Showing 61–72 of 99 results
Penslasápa
Penslasápa
Penslasápa er ætluð til að þvo olíumálningu úr penslum og öðrum málningaráhöldum. Sápan vinnur vel á olíu, fitu og tjöru og vinnur þar af leiðandi vel á óþornuðu límkítti svo sem Soudaflex, Sikaflex o.fl. tegundum. Einnig er vitað til að Undri penslasápa hefur verið notuð til þvotta á ullarfatnaði, gólfteppum og fatnaði sem hefur fengið í sig olíumálningu, tyggigúmmí, kertavax, harpix o.fl. Við þvott á málningaráhöldum, svo sem penslum, er pensilinn gegnvættur í efninu þannig að hann mettist allur og sápan látin vinna svolitla stund. Síðan er hann skolaður vel, helst undir rennandi vatni.
Pólýúretan lakk 40%
Ambiance Superfinish Halvblank Ambiance Superfinish Halvblank er vatnsþynnanlegt akrýllakk, styrkt með pólýúretan. Lakkið hefur einstaklega fallega silkimatta áferð og er ætlað til málunar á eldhúskápum, hurðum, körmum, sökklum, listum o.fl. Það hentar einnig vel á ryðvarðar plötur og stálhluti innanhúss. Ambiance Superfinish Halvblank hefur afar gott flot, þekur vel og myndar mjög slitsterka og þvottheldna málningarfilmu sem gulnar ekki með tímanum.
Pólýúretan lakk 5%
Ambiance Superfinish Helmatt
Ambiance Superfinish Helmatt er almatt, vatnsþynnanlegt pólýúretan akrýllakk, með sérlega góðu floti. Lakkið er ætlað til málunar á eldhúskápum, hurðum, körmum, sökklum, listum o.fl. Það hentar einnig vel á ryðvarðar plötur og stálhluti innanhúss. Ambiance Superfinish Helmatt hefur einstaklega fallega almatta áferð, þekur vel og myndar mjög slitsterka og þvottheldna málningarfilmu sem gulnar ekki með tímanum.
Pólýúretan lakk 90%
Rubbol BL Azura
Rubbol BL Azura er hágæða, hágljáandi, vatnsþynnanlegt pólýúretan lakk, ætlað til notkunar innan- og utanhúss. Rubbol BL Azura er auðvelt í notkun, rennur einkar vel út, þornar og harðnar hratt, hefur langan opinn tíma og er afar slitsterkt. Lakkið fyllir vel, er lyktarlítið, hefur góða litheldni og er ekki eldfimt. Rubbol BL Azura er ætlað sem ysta lag á við, PVC harðplast, steypu og gifs og er borið ofan á undirlag af vatnsþynnanlegum grunni. Einnig er það hentugt á hreina og slípaða alkýðgrunna. Notið alltaf vatnsþynnanlega grunna utandyra.
Rauðtjara
Rauðtjara Rauðtjara er lituð trétjara í klassíska sænska koparrauða litnum og er ætluð til yfirborðsmeðferðar á við utanhúss. Rauðtjaran hefur einstaklega verndandi eiginleika enda framleidd úr náttúrulegum efnum sem tréð sjálft notar gegn örverum. Tjaran hentar víða, m.a. við málun eldri og nútíma timburhúsa. Rauðtjaran smýgur vel inn í viðinn og rauða litarefnið verndar hann gegn UV-geislun sólarinnar ásamt því að gefa fletinum fallegan mattan lit.
Rúlluspartl
Professional Rullspackel
Professional Rullspackel er fyllandi alhliða léttspartl ætlað til rúlluspörtlunar innanhúss og er sérstaklega þróað til notkunar við endurbætur á eldra húsnæði en hentar einnig vel í nýbyggingum. Notist við hvers konar spörtlun á byggingaplötum og steyptum flötum, ópússuðum sem pússuðum. Professional Rullspackel má einnig nota á veggfóðurssamskeyti og málaða fleti í þurrum rýmum innanhúss o.fl. Vegna sérstakrar efnasamsetningar Professional Rullspackel er spartlið hentugt við lagningu borða í veggjasamskeyti samkvæmt stöðlum HusAMA 11.
S-sprautuspartl
Samskeytaspartl
Professional Rems- & Skarv
Professional Rems- och Skarvspackel er háfyllandi, meðalgróft og umhverfisvænt léttspartl sem er sérstaklega þróað til spörtlunar og styrkingar á gifsplötusamskeytum með pappírsborðum. Vegna sérstakrar efnasamsetningar er þetta spartl einstaklega hentugt við lagningu borða í samskeyti samkvæmt stöðlum HusAMA 14. Rems- och Skarvspackel má einnig nota til bletta- og alspörtlunar á veggi og loft úr gifsi og steypu, sem og á trétrefja- og spónaplötur og lík byggingarefni.
Sílikatgrunnur
Sílikatmálning
Murtex Silicate
Murtex Silicate er einþátta steinefnamálning (e. mineral paint) sem byggir á vatnsglerbindiefni (e. silica waterglass). Hún er ætluð til málunar á steyptum flötum, pússuðum sem ópússuðum, og er einnig heppileg til málunar á múrsteini, gifsplötum og trefjaplötum. Sílíkatefnið í málningunni binst efnatengjum við steinefnaundirlagið og verður þannig órjúfanlegur hluti af yfirborðinu.
Síloxanmálning
Murtex Siloxane
Murtex Siloxane er vatnsþynnanleg, almött síloxan akrýlmálning (steinsílan) til notkunar utanhúss á steypta fleti, pússaða sem ópússaða. Efnið hefur sérstaka öndunareiginleika og hentar þ.a.l. afar vel á múrklæðningar, þ.e.a.s. þegar útveggir eru einangraðir utanfrá. Við málun á pússaðri steypu er mikilvægt að flöturinn sé þéttur og vel bundinn. Í sumum tilfellum þarf að láta nýjar múrklæðningar standa í allt að eitt ár áður en málað er með Murtex Siloxane og er mikilvægt að fylgja fyrirmælum framleiðanda múrefna og viðgerðarefna um þornunartíma fyrir málun. Murtex Siloxane málningin er einnig ætluð til málunar á alla áður málaða fleti en þeir fletir sem málaðir hafa verið með snowcem eða sílíkatmálningu skal þó ætíð endurmála með sílikatmálningu.
Spartlgrunnur
Professional Grund +
Professional Grund+ er almattur, vatnsþynnanlegur grunnur til notkunar á veggi og loft innanhúss. Hann hefur hátt þurrefnainnihald, þekur vel og gefur sérlega góða viðloðun við ólíkt undirlag. Hin einstaka uppbygging efnisins stuðlar að minni notkun yfirmálningar og gefur henni jafnara yfirbragð, bæði í gljáa og áferð. Professional Grund+ er notað sem grunnur á spartlaða fleti, gifsveggi, steinveggi, byggingarplötur af ólíkri gerð o.fl.