Showing 10–18 of 99 results

Alhliða límspartl

Professional Allround

Professional Allround er alhliða léttspartl sem fyllir einstaklega vel og rýrnar lítið. Spartlið er hentugt til notkunar í nýbyggingum sem og eldra húsnæði. Það er notað við hvers konar spörtlun á byggingarplötum og steyptum flötum, ópússuðum sem pússuðum. Professional Allround hentar sérlega vel til spörtlunar á borða á gips- og veggfóðurssamskeytum en einnig á málaða, mattslípaða fleti í þurrum rýmum innanhúss.

Almött veggjamálning

Ambiance Xtramatt

Ambiance Xtramatt er vatnsþynnanleg innimálning sem hentar vel þegar óskað er eftir almattri áferð á veggjum. Ambiance Xtramatt er ætluð til notkunar á steypta veggi, pússaða sem ópússaða, gifsveggi, byggingarplötur o.fl. Málningin gefur djúpa og dempaða áferð, endurkastar ekki ljósi en dregur fram litinn. Þrátt fyrir að vera almött má strjúka af Ambiance Xtramatt og hentar hún því afar vel í svefnherbergjum og stofum. svanurinn     evropublomid1     Astma-och-Allergi-förbundet      

Almött veggjamálning

Alphacryl Pure Mat SF

Alphacryl Pure Mat SF er almött, vatnsþynnanleg, pólýúretan-styrkt akrýlmálning til notkunar innanhúss. Hún hefur einkar fallega og silkimjúka áferð, endurkastar ekki ljósi en dregur fram dýpt í litum. Alphacryl Pure Mat SF hentar á nær alla gerðir undirlags innandyra. Hún hefur ágætt rispuþol, er slitsterk og auðveld að bera á. Hún hefur einstaka einangrunareiginleika og kemur í veg fyrir að erfiðir blettir, (nikótín, kvistir, sót o.s.frv.) nái að blæða í gegn. Leysiefnalaus og umhverfisvottuð. evropublomid1

Almött viðarvörn

Supermatt

Supermatt er almött heilþekjandi málning til notkunar utanhúss á timburveggi, glugga og þakkanta. Hún þekur mjög vel og er létt að bera á viðinn. Það er því auðvelt að fá fram fallega áferð. Supermatt er byggð á akrýl/alkýð tækni með sérstöku fyllingarefni sem saman gefa endingargott, slitsterkt og almatt yfirborð. Ef Supermatt er notað samhliða Tinova Wood Base Oil og Tinova Primer Exterior endist málningin í allt að 10 ár við eðlilegar aðstæður.

Auðþrifin veggjamálning

Perform+ Easy2Clean

Perform+ Easy2Clean er mött vatnsþynnanleg akrýlmálning sem er afar létt og einfalt að þrífa. Hún hentar vel þar sem þörf er á sérlega slitsterku yfirborði, t.d. í eldhúsi, gangi, forstofu og barnaherbergjum. Málningin þekur vel, hefur gott flot og því auðvelt að mála með henni. Perform+ Easy2Clean er ætluð til notkunar á steypta veggi (pússaða sem ópússaða), gifsveggi, byggingarplötur o.fl. svanurinn  

Baðherbergjagrunnur

Perform+ Bathroom Primer

Perform+ Bathroom Primer er vatnsþynnanlegur, blátónaður, glær grunnur sem inniheldur mygluvörn. Hann notast sem viðloð­unar- og þéttigrunnur í rökum rýmum en einnig sem límgrunnur fyrir glertrefjastriga. Grunnurinn binst undirlaginu vel og býr til heilt og varanlegt, vatns- og rakaþétt undirlag. Perform+ Bathroom Primer er viðurkenndur grunnur samkvæmt viðmiðunarstaðli MVK fyrir rými sem þola eiga raka.  

Baðherbergjamálning

Perform+ Bathroom

Perform+ Bathroom er hálfgljáandi, vatnsþynnanleg málning til notkunar innanhúss á steypta veggi, gifs, byggingaplötur, o.fl. Málningin er ætluð á veggi og loft í eldhúsum, baðherbergjum, þvottahúsum, rýmum í sjúkrahúsum, matvæla­iðnaði og öðrum þeim rýmum þar sem krafist er mikils slitstyrks, þvottheldni og góðrar endingar. Hún inniheldur mygluvörn og hentar því einstaklega vel í rökum rýmum. Perform+ Bathroom er viðurkennd málning samkvæmt viðmiðunarstaðli MVK fyrir rými sem eiga að þola raka.

Bakteríudrepandi málning fyrir heilbrigðisstofnanir

Alpha Sanocryl

Alpha Sanocryl er mött, vatnsþynnanleg akrýlmálning með virkum silfurjónum, sérhönnuð til að vinna gegn bakteríum, t.d. E.coli og ónæmum Staphylococcus aureus (MRSA/Mósa). Silfurjónirnar eru ekki skaðlegar heilsu manna en virkni þeirra er sérhæfð við það að bakteríur geta ekki fjölgað sér á yfirborði málningarinnar og drepast því á mjög skömmum tíma. Bakteríueyðandi virkni Alpha Sanocryl eykst við þvott og skrúbbun og hún heldur virkninni alveg jafnvel eftir endurtekinn þvott. Virkni silfurjónanna kemur jafnframt í veg fyrir að mygla þrífist í málningarfilmunni. Blóð, Iso-betadine og önnur sótthreinsiefni skilja ekki eftir sig bletti eftir hreinsun og eru einangruð eftir endurmálun. Auðvelt er að mála með Alpha Sanocryl og hún þekur sérlega vel. Hún hefur langan opnunartíma, er auðveld í viðhaldi og þolir þrif afar vel – uppfyllir hæsta staðal í þvottheldni og rispuþoli. Alpha Sanocryl er lyktarlítil, hraðþornandi og hefur fallega og jafna áferð. Alpha Sanocryl hentar á loft og veggi úr gifsi og steypu, á spartlaða fleti og glertrefjaefni. Mælt er með henni á húsnæði fyrir heilsugæsluþjónustu, opinberar byggingar og víðar þar sem óskað er eftir góðu hreinlæti og draga þarf úr sýkingarhættu. Alpha Sanocryl hentar jafnt við nýmálun sem á áður málaða fleti.

Balsamterpentína

Balsamterpentína

Balsamterpentína er rokgörn kjarnaolía unnin úr barrtrjám. Hún er leysiefni sem brotnar niður í náttúrunni og er notuð til að þynna trétjöru, línolíu, málningu o.fl. Hún leysir líka fitu og óhreinindi af flötum sem á að mála. Balsamterpentína þrífur vel og er sótthreinsandi, en hún er laus við vatn og útfellingar.