Showing 10–18 of 40 results

Hálfþekjandi viðarvörn

Tinova Transparent Exterior

Tinova Transparent Exterior er hálfmött, hálfþekjandi hátækniviðarvörn með mikla endingu fyrir tréverk utanhúss. Tinova Transparent Exterior dregur fram viðaræðarnar og færir líf í áferð viðarins. Efnið er sérstaklega framleitt fyrir kaldar og norðlægar aðstæður og inniheldur einstakt bindiefni með einkaleyfi sem tryggir betri vörn gegn ágangi veðurs. FSC  

Hrein akrýl útimálning

Alphatex IQ Mat

Alphatex IQ Mat er vatnsþynnanleg, mött akrýlmálning (100% akrýlþeyta) með góða öndunareiginleika og lit- og veðurþolið yfirborð. Hún hefur hæsta staðal í þvottheldni og mikið rispuþol, er einkar slitsterk og mjög auðveld að bera á. Hún hefur framúrskarandi þekju og vörn gegn kolun (e. carbonization) steypunnar, gulnar ekki og hreinsar sig vel. Alphatex IQ Mat er mygluvarin og hentar því einnig innandyra, t.d. í baðherbergi og þvottahús.
 
Alphatex IQ Mat er ætluð til notkunar utanhúss á steinsteypu, múrstein o.fl. (athugið að á múrklæðningar/einangrun utanfrá skal nota síloxanmálningu, þ.e. Murtex Siloxane eða Alphaloxan Flex).
 

Hvítur bindigrunnur

Alpha Aquafix Opaque

Alpha Aquafix Opaque er vatnsþynnanlegur, hvítur akrýlbindigrunnur, ætlaður til notkunar utanhúss á steinsteypu, múrklæðningar, múrstein o.fl. Alpha Aquafix Opaque bindur sig vel við gleypið undirlag og eykur viðloðun fyrir málningu. Grunnurinn þekur vel, sápast ekki og hleypir raka í gegnum sig. Hægt er að mála yfir Alpha Aquafix Opaque með hefðbundinni akrýlmálningu og steinsílanmálningu.

Kínaolía

Kínaolía

Kínaolía eða tungviðarolía er unnin úr fræjum tungtrésins. Örsmáar sameindirnar í olíunni gera henni mögulegt að ganga nægilega langt inn í viðinn og koma þannig í veg fyrir vatnsupptöku í honum. Olían hefur verið notuð um aldir á allar viðartegundir til að koma í veg fyrir sprungumyndun og upptöku vatns eða raka. Kínaolían er blanda af tungolíu, línolíu og leysiefni og má nota bæði innan- og utanhúss. Hún hentar á allan við, einnig á harðvið, s.s. tekk og mahóní. Hún er notuð jafnt á garðhúsgögn, palla, skjólveggi, kúptan panel, glugga, hurðir og báta.

MUR-SILAN

MUR-SILAN

MUR-SILAN  er vatnsfæla, 40% tær lausn af  mónósílan, sem smýgur mjög vel inn í öll gljúp steinrík byggingarefni. MUR-SILAN  binst steininum órjúfanlegum efnatengjum og gerir hann þannig mjög varanlega vatnsfælinn, án þess að hafa áhrif á rakaflutning í loftkenndu ástandi og truflar því ekki rakaskipti steinsins við umhverfið. Prófað af Rannsóknarstofnun Byggingariðnaðarins. Rannsókn  Nr: H03/636.

Múrakrýl

Alphaliet

Alphaliet er terpentínuþynnanleg akrýlmálning ætluð til notkunar á múr utanhúss. Alphaliet málningin hefur einstaka öndunareiginleika; hún hleypir raka úr steininum auðveldlega í gegnum sig á sama tíma og hún er þétt gegn regni og slagveðri. Vegna þessara eiginleika er ekki nauðsynlegt að steypan sé fyllilega þornuð þegar málningin er borin á. Alphaliet má nota á margs konar steypta fleti, vatns­þynnanlega sementsgrunna, múrhúð, múrstein o.fl. Alphaliet er sjálfgrunnandi, hylur sérlega vel og má bera á múr við lágan lofthita.

 

Nanóakrýl

One Super Tech

One Super Tech er sjálfhreinsandi vatnsþynnanleg akrýlmálning til notkunar á tréverk. Vegna einstakra eiginleika málningarinnar, sem byggir á nanó-tækni, helst hinn málaði flötur hreinn þar sem regnvatn tekur með sér óhreinindi af honum. One Super Tech er afar vel þekjandi málning sem gefur jafnt yfirborð og heldur lit sínum vel. Ef One Super Tech málningin er notuð samhliða Tinova Wood Base Oil og Tinova Primer Exterior endist málningin upp undir 16 ár við eðlilegar aðstæður. One Super Tech hentar einnig á litaðar klæðningar, grunnmálað bárujárn og steinsteypta fleti utanhúss. svanurinn       evropublomid1       FSC    

Olíulakk 90%

Rubbol Azura plus

Rubbol Azura plus er hágæða, hágljáandi terpentínuþynnanlegt alkýð pólýúretanlakk ætlað til notkunar innan- og utanhúss. Lakkið er auðvelt í notkun, hylur einstaklega vel, heldur gljáanum og gulnar ekki með tímanum. Rubbol Azura plus er ætlað á við, málm og harðplast og myndar einstaka háglansandi, ógagnsæja gæðafilmu þegar undirlagið hefur verið undirbúið á viðeigandi hátt með Rubbol Primer plus.

Pallahreinsir

Tinova Wood Cleaner

Tinova Wood Cleaner er afar áhrifaríkt, lútkennt hreinsiefni með bleikingareiginleika. Efnið er ætlað til notkunar á sólpöllum, útihúsgögnum og öðru tréverki utanhúss þar sem fjarlægja þarf óhreinindi, gamlar olíur eða gráma.