VIÐAR ÞEKJANDI

VIÐAR ÞEKJANDI er þekjandi viðarmálning byggð upp af alkýð/línolíu bindiefnum.  Málningin er létt í vinnslu, flýtur vel og myndar þekjandi filmu án þess að viðarmynstrið tapist.  Málningin hefur mjög góða smýgni og vætieiginleika á viðarfleti, ásamt því að mynda vatnsfráhrindandi og veðurþolna filmu og henta því íslenskum aðstæðum sérstaklega vel.  VIÐAR ÞEKJANDI inniheldur efni sem vernda viðinn gegn niðurbrotsáhrifum sólarinnar og efni til varnar gegn sveppa- og gróðurmyndun. Notkun: VIÐAR ÞEKJANDI er ætluð til málunar á nýjan við utanhúss, en er einnig hentug til endurmálunar á fleti málaða með hálfþekjandi eða þekjandi viðarvörn.

Viðarvörn – þekjandi og háfyllandi

Tinova VX 2 in 1 Exterior

Tinova VX 2 in 1 Exterior er samsett grunn- og þekjandi alkýðolíu-málning; hún er vatnsþynnanleg og hálfgljáandi, ætluð til málunar á við utanhúss. Tinova VX 2 in 1 Exterior er sérstaklega gerð fyrir kaldar og norðlægar aðstæður og inniheldur bindiefni sem Nordsjö hefur einkaleyfi fyrir, en það tryggir einstaka bindingu við undirlagið og myndar veðurþolna filmu sem ver viðinn sérlega vel. Mælt er með að nota grunnolíuna Tinova Wood Base Oil samhliða til að tryggja framúrskarandi endingu. FSC

Viðarvörn – þekjandi og háfyllandi

Professional VX+ 2 in 1

Professional VX+ 2 in 1 er samsett grunn- og þekjandi alkýðolíu­málning; hún er vatnsþynnanleg og hálfgljáandi, ætluð til málunar á við utanhúss. Professional VX+ 2 in 1 er sérstaklega gerð fyrir kaldar og norðlægar aðstæður og inniheldur bindiefni sem Nordsjö hefur einkaleyfi fyrir, en það tryggir einstaka bindingu við undirlagið og myndar veðurþolna filmu sem ver viðinn sérlega vel. Ef Professional VX+ 2 in 1 er notuð samhliða Tinova Wood Base Oil má gera ráð fyrir að málningin endist í allt að 12 ár sé rétt staðið að málun í byrjun. FSC 

VIÐGERÐARBLANDA – FÍN 5 KG OG 25 KG

Fín viðgerðarblanda er hraðharðnandi trefjastyrkt blanda ætluð til viðgerða á steinsteypu, t.d. til viðgerða á uppsöguðum sprungum, láréttum og lóðréttum flötum, köntum o. fl. Blönduna er hægt að nota bæði úti og inni.

VITRETEX

Vitretex er mött og vatnsþynnanleg akrýlmálning með frábært alkalí-, vatns- og veðrunarþol og hentar því íslenskum aðstæðum sérlega vel. Vitretex inniheldur hágæða 100% hreint akrýlbindiefni sem gefur málningunni afburða mikla mótstöðu gegn gulnun og krítun.  Einnig myndar hún sveigjanlega filmu sem minnkar líkur á sprungumyndun. Vitretex andar og hindrar því ekki eðlilegt rakaútstreymi frá fletinum. Einnig hreinsar hún sig sérlega vel og safnar ekki í sig óhreinindum. Vitretex er létt í vinnslu og þekur vel.

VÖKVAR – AKRÝL 1 LTR OG 5 LTR

Íblöndunarefni fyrir þunnhúðir, viðgerðaefni, múr og steypu. Akrýl 100 hentar vel til íblöndunar í þunnar ílagnir og pússlög, til að auka viðloðun múrhúða og ílagna og til að auka límhæfni múrblandna.

VÖKVAR – MÚRGRUNNUR 1 LTR OG 5 LTR

Múrgrunnur er ætlaður til að grunna undir múrlög á steypta og múraða fleti.  Grunnurinn bætir viðloðun, minnkar vatnsdrægni undirlagsins og hindrar að loftbólur myndist, t.d. við útlögn ÍMÚR gólfflotefna. Grunninn má nota bæði úti og inni.

Votrýmisspartl

Professional Våtrum

Professional Våtrum er fyllandi léttspartl, hentugt til spörtlunar á samskeyttum veggjum í nýbyggingum sem og eldra húsnæði. Það hentar við spörtlun á steyptum flötum, ópússuðum sem pússuðum, byggingarplötum og við lagningu borða í veggjasamskeyti. Efnið er sérstaklega framleitt til notkunar í blautum og rökum rýmum þar sem gerð er krafa um mikið rakaþol. Professional Våtrum er hluti af kerfi vatnsþolinna efna frá Nordsjö sem viðurkennt er í atvinnustétt málara og uppfyllir þeirra staðla.

ÝMSAR VÖRUR – THOROGRIP

Hraðharðnandi þenslumúr til að festa bolta, steypusteina, niðurföll o.fl.

ÝMSAR VÖRUR – WATERPLUG

Hraðharðnandi sementsbundið vatnsþéttiefni. Stöðvar leka í steinsteypu og múr.

Þakgrunnur

Intertuf 203

Intertuf 203 viðloðunar- og ryðvarnargrunnurinn er alhliða grunnur fyrir málma og klæðningar. Hann er vinylbundinn og sápast ekki á alkalísku galvanundirlagi. Intertuf 203 inniheldur míkró-álflögur sem þétta og styrkja málningarfilmuna gegn tæringu. Grunnurinn er hraðþornandi og hentar því vel íslenskum aðstæðum.  Að mála þök

Þakmálning

Intersheen 579

Intersheen 579 er einþátta akrýlmálning með góða gljá- og litheldni. Efnið er hraðþornandi og hentar því vel íslenskum aðstæðum. Að mála þök