötur og veggfóður. Hentar mjög vel á matt og slétt yfirborð ekki síst beint á sprautuspartl. Alphacryl Easy Spray hefur framúrskarandi þekju og sparar gríðarlegan tíma miðað við hefðbundna málningu og málunaraðferðir, t.d. þegar mála þarf veggi og loft í nýbyggingum.

Loka

Ekta trétjara

Äkta Trätjära

Ekta trétjara er skógarafurð og þegar viðarflötur er meðhöndlaður með henni færast náttúruleg efni sem sjálft tréð notar sér til varnar yfir á viðarflötinn og hjálpar honum þar með að þola raka á sama tíma og viðurinn nær að anda. Tjaran hefur náttúrulega eiginleika til að smjúga djúpt inn í viðinn og verndar hann í mörg ár. Hún er grunnurinn í lituðu trétjöruefnunum frá Auson, í grámaefni (trétjörujárnsúlfati) og ljósu tréolíunni. Ekta trétjara er dökkbrún á lit en þar sem hún inniheldur engin litarefni verður hún ljós með tímanum. Ekta trétjara er hrein náttúruafurð ætluð til yfirborðsmeðferðar á timbur­húsum, þakskífum, bátum, girðingum, staurum, o.fl.  Hún hentar einnig við meðhöndlun á hófum og klaufum búfénaðs. Einnig er hún oft notuð á við í hesthúsum til að koma í veg fyrir að hestar nagi viðinn. Sérstakt notkunarsvið er kirkjuþök með þakskífum þar sem sóst er eftir tiltölulega dökkum lit.

Loka

Gifsspartl

Professional Gipsspackel

Professional Gipsspackel er sérstakt hraðþornandi gifsspartl til notkunar á veggi, til fyllingar á holum, á skemmd ytri horn og í samskeyti. Efnið er ætlað til notkunar í þurrum rýmum innanhúss.

Loka

Glær bindigrunnur

Professional Microdispers

Professional Microdispers er alkalíþolinn, vatnsþynnanlegur akrýlbindigrunnur, blátónaður og gelkenndur. Grunninn má nota innan- og utanhúss á pússaða og ópússaða steypta fleti, gifsplötur, steintrefjaplötur og spartlaða fleti. Hann bindur sig vel við gleypið undirlag og eykur viðloðun fyrir málningu. Professional Microdispers skal ætíð nota sem bindigrunn á kalkmálaða fleti við endurmálun með innimálningu.

Loka

Gluggamálning

Tinova Traditional Window

Tinova Traditional Window er hálfglansandi, terpentínuþynnanleg alkýðolíumálning ætluð til nýmálunar eða yfirmálunar á gluggum utanhúss. Tinova Traditional Window veitir hámarksvernd á slétta fleti gluggakarmanna sem og kanta og horn.

Loka

Grófspartl

Professional Grov Professional Grov er afar fyllandi léttspartl, sérlega hentugt þar sem þörf er á efnismikilli fyllingu. Notist á samskeyti og til víðtækari spörtlunar á steypta fleti, ópússaða sem pússaða, og á byggingaplötur. Einnig má nota Professional Grov á mattslípaða málaða fleti í þurrum rýmum innanhúss o.fl. svanurinn

Loka

Grunnmálning undir vatnslökk

Rubbol BL Primer

Rubbol BL Primer er þekjandi, vatnsþynnanlegur pólýúretangrunnur, ætlaður til notkunar innanhúss. Hann er auðveldur í notkun, rennur einkar vel út og þornar og harðnar hratt. Hann sápast ekki, hleypir raka frá undirlagi í gegnum sig og hefur langan opinn tíma. Er ekki eldfimur. Rubbol BL Primer grunnurinn er ætlaður sem fyrsta lag á við, steypu, gifs og PVC (nema pólýolefín plastefni, t.d. PE og PP). Hann er einnig hentugur á fleti sem hafa áður verið málaðir með alkýðmálningu; þá er mikilvægt að hreinsa og slípa fletina fyrir málun. Grunnurinn hefur góða viðloðun við beran við, gifs, áður málaða fleti og ryðvarnargrunna.

Loka

Grunnolía

Tinova Wood Base Oil

Tinova Wood Base Oil er fljótandi, glær viðarvörn sem notuð er gegn fúasveppi og grágeit á við. Efnið er borið á með pensli eða því úðað á viðinn. Tinova Wood Base Oil er grunnolía sem myndar ekki filmu, hún smýgur vel inn í viðinn, veitir mikla vernd gegn raka og kemur í veg fyrir sprungumyndun. FSC

Loka

Gultjara

Gultjara

Gultjara er lituð trétjara í fallegum okkurgulum lit og er ætluð til yfirborðsmeðferðar á við utanhúss. Gultjara hefur einstaklega verndandi eiginleika enda framleidd úr náttúrulegum efnum sem tréð sjálft notar gegn örverum. Tjaran hentar víða, m.a. við málun eldri og nútíma timburhúsa. Gultjara smýgur vel inn í viðinn og gula litarefnið verndar hann gegn UV-geislun sólarinnar ásamt því að gefa fletinum fallegan mattan lit.

Loka

Hálfþekjandi viðarvörn

Tinova Transparent Exterior

Tinova Transparent Exterior er hálfmött, hálfþekjandi hátækniviðarvörn með mikla endingu fyrir tréverk utanhúss. Tinova Transparent Exterior dregur fram viðaræðarnar og færir líf í áferð viðarins. Efnið er sérstaklega framleitt fyrir kaldar og norðlægar aðstæður og inniheldur einstakt bindiefni með einkaleyfi sem tryggir betri vörn gegn ágangi veðurs. FSC  

Loka

Hrein akrýl útimálning

Alphatex IQ Mat

Alphatex IQ Mat er vatnsþynnanleg, mött akrýlmálning (100% akrýlþeyta) með góða öndunareiginleika og lit- og veðurþolið yfirborð. Hún hefur hæsta staðal í þvottheldni og mikið rispuþol, er einkar slitsterk og mjög auðveld að bera á. Hún hefur framúrskarandi þekju og vörn gegn kolun (e. carbonization) steypunnar, gulnar ekki og hreinsar sig vel. Alphatex IQ Mat er mygluvarin og hentar því einnig innandyra, t.d. í baðherbergi og þvottahús.
 
Alphatex IQ Mat er ætluð til notkunar utanhúss á steinsteypu, múrstein o.fl. (athugið að á múrklæðningar/einangrun utanfrá skal nota síloxanmálningu, þ.e. Murtex Siloxane eða Alphaloxan Flex).